Mogginn minn -frjáls og óháður!
10.10.2009 | 11:16
Það er gaman að lesa Moggann í morgunn. Leiðarinn furðu afslappaður, ekkert barið á ríkisstjórninni. Ég er reyndar ekki sammála leiðarahöfundi að nóbelsverðlaunin séu furðuleg en skil það svo sem vel að menn leggi, að svo komnu máli, misjafnan dóm á mikilvægi sjónarmiða Baraks Obama t.d. um kjarnorkuvopnalausan heim.
Grein Gauta Kristmannsonar í lesbókinni er frábær og sýnir bara hvað Morgunblaðið er frjálst og óháð blað laust við að ganga erinda eins eða neins. Gauti tætir sundur og saman í háði afstöðu formanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins til Icesave málsins. Skrif hans eru það gáfulegasta sem skrifað hefur verið lengi í Morgunblaðið um þessi mál, en það blasir auðvitað við að við verðum að gera upp skuldir okkar eins og siðuðu fólki sæmir og til að lenda ekki í öðru hruni og viðvarandi fátækt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er alltaf jafngaman að sjá hvað meint hlutleysi moggans fer í taugarnar á vinstri mönnum. Mogginn hefur ekkert verið óháður fréttamiðill frekar en aðrir miðlar í landinu. Við sjáum hvernig Baugsmiðlarnir haga sér á hverjum degi að ég tali nú ekki um ríkisútvarpið. Það virðist nú ekki halda vöku fyrir þér síra Baldur. Ég las greinina hans Gauta og gat nú ekki fundið sömu perlunar í henni og þú virðist hafa séð. Þar skín í gegn gamli þrælsóttinn, kyssum á vöndinn, styggjum ekki herraþjóðirnar. Greinin er reyndar orðin úrelt eftir síðustu afrek Jóhönnu hvað varðar umsögn Seðlabankans og "norska lánið" Mikill jafnaðarmaður og mannasættir hún Jóhanna, sannkallaður landsfaðir (móðir) !
Jóhann Ólafsson, 10.10.2009 kl. 13:14
Þetta heldur nú ekkert vöku fyrir mér Jóhann góður en virðist æsa þig svolítið. MBkv. b
Baldur Kristjánsson, 10.10.2009 kl. 13:30
Ég verð að taka undir með þér, Baldur, að Mogginn hefur komið mér á óvart fram að þessu eftir ritstjóraskiptin. Við skulum bíða og sjá hvað setur.
Ómar Ragnarsson, 10.10.2009 kl. 16:15
Það er nú gott að heyra, því ég er pollrólegur yfir þessu. Fjölmiðlar á Íslandi hafa nefnilega aldrei verið óháðir. Ég er hins vegar ekki rólegur yfir vandræðaganginum hjá ríkisstjórninni og þessari dæmalausu verkstjórn hjá Jóhönnu. Af hverju er henni ekki bara skipt út og Össur settur í staðinn ? Hann hefur þó alltaf geta talað við fólk og unnið með flestum. Þá mætti alveg skoða það að gera Steingrím J. að forsætisráðherra en þetta ástand gengur ekki lengur.
Jóhann Ólafsson, 10.10.2009 kl. 16:17
Hvað hefur komið þér á óvart Ómar ??? Vertu aðeins skýrari
Jóhann Ólafsson, 10.10.2009 kl. 16:19
Moggaskeiði mínu til margra ára er að ljúka. Mogginn var góður um tíma barði til hæ. og vinstri og enginn var óhultur. Það líkaði mér.
Finnur Bárðarson, 10.10.2009 kl. 17:49
2009 Barack Obama
2007 Al Gore
2002 Jimy Carter
Það þarf að hafa óvenju þykka höfuðskel til að fatta ekki þau skilaboð sem Nóbelsnefndin er að reyna að senda Bandaríkjamönnum með þessum útnefningum.
Svanur Gísli Þorkelsson, 10.10.2009 kl. 19:35
Davíð Oddsson næstur á listann Svanur ?? Of seint, uppvakningar geta ekki hlotið slíka útnefningiu
Finnur Bárðarson, 10.10.2009 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.