Verður Steingrímur okkar Roosvelt?

Að Sjálfstæðismenn snúi baki við Siv Friðleisdóttur á þingi Norðurlandaráðs sýnir bara að Framsókn er búin að mála sig út í horn. Það  bitnar óverðskuldað á Siv sem er í hófsamari armi flokksins.  Annars á stjórnarandstaðan í erfiðleikum nú eftir að búið er að landa Icesave og sólin fer að rísa.  Svo mjög sem forystumenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks óska þess að allt gangi Íslandi í haginn eiga þeir sjálfsagt erfitt með að horfa á það gerast undir forystu núverandi ríkisstjórnar.  Þeirra versta martröð er að vinstri stjórn takist að draga Íslandskerruna upp úr forinni.   Afrek Franklín Delanor Roosvelt á fyrri hluta fjórða áratugarins í Bandaríkjunum er hann hífði þá upp úr kreppunni hafði afgerandi áhrif á pólitíska hugsun þar og valdahlutvöld.  Það sama gæti gerst hér fái Steingrímur frið til þess frá eigin flokksmönnum og ef við berum gæfu til að hlíta ráðleggingum AGS  og halla okkur ennfremur að aukinni samvinnu við ríki Evrópu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég held ekki að neinn óski eftir að Steingrímur verði Roosevelt. Hann er nógu slæmur eins og hann er. Undir Roosevelt voru skattar hækkaðir í himinhæðir, samkeppni bönnuð og frelsi niðurnýtt. Það var ekki fyrr en á tímum Regans að Bandaríkin fengu frelsið sitt aftur eftir að hin stóra arfleið Keynes tókst að slá þerri ímyndunarveiki í brjóst stjórnmálamanna að þeir gætu séð um þetta sjálfir í stað þess að láta markaðsöflin vinna. Þessi ímyndunarveiki boraði svo stór göt í ríkiskassann á Vesturlöndum að við urðum nær gjaldþrota. Þetta viljum við ekki aftur. Enginn hefur efni á svona mistökum aftur.

Steingrímur þolir ekki að versna meira en orðið er, enda er það varla hægt. 

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 29.10.2009 kl. 20:50

2 Smámynd: Andspilling

Vá hvað hægri menn eru sjúklega klikkaðir. Þessi lýsing Gunnars er nánast sögufölsun enda voru Bandaríkin fyrirmyndaríki frá og með Roosvelt árunum að allt þar til frjálshyggjuklikkhausfábjáninn Regan stóð upp með hugmyndafræðina "Governmenti is not the solution to our problems governmet is our problem" og við vitum hvernig valdahlutfallið í vesturheimi hefur þróast síðan er það ekki? Jú, 90% auðs til 2% útvalinna frjálshyggjur forréttindahyskisfábjána.

Gunnar Rögnavaldsson leitaðu þér hjálpar við þessum alvarlega sjúkdómi sem þú ert haldinn (kallast pólitísk blinda).

Andspilling, 30.10.2009 kl. 02:03

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Það eru nú engar líkur á því að "Íslandskerran" (metnaðarlítil samlíking, í eina tíð var talað um þjóðarskútuna) verði dregin uppúr forinni af vinstristjórn. En mönnum er auðvitað frjálst að láta sig dreyma. Þessi ríkisstjórn verður stjórn hnignunar og undirlægjuháttar gagnvart stórríkjum Evrópu og Evrópusambandinu, svo að lengi verður í minnum haft.

Gústaf Níelsson, 1.11.2009 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband