Til hamingju Hornafjörður!

Vissi ekki að ég væri svona mikill Hornfirðingur. Stökk hæð mína í loft upp og rak mig í loftið þegar Hornafirðingar sigruðu Skagfirðinga í Útsvari í kvöld.  Vissi svo sem að Þorsteinn á  Skálafelli væri býsna fróður  en að hann ætti svona fróðan son vissi ég ekki.   Og Embla náttúrulega af góðum komin.  Ég  kom að Skálafelli  í sumar og þáði veitingar hjá Þorsteini og Þóru.  Rúnar ,sjö ára, þekkti Þorstein þegar hann sá hann á skerminum. Þetta er maðurinn pabbi sem gaf mér kók, manstu, valt upp úr þeim litla. Það er gaman að þessu, sérstaklega þegar vel gengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ég var farinn að halda að ég yrði alltaf ósammála þér Baldur. Stökk ekki upp, en varð afar glaður í hjarta mínu.

Sigurður Þorsteinsson, 31.10.2009 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband