Er sparifé fólks að brenna upp?

Bankinn skjólstæðings míns segir honum að hann  geti bara fengið 7% vexti og enga verðtryggingu á innlánum nema hann bindi féð í þrjú ár.  Mér skilst að verðbólga hafi verið talsvert yfir þessari upphæð og sé enn.  Hann þykist muna  að vextir af reikningi hans hafi verið þægilega vel yfir  verðbólgu fyrir ári.  Þá þótti þessum gamla manni  kjörin ásættanleg.  Hann kannast ekki við að hafa fengið neina aðvörun um að fé hans væri að rýrna?  Ég má ekki vera að því að skoða þetta. Er þetta tilfellið.  Er fé fólks að brenna á verðbólgubáli á „öruggum“ reikningum? Er það eðlilegt? Hvaða rök kunna að vera fyrir því að bjóða ekki upp á verðtryggingu nema að féð sé læst inni?  Eða vexti sem samsvara verðbólgu?

Ég veit að einhver kunnáttumaður kommenterar  á þetta eða sendir mér tölvupóst?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Í 20 ár hefi eg ásamt fjölskyldu minni lagt umtalsverðan hluta sparnaðar okkar í hlutabréf. Nánast allt er horfið í spillingarhítina. Einungis eitt fyrirtæki stendur uppi eftir fall allra hinna.

Dómur Hæstaréttar í gær um deilu Vilhjálms Bjarnasonar við Glitni er staðfesting á því að dómstóll geti komisty að niðurstöðu byggða á skýrum lagabókstafnum. En niðurstaðan er gjörsamlega siðlaus og úr öllum tengslum við raunveruleikann.

Að spara á Íslandi er skv. ofansögðu einhver sú versta heimska og kemur ráðdeildarsömu fólki gjörsamlega í koll.

Mig langar til að spyrja þig Baldur:

Í ár var þess víða minnst í löndum mið Evrópu að Kalvín hefði fæðst fyrir 500 árum. Hann hafði gríðarleg áhrif í Sviss, Þýskalandi, Niðurlöndum og Frakklandi og sjálfsagt víðar. Hann kenndi fólki að vera iðið, nægjusamt, sparsamt og vinnusamt og aðhafast í sínu daglega lífi þannig að vinna þess gæti komið kristilegu samfélagi sem best að gagni.

Þess má geta að eldra fólk á Íslandi lifði mjög í samræmi við kenningar Kalvíns sennilega án þess að vita af því hvaðan þessi viðhorf eru tilkomin.

Ekki hefi eg minnst á Kalvín í neinum íslenskum fjölmiðli.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 30.10.2009 kl. 13:26

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Takk fyrir þetta.  Þetta vinnusiðferði sem þú lýsir skilaði sér vel í lutherismann.  Almennt er talið að siðbótin hafi haft í för með sér framfaraskeið þar sem fólk iðkaði þá eiginleika sem þú lýsir en var en losnaði jafnframt úr viðjum eldri hefða.  Í þeim efnum fórum við greinilega fram úr okkur undir það síðasta og aknnski miklu fyrr.  þetta er skelfilegt.  BKv. baldur

Baldur Kristjánsson, 30.10.2009 kl. 13:34

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka þér fyrir, Kalvín byggði á sjónarmiðum Lúthers en hefur sennilega haft mun meiri áhrif í atvinnu- og hagsögunni.

Kveðja

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 30.10.2009 kl. 13:40

4 identicon

Já þetta er alveg rétt með vextina, innistæður hjá fólki sem ekki hefur tök eða efni á að binda sínar krónur ínni í 3 ár eða lengur  eru að brenna upp. Þingið setti þau lög fyrir ekki svo löngu, ( man ekki alveg hvenær það var) 1-2 ár eða svo,  að banna verðtryggingu á innistæðum nema sem væri bundið til 3 ára eða meira og gildir hið sama um skammtíma útlán að mér skilst. Það er væri fróðlegt að vita afhverju byrjað var þarna þegar það  ferli hófst að afnema verðtrygginguna, því þetta bitnar helst á þeim sem rétt ná að spara  örfáar krónur mánuði til mánaðar, en þurfa að eiga aðgang að því ef t.d þottavélin bilar eða eitthvað slíkt smottreý, nú og svo gamla fólkinu sem er í ellinni að leyfa sér að njóta eigin ávaxta ef einhverjir eru.

Ég veit um eina gamla konu sem tók allt sitt út og setti "undir "koddann, því ekki var nóg með að verðbólgan væri að éta þetta upp, heldur var hún krafin endurgreiðslu af ofgreiddum lífeyrir vegna þeirra vaxta sem hún naut áður. Hún er 84 ára þessi kona hokin af mikilli vinnu, en í banka sagðist hún aldrei ælta að stíga fæti sínum inn á aftur, né láta ríkið krefja sig um ofgreiðslu af lífeyrir sínum,  sem hún hafði svo fyllilega unnið fyrir, en var ekki til að lifa af.

Nei hún sagðist ekki ætla að láta berja sig með blautri tusku oft í andlitið, hennar tuskutími væri liðinn. Dásmlegt að kynnast þessari konu og ég er þakklát fyrir það.

(IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 10:14

5 Smámynd: Snjalli Geir

Ekki nóg með að vextir séu undir verðbólgunni heldur brýtur Skallagrímur Skattason stjórnarsrkánna og leggur fjármagnstekjuskatt á vextina.  Sem sagt, eign mín er að brenna upp í verðbólgubáinu en Skallagrímur tekur af til viðbótar.  Þetta er brot á 72 grein stjórnarskrárinar um eignarréttinn.  Ég er með kærumál til meðferðar í kerfinu og mér þykir með ólíkindum það "réttarkerfi" sem við búum við.  Vitir menn, Skattstjóra er ekki heimilt að fara eftir eða taka tillit til Stjórnarskrárinnar við úrlausn kærumála.  Hæstiréttur er eini aðilinn sem getur látið Skattstjóra fara eftir Stjórnarskránni.  Hana nú!  Ég er með þetta skriflegt frá honum ef einhver hefur áhuga.  Ég ætla ekki að ráðleggja ykkur hvað þið eigið að gera við peningana ykkar en ég tel að 84 ára gamla konan hafi rétt fyrir sér en fyrst að breyta  þessum skítuga pappír frá Seðlabanka Íslands í erlenda peningaseðla.  Lifið heil.

Snjalli Geir, 8.11.2009 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband