Þakka fyrir mig !
9.11.2009 | 14:51
Þakka mörgum góðum bloggvinum sem ég hef eignast hér á Moggablogginu samskiptin. Þá sem hafa kommenterað af meinfýsni og stöðugum tilvísun í starfsheiti mitt bið ég vel að lifa. Hér hef ég bloggað í nokkur ár en áður skrifaði ég inn á heimasíðu mína www.baldur.is frá 2001. Ég á það lén enn og tek kannski upp þráðinn þar síðar, hver veit. Þakka þeim sem halda utanum bloggið. Ég á eftir að ráðgast við þá um það hvernig þetta fer fram tæknilega því að ekki vil ég glata því sem hér er skrifað.
Að ég hætti í vistinni hér hefur ekkert að gera með ritstjóraskipti nema þá óbeint og þá vegna þess að sá hópur sem gerir athugasemdir við skrif mín hefur orðið einsleitari. Sumir eru dónalegir í minn garð eða annara. Ég hef lokað á fjóra en kann ekki við það.
Þó að ritstjóraskiptin séu ekki ástæða fyrir því að hætti breytir það því ekki að ég sakna Ólafs Stephensen sem ritstjóra. Mogginn á hans dögum var gott blað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:00 | Facebook
Athugasemdir
Takk sömuleiðis.
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.11.2009 kl. 15:10
Vertu margblessaður. Ekki hika við að skrifa athugasemdir á bloggsíðu mína ef þú rekst þar inn.
Axel Þór Kolbeinsson, 9.11.2009 kl. 15:40
Æ, hvað það var leitt, kæri vinur að þú hörfar af vettvangi. Ég skil það hins vegar vel að maður í þinni stöðu eigi erfiðara en aðrir að þola óhroða á bloggsíðu þinni og vera að vasast í því að þrífa skítinn.
Það er svo sem allt í lagi meðan þeir sem kasta skít gera það undir nafni en verra er þegar það er gert í skjóli nafnleyndar.
Í aðeins eitt skipti hefur þess þurft að fjarlægja nafnlausan bloggara af minni síðu, og aldrei kom til þess að ég stæði í því sjálfur, því að aðrir sem gerðu athugasemdir, tóku sig saman og flæmdu skítadreifarann í burtu.
Ég vona að þú verðir ennþá í því sambandi við bloggið að þú getir komið í heimsókn með athugasemdir þegar þér hentar og óska þér alls hins besta.
Ómar Ragnarsson, 9.11.2009 kl. 17:00
Leitt að þú skulir þurfa að hætta. Þú ert góður bloggari. Gangi þér vel.
Eyjólfur Sturlaugsson, 9.11.2009 kl. 18:01
Þín verður saknað, takk fyrir ánægjulega samfylgt.
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 9.11.2009 kl. 19:54
Heill og sæll; Síra Baldur !
Frekar; þykir mér miður, að þú skulir hætta skrifum, hér á vef.
Víst er um það; að ég hefi oftlega, óvægin verið, í garð ýmissa hér - hvað varðar þann óskunda, að Ísland gengi á ný, undir erlent vald, tæpu 91 ári eftir fullveldis töku.
Ekki; var það ætlan mín - að snérist gegn þér einum; sú orðanna hríð, hverja ég hefi viðhaft, í þeim efnum; hver, ráðist hefir fremur, af skapferði mínu, en nokkurri óvild, í þinn garð, né annarra (nema þá; lyginna stjórnmála manna), þá svo hefir borið við, á þesum vettvangi.
Mínar beztu kveðjur; vil ég senda þér - sem þínu fólki öllu, og megi þér vel farnast, á komandi tímum.
Hveragerðis og Kotstrandar sóknum, þann 9. Nóvembris 2009
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 21:09
Mér hafa nú aldrei sárnað þín skrif. Góðviljinn skín í gegnum stóryrtan stílinn. Það er hins vegar óþarfi að kjafta menn alltaf í hel, mig eða aðra. Mörg eru viðhorfin. BKv. baldur
Baldur Kristjánsson, 9.11.2009 kl. 21:22
Þakka þér góða pistla og góð samskipti,Baldur.
Afstaða þín er auðskiljanleg. Það er margt að breytast á Mogga , - og ekki allt til bóta. Ég hef átt langa samleið með Morgunblaðinu en nú sýnist mér blaðið vera að taka stefnuna frá þeim gildum sem mér hugnast. Það sver sig æ meira í ætt við gamla Þjóðviljann. Heldur þykir mér það ógæfulegt.
Eiður Svanberg Guðnason, 9.11.2009 kl. 22:02
Sæll og blessaður!
Það hefur verið notalegt að lýta við á síðuna þína, og ég á eflaust eftir að sakna þess . Veru Guði falinn og allt þitt hús.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 9.11.2009 kl. 23:10
Hver á nú að vera talsmaður þeirra sem verða undir í þessu samfélagi okkar?
Í alvöru, það eru ekki margir eins vel að sér í mannréttindamálum eða geta gert þeim eins góð skil og þú.
Bestu kveðjur.
Hólmfríður Pétursdóttir, 9.11.2009 kl. 23:53
Þakka þér fyrir Hólmfríður og ykkur hinum sem lagt hafa gott til. BKv. b
Baldur Kristjánsson, 9.11.2009 kl. 23:56
Láttu ekki svona nafni, þú ferð ekki að gefast svona auðveldlega upp. Þú mátt hafa þínar skoðanir eins og aðrir borgarar landsins.
Baldur Fjölnisson, 10.11.2009 kl. 01:06
Líkt er á komið með okkur fóstri. Ég hef ekki haft dug í mér að setja inn færslu síðan 20. október. Finnst einhvern vegin umhverfið moggabloggi vera orðið óheilbrigðara. Það ganga iðulega fram einhverjir hælbítar með stórkarlalegar yfirlýsingar, uppnefningar og viðskeyti sem koma umræðunni ekkert við.
Að lokum er upplifunin af umræðunni sú að maður sé ekki eins hreinn á sálinni eða að það sé búið að afvegaleiða þann umræðuþráð sem farið var af stað með. Í stað þess að vera þátttakandi í þægilegu spjalli þar sem virðing er borin fyrir fjölbreytileika í skoðunum þá fara athugasemdirnar inn í farveg persónulegra aðdróttana.
Það er eitthvað í land að við séum með opinn og siðmenntaðan grunn undir lýðræðið. Það er vissulega ólga í samfélaginu og þá er styttra í kvikuna, neikvæðar tilfinningar og taugaspennu. En einmitt þá er mikilvægt að raddir hjartahlýjunnar hörfi ekki á braut. Þannig að ég vona að þú haldir áfram með öll þín góðu innlegg í einhverri nýrri mynd.
Kærar kveðjur, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 10.11.2009 kl. 08:36
Þú hittir nú sem oftast naglann á höfuðið! BKv. b
Baldur Kristjánsson, 10.11.2009 kl. 13:40
Sæll Baldur.
Að vera meðlimur á blogginu þá ertu um leið staddur á miðri víglínunni. Bloggarar eru hópur manna og kvenna " oftast gamlir meðlimir stjórnmálaflokkanna" sem aldrei áttu hljómgrunn í flokkunum. Næsta sem þeir hafa komist valdinu er í reynd í dag þegar þeir fá að skrifa á sömu blaðsíðu og gamli herforinginn sem nú öllu ræður í Hádegismóum.
Það sem ræður oftar en ekki skrifum þessara manna og kvenna er gremja. Gremja út í stjórnvöld og flokkanna sem þeir aldrei komust til áhrifa hjá. Þetta er svokallaðir wannabyar.
Ég hef tekið oft eftir því að gamli herforinginn í Hádegismóum vitnar oft í ömmu sína , þá langarmig til að gera það sama og vitna í ömmu mína. Hún sagði oftar en ekki við mig " það sem ekki drepur þig herðir þig.
Gangi þér allt í haginn kæri Baldur og gakktu á guðsvegum.
Páll Höskuldsson, 10.11.2009 kl. 13:45
Það finnst mér leiðinlegt, Baldur, að þú hættir. Þakka fyrir öll skrifin þín og pistla. Þó ég sé á öndverðum meiði hvað viðkemur inngöngu landsins í EU, hef ég oftast ekki verið þér ósammála. Það verður mikill missir af þinni nærveru og pistlum og skrifum.
Elle_, 12.11.2009 kl. 12:29
Takk fyrir góðar kveðjur. BKv. B
Baldur Kristjánsson, 12.11.2009 kl. 13:36
Bestu þakkir fyrir pistla og athugasemdir þínar Baldur. Ég hef alltaf haft gaman af að lesa þá og mun reyna að grafa þig uppi, sem reyndar mun ekki verða mjög flókið ef þú notar lénið þitt.
Bestu kveðjur
Ingimundur.
Ingimundur Bergmann, 18.11.2009 kl. 22:00
Leitt að heyra að þú sért á förum af þessu bloggi Baldur. Við eigum ekki að gera illaþenkjandi strákum til geðs að hopa af þessum mikilvæga vettvangi. Er ekki eðli rætinna og miður vandaðra skrifa að hitta fremur þann sem þeim meðulum beitir?
Endilega legðu ekki árar á bát.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 19.11.2009 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.