Erun skuldsettir auðmenn að kaupa upp íslenskar bújarðir?

Er fámennur hópur manna búinn að eignast 40% af mjólkurkvóta landsmanna? Er fámennur hópur manna skipulega að kaupa upp bújarðir landsins? Það hríslast hrollur um mann við lestur um fyrirtækið Lífsval á Pistlar.com  Samkvæmt þessum pistli hafa félagið og skyldir aðilar keypt á annað hundrað bújarðir, sem fylgja góð hlunnindi t.d. veiði og vatnsréttindi auk jarða með framleiðslurétt í sauðfjárrétt og mjólkurframleiðslu.  Sé þetta rétt gæti orðið erfitt í samningaviðræðum við ESB að fá ívilnanir fyrir íslenskan landbúnað á þeirri forsendu að hér séu rekin fjölskyldubú. 

Annars getur það orðið íslenskum landbúnaði skeinuhætt ef við göngum ekki í ESB með þeim ívilnunum sem þar verða vonandi í boði.  Annars gæti íslenskur landbúnaður staðið uppi berskjaldaður þegar þeir Alþjóðlegu samningar um tollaniðurfellingu sem við höfum þegar skrifað upp á taka gildi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kalikles

þetta sama er að gerast á heimsvísu; fyritæki að nafni monsanto eru að reyna að taka yfir matarframleiðslu heimsins.------Bilderberg.

Kalikles, 2.11.2009 kl. 20:20

2 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Hvaða hreðjatak á almenningi heldur betur en lífsbjörgin sjálf? Þetta endar auðvitað með því, að e-r íslenskur Mugabe skiptir upp landinu að nýju með sömu aðferðum.  

Sigurbjörn Sveinsson, 3.11.2009 kl. 14:33

3 Smámynd: Birna Jensdóttir

Það er sko skammarlegt hve margar jarðir hafa farið undir stjórn þessarra manna og félaga tengdum þeim en það þarf ekki endilega að ganga í ESB fyrir því.Við eigum að moka flórinn okkar sjálf en ekki koma því yfir á aumingja fólkið í ESB:

Birna Jensdóttir, 3.11.2009 kl. 15:32

4 identicon

Alveg er þetta nú merkilegt! Hvernig væri að kynna sér málið áður en farið er að fella einhverja dóma.  Og hvað með það þó að þeir eigi nokkrar jarðir. Bara hið besta mál finnst mér. 

Trausti Magnússon (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband