,,Racial profiling" í Leifsstöð?
4.11.2009 | 10:06
Jens Guð skýrir frá því á bloggsíðu sinni að tollverðir í Sandgerði stöðvi alltaf Víetnamska konu og leiti á henni þegar hún fari um flugstöðina. Í athugasemdakerfi hans koma fram svipaðar frásagnir um fólk af sýnilegum minnihlutum sem sé ávallt stöðvað.
Ef rétt er þá beitir tollgæslan ,,racial profiling þ.e. gefur sér að fólk sem sýnilega er úr minnihlutahópi sé líklegra en annað fólk til þess að aðhafast eitthvað ólöglegt. Þetta er eitt form af rasisma. Þessi hegðun mismunar fólki, eykur og styrkir fordóma. Að áliti Evrópuráðsins er þetta, fyrir utan það að vera óboðlegt, ekki árangursrík leið í löggæslu og leiðir beinlínis til að öryggisstig lækkar. Þá sé vel kunn staðreynd að ,,racal profiling skapar reiði hjá þeim sem fyrir verða og kemur í veg fyrir samstarf og samvinnu lögreglu og minnihlutahópa.
,,Racial profiling þ.e. að sigta fólk út eftir upprunaútliti er vel þekkt fyrirbrigði í Evrópu og er eitt af því sem Evrópuráðið (ECRI) hefur gagnrýnt mjög. Vonandi er þetta ekki tilfellið í Flugstöðinni, en ástæða til þess að athuga það. Þetta getur verið meðvitað og ómeðvitað. Og annað. Vonandi fá tollverðir tilsögn í þessu svo þeir geti varast þessa augljósu gildru.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kynþátta flokkun af þessu tagi er mjög alvarlegt brot á þeim alþjóðlegu samningum sem Ísland er aðili að og um leið á íslensku löggjöfinni sem bannar slíka mismunun.
Á sínum tíma var það metið hvort eðlilegt væri að neita gamalli hvítri konu um að fara um borð í flugvél með vatnspela. Því var hafnað og jafnt látið yfir alla ganga til að komast hjá kynþáttaflokkun og mismunun. Það hefði verið miklu auðveldara að beita kynþátta og útlitsflokkun.
Einlitt Ísland gerir kynþáttaflokkun afar freistandi fyrir tollverðina því úrtökin þeirra verða markvissari. Þetta þýðir að Ítalir eru frekar stöðvaðir en Írar, Spánverjar frekar en Bretar, Frakkar frekar en Danir o.s.f.r.
Svanur Gísli Þorkelsson, 4.11.2009 kl. 12:05
Í gær ræddi ég við ungan mann sem var að koma frá Kaupmannahöfn. Hann hafi heimsótt vin sinn og höfðu þeir tekið leigubíl til þess að komast niður í miðborgina. Á miðri leið spurði leigubílstjórinn hvaðan þeir væru og þegar hann heyrði að þeir væru frá Íslandi, stöðvaði hann bílinn og vísaði þeim út. Örugglega hefur Evrópuráðið ályktað eitthvað um kynþáttafordóma, það breytir því ekki að þeir eru til staðar.
Annars velti ég því fyrir mér hvort þú komir ESB í ræðurnar á sunnudögum.
Sigurður Þorsteinsson, 5.11.2009 kl. 06:57
Eitt af því sem mannréttindasáttmáli Evrópu bannar er(ómálefnaleg) mismunun á grundvelli þjóðernis (fyrir utan það að réttindi eru tengd ríkisborgararétti, dvalaleyfi etc.).
ESB kemur þessu máli ekki við.
Baldur Kristjánsson, 5.11.2009 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.