Bandarískt heilbrigðiskerfi og það íslenska!
8.11.2009 | 17:24
Athyglisvert er að Fulltrúadeild bandaríkjaþings samþykkir umbætur í heilbrigðisþjónustu. Nú er að sjá hvort að Öldungadeildin nær að sameina ólíkar tillögur og samþykkja.
Tugmilljónir Bandaríkjamanna eru án heilbrigðistrygginga. Repúblikanar berjast með oddi og egg gegn öllum breytingum. Misskiptingin í bandarísku þjóðfélagi er einna greinilegust í heilbrigðiskerfinu.
Vonandi vilja sem flestir Íslendingar að hér verði áfram skandinavískt velferðarkerfi. Þeir eru þó líklega til sem eru hrifnir af því bandaríska.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það má deila um það hvort þetta kallast umbætur. Við erum að tala um besta heilbrigðiskerfi heims og þetta gæti gert það að verkum að kerfið endar eins og það breska þ.e. seinvirkt, lélegt og dýrt.
Það sem hefði átt að gera er að leyfa fólki að kaupa tryggingar milli fylkja, nota HSA kerfi og fella burt skylgreininguna milli skatta og trygginga og þannig gera trygginar að eign þeirra sem þurf að nota þær en ekki vinnuveitenda.
Það er óskandi að GOP vinni stóran sigur á næsta ári og taki þessa eyðileggingu Obama til baka og geri raunverulegar umbætur á kerfinu.
Það væri mikill kostur ef hægt væri að taka upp HSA kerfi á Íslandi og láta ríkið sjá um dýrir meðferðir til að byrja með.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 00:03
Gjörsamlega ósammála þér. Þetta er ótrúlega lélegt kerfi. Hef meira að segja greint það í ritgerð og borið saman við það kanadíska. Hef auk þess persónulega reynslu af því. En etv. er hugmyndafræði okkar ólík. Kv. b
Baldur Kristjánsson, 9.11.2009 kl. 00:15
Ef þú hefur unnið rannsókn á Bandaríska kerfinu og borið það saman við það kanadíska þá hefur eflaust komist að þeirri niðurstöðu að það er langt um betra en það kanadíska. Ekki nema þú teljir skort á tækjabúnaði, biðraðir, lægra hlutfall á lækningum og verra aðgengi vera því kanadíska til bóta.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 01:33
Margt er hægt að segja um bandaríska heilbrigðiskerfið, en það lógaði þó Michael Jackson og stórgræddi á því, og það er líka fjári gott í labíóplastískum aðgerðum.
Ég hef því miður ekki skrifað ritgerð um þetta og ekki stundað verulegar samanburðarrannsóknir á því síðarnefnda.
En ekki þætti mér varið í að búa í Ameríku ef ég yrði veikur. Vinur minn, fátækur gyðingur í New York, notar alla sína peninga í brjósklos og aðra kvilla. Engin kona vill hann, því hann getur ekki borgað fyrir nefaðgerð og læpósuck.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.11.2009 kl. 07:17
Vilhjálmur Andri er þannig úr garði gerður að það er ekki hægt að eiga í vitrænum samræðum við hann.
Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.