Atlagan að Agli !
21.10.2009 | 11:57
Það er ekki nokkur vafi á því að Silfur Egils er langbesti umræðuþáttur um þjóðmál frá upphafi íslensks sjónvarps og raunar sá eini sem er uppi nú á dögum. Síðan í Hruni hefur Egill haft burði til þess að vera ekki kerfislægur. Í uppleggi þáttarins hefur hann stutt þann almenning sem er fórnarlamb hrunsins, það fólk sem hafði e.t.v. það eitt gert af sér að kjósa yfir sig vonlaus stjórnvöld. Þeim stjórnvöldum hefur Egill ekki hlíft og því síður þeim útrásarvíkingum sem flugu um heiminn á einkaþotum og eru nú með allt niðrum sig. Af þessum ástæðum er fróðlegt að sjá hverjir eru nú að færa sig fram á sviðið og veifa mótmælaspjöldum gegn Silfri Egils. Þar veifa menn löngu úreltum og aflögðum skilningi á hlutleysi Ríkisútvarpsins. Hvernig heldur fólk að umræðan yrði ef þeir réðu ferðinni?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.10.2009 kl. 14:09 | Facebook
Athugasemdir
Baldur,
mig langar til að benda þér á að svartur grunnur er afar erfiður fyrir þá sem hafa sértæka lestrarörðugleika.
Kveðja.
Hólmfríður Pétursdóttir, 21.10.2009 kl. 12:40
Það má segja margt mjög gott um Egil en um hvað var Egill að fjalla fyrir hrunið?
Helstu áherslurnar voru a.m.k. ekki á skuldasöfnina, kvótabraskið og einkavinavæðinguna nema með mjög afmörkuðum hætti þegar Vilhjálmur Bjarna og Þorvaldur Gylfa fengu afmarkaðan bás eins og það snerti ekki almenning í landinu.
Sigurjón Þórðarson, 21.10.2009 kl. 12:41
Svo gleymdi ég auðvitað að láta i ljós ánægju mína með Egil Helgason og þættina hans báða.
Hólmfríður Pétursdóttir, 21.10.2009 kl. 12:42
Er ekki DV að breyta fjöðrinni í fimm hænur? Það er sjálfsagt að mest áberandi umræðuþáttur landsins um þjóðmál fái smá aðhald og Egill þolir örugglega gagnrýni ... eða ætti að gera það.
Nú hafa menn fengið eitthvað að rífast um í dag. Það munu margir blogga um hvort það er slagsíða á Silfrinu eða ekki og fá smá hvíld frá IceSave á meðan. Best væri að birta lista yfir viðmælendur síðasta árið og sjá þetta svart á hvítu. Þá sjá menn hvort munur er á fjölda gesta sem eru með og á móti tilteknum hitamálum. Hvort gætt er hlutleysis samkvæmt útvarpslögum. Það ætti ekki að vera flókið.
Haraldur Hansson, 21.10.2009 kl. 13:15
Nú er það svart, maur!
En Silfur Egils hefur verið allt of opið fyrir innlimunarhyggjumönnum, þeim sem sjá í EYB eða Evrópuyfirráðabandalaginu sína ultimate salvation. Vona að þú sért ekki einn af þeim, Baldur.
Þar að auki hafa úrtölumennirnir, þeir sem í raun vilja Icesave, fengið allt of mikið rúm þar. Við eigum að hafna því að greiða þessa svikarukkun, því að jafnvel núverandi stjórnvöld segja, að "íslenzka ríkið viðurkenni EKKI að því hafi borið skylda til að ábyrgjast greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðueigenda". Hvernig dettur mönnum þá í hug að borga, og hvað er Egill að hugsa að vera sífellt að bjóða mönnum í þáttinn, sem vilja þessa skaðræðissamninga?
Jón Valur Jensson, 21.10.2009 kl. 17:09
Maurinn átti reyndar að vera maður.
Jón Valur Jensson, 21.10.2009 kl. 17:10
Til þess að lesfatlaðir, ég þar á meðal, geti lesið hvítan texta á svörtum grunni, þurfum við um það bil tvöfaldan tíma miðað við flestar aðrar litasamsetningar.
Mér þætti vænt um að geta lesið bloggið þitt og athugasemdir, án þess að setja mig í sérstakar stellingar.
Hólmfríður Pétursdóttir, 21.10.2009 kl. 18:57
Ef gagnrýnin er óréttmæt þá ætti að vera lítið mál fyrir Egill að svara henni. Nú minnir þetta á umræðuna þegar Davíð varð ritstjóri hér á Mogganum. Þá komu upp raddir um hlutlausa fjölmiðla. Ég hef nú lengi verið þeirra skoðunnar að enginn fjölmiðlamaður er hlutlaus, bara mis heiðarlegur. Þá á ég við að það er vottur um traust og heiðarleika að fjölmiðlamenn komi út úr skápnum með sínar pólitísku skoðanir og leyfi almenningi að meta fréttir þeirra út frá því. Margir af bestu fjölmiðlamönnum heims eru einnig mjög umdeildir vegna pólitískra skoðanna sinna. Það er ekkert að því.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 19:31
Hólmfríður það eru til lesforrit sem færa texta af síðum yfir a sérstak skjal þar sem lesandinn getur valið letur, stærð og form. Eitt þeirra heitir ReadPal og á að vera nokkuð gott.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 19:34
Þetta er skugglagegt.
Ofstækið og öfgarnar sem gassera í sjallafloki.
Hafa ber í huga þarna að þessir guttar hafa verið nær einráðir hér á landi á.
Það sem veldur vissulega einna mestu áhyggjum er - að nokkur einasti maður skuli styðja slíka öfga.
Manni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds.
Og engan skal undra að þessir menn rústuðu landinu. Það er eigi undrunarefni.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.10.2009 kl. 20:54
Jæja, nú birtir til, Baldur búinn að skipta um grunn á blogginu, hættur við að gerast anarkisti, enda væri það slæmt til afspurnar austur í sveitir. Verst hvað það virðist djúpt á athugasemdunum með þessari netsíðu-uppsetningu, margir fara eflaust á mis við þær fyrir vikið.
Og hvað er þessi EYB-sinni sífellt að gjamma á góða bloggara, hann Ómar Seyðfirðingur?
Jón Valur Jensson, 21.10.2009 kl. 21:20
Hárrétt Baldur, Silfrið hans Egils hefur oft verið ágætt. Hann hefur t.d. réttilega bent á hversu afkáralegir spunameistara Samfylkingarinnar oft eru. Það er því dapurt hlutverk nokkurra bloggara að spinna með bara til þess að spinna. Það er sennilega rétt hjá Agli, spunameistararnir gera fyrst og fremst lítið úr sjálfum sér. Nú eru þeir að segja okkur að við eigum að samþykkja Icesave, eða að við verðum að gera það. Það gerðu þeir líka síðast og þá átti að samþykkja Icesve án fyrirvara. Bara af því að flokksforystan vill það.
Sigurður Þorsteinsson, 21.10.2009 kl. 22:55
TAKK
Hólmfríður Pétursdóttir, 21.10.2009 kl. 23:16
Til þess að lesfatlaðir, ég þar á meðal, geti lesið hvítan texta á svörtum grunni, þurfum við um það bil tvöfaldan tíma miðað við flestar aðrar litasamsetningar.
Mér þætti vænt um að geta lesið bloggið þitt og athugasemdir, án þess að setja mig í sérstakar stellingar.
Smá svona workaround (virkar í Internet Explorer 8) er að halda inni CTRL takkanum og ýta á a, þ.e. velja allt, þá færðu bláann bakgrunn og hvíta stafi.
Til að stækka allt í glugganum þá er að halda inni CTRL og + takkann, CTRL og - takinn minnka aftur.
8)
Halldór Björgvin Jóhannsson, 22.10.2009 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.