Alþjóðahús -gott konsept !

Skaði ef Alþjóðahús leggst af.  Þetta er gott konsept sem hefur vakið athygli út fyrir landssteina.  Starfssemi Alþjóðahúss og Fjölmenningaseturs á Ísafirði er eitt af þv í sem ECRI (European Commission against Racism and Intolerance) hefur hósað. Eitt af því sem er mikilvægt er að miðstöðvar á borð við þessa hafi sterkan prófíl þannig að þeir sem þurfa á þjónustu að halda viti af henni, einnig að þær séu ekki bundnar við tiltekin sveitarfélög en slík mörk gera flókin mál enn flóknari fyrir væntanlega notendur.
mbl.is Slíta samstarfi við Alþjóðahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

þeir þurfa á engum styrkjum að halda. þeir eru svo fjáðir að þeir geta borgað eigendum sínum arð af rekstri Alþjóðahúsins.

Fannar frá Rifi, 7.11.2009 kl. 14:14

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Erum við alþjóð eða erum við íslenskt lýðræðisríki. Hvaða ríki heims púkkar svona mikið undir erlenda borgarra jafnt sem landlausa. Ég hef verið út um allan heim hef ekki séð þetta nema jú sendiráð ýmissa ríkja sem við jú höfum nóg af. Fólk er dálítið brenglað að halda að við sem smáþjóð getum og geti sett nógu sterk rök fyrir að setja upp alþjóða hjálpar stefnu hér á íslandi. Skil vel aðstoð við erlend ríki í neyð en hjálp til erlendra hér á landi. Er þetta ekki að segja einhvað og sína að við hjálpum erlendum meir en okkur sjálf. Hver er hugmyndafræðin á bakvið Alþjóðahús. Þú segir að við höfum fengið hrós fyrir framtak á þessu sviði. Ætli einhver hafi ekki klórað sé í hausnum. Ég er bara á móti því að eyða skattpening í svona dæmi.   

Valdimar Samúelsson, 8.11.2009 kl. 14:42

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Nei, flestir gera meira en við. Við gerum í raun sáralítið. Það er uppi alls staðar, í öllum ríkjum Evrópu, að það fé sem er sett í að ,,vísa nýkomnum veginn" því sé vel varið.  Enda er Reykjavíkurborg ekki endilega að draga úr framlögum til málaflokksins. ´Ég hef góða reynslu af Alþjóðahúsi. Þar hefur verið hægt að fá upplýsingar og þýðingar svo fátt eitt sé nefnt.  BKv. B

Baldur Kristjánsson, 8.11.2009 kl. 15:50

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég hef nú verið víða og ekki heyrt um þetta en auðvita er þetta á norðurlöndunum. Í ameríku svona í venjulegum þá er þetta byggt upp á sjálfboða vinnu þ.e. homemekers welcome committy sem heimsækja nýbúa hvort sem hann er frá öðru fylki inn BA eða erlendur. Þeir eru ekki að hampa þeim með því að byggja einhverja staði sem þeir geta hittst á og jafnvel haft athvarf. Hver og einn verður að bjarga sér eða fara á bæinn/sveitina. Hugsaðu þér óréttlætið gagnvart heimafólki að það sé byggt yfir erlenda sem margir eru þegar ornir íslenskir borgarar og jafnvel tvöfaldan borgararétt. Hér er ég bara að tala við sjálfan mig.

Valdimar Samúelsson, 8.11.2009 kl. 16:41

5 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Það kann að vera rétt hjá þér að hús eins og Alþjóðahús eru kannski óvíða og mjög víða er mikið af þessu unnið í sjálfboðaliðsstarfi. En gáðu að því að Alþjóðahús er engin góðgerðarstofnun. það er að vísu staður þar sem fólk getir mæst og fengið upplýsingar en mikið af þjónustu er selt.  BKv. b

Baldur Kristjánsson, 8.11.2009 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband