ECRI um bænaturna í Sviss!
2.12.2009 | 09:58
Það er ekki oft sem ECRI, nefnd á vegum Evrópuráðsins, ályktar en ætli Svissarar að banna bænaturna virðist um brot á mannréttindasáttmála Evrópu að ræða. Eitt af hlutverkum ECRI eins og Mannréttindadómstóls Evrópu er að standa vörð um Mannréttindasáttmálann. ECRI hefur áður gagnrýnt að mannréttindi væru lögð undir þjóðaratkvæði. Þarna er um að ræða að fólki sé gert jafn hátt undir höfði þegar kemur að trúariðkun sem öðru og að allir hafi frelsi til að iðka trú sína.
,,The European Commission against Racism and Intolerance (ECRI) wishes to express its deep concern about the results of the Swiss popular initiative which approved the inclusion, in the Federal Constitution, of a new provision banning the construction of minarets.
In its report on Switzerland published on 15 September 2009, ECRI clearly regretted that an initiative that infringes human rights can be put to vote. ECRI added that it very much hoped that it would be rejected.
The figure of 57,5% in favour of the ban, and the fact that the Federal Councils and other key Swiss stakeholders call to vote against went unheeded, are difficult to reconcile with the efforts made to combat prejudice and discrimination in the country over the last years. This vote will result in discrimination against Muslims and infringe their freedom of religion. As ECRI has warned in its report, this risks creating further stigmatisation and racist prejudice against persons belonging to the Muslim community.
ECRI calls on the Swiss authorities to study carefully the consequences of this vote and do their utmost to find solutions that are in keeping with international human rights law. In the meantime, ECRI emphasises the urgent need for the Swiss authorities to follow-up on its recommendation to pursue their efforts and dialogue with Muslim representatives.
Ég hef opnað blogg á bloggheimar.is/baldur/ Slóðin er einnig www.baldur.is Þar verð ég í einhverjum mæli með punkta um mannréttindi og e.t.v. fleira.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það liggur auðvitað nærri að sama eigi að gilda um kirkjuturna og mínarettur, en heldur eru nú mínaretturnar hávaðasamari þar sem ég hef komið en kirkjuturnarnir ef saman er lagður hávaðinn alla vikuna út. En mig langar þó að inna þig eftir ályktunum ECRI um kirkjubyggingar í arabalöndum, samkomuhald kristinna og ofsóknir gegn þeim.
Jakob Ágúst Hjálmarsson, 2.12.2009 kl. 10:19
Sæll Jakob! Nú er Tyrkland sennilega eina landið í Evrópuráðinu þar sem kristnir eru ekki í meirihluta. Í skýrslum ECRI er gagnrýnt hvernig kristnum mönnum er gert erfitt fyrir um nýbyggingar kirkna o.fl. m.a. um þetta:
,,In its second report, ECRI addressed a number of problems encountered by
minority religious groups in Turkey. Particular mention was made of the fact that
religious foundations are not allowed to purchase property or receive donations.
Mention was also made of the administrative barriers to building places of
Third report on Turkey
24
worship, the shortage of priests and the declining membership of certain
communities."
Nánar: http://hudoc.ecri.coe.int/XMLEcri/ENGLISH/Cycle_03/03_CbC_eng/TUR-CbC-III-2005-5-ENG.pdf
Ályktanir eins og þessi um Sviss er mjög sjaldgæf og Tyrkir, sem eru formlega ,,secular state" hafa málin ,,formlega séð" in nokkuð ,,ásættanlegum " skorðum . Með bestu kveðju. Baldur
Baldur Kristjánsson, 2.12.2009 kl. 10:40
Þetta er lýðræðisleg niðurstaða þjóðarinnar og því ekkert við henni að gera.
Ljóst er, að ekki var viðhöfð nein svik í framkvæmd kosninganna og því ekki á valdi yfirþjóðlegra nefnda að reyna að hunsa slíkar niðurstöður kosninga í lýðfrjálsum löndum.
Nú skilja menn vonandi betur, hví Sviss vill ekki inn í ESB og er ekki einu sinni í EES því þeir sögðu sig frá þeim samningi og gerðu TVÍHLIÐA samning við ESB án íhlutunar og yfirráða um þeirra málefni.
Mikið vildi ég, að svo væri einnig um okkar stöðu við ESB.
Mibæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 2.12.2009 kl. 11:40
Hefur ekkert með ESB að gera Bjarni minn. Sama hvað þú þusar, vandi Svisslenndinga er sá að mannréttindasáttmáli Evrópu er þarna og þeir hafa samþykkt hann eins og önnur ríki Evrópu. BKv. B
Baldur Kristjánsson, 2.12.2009 kl. 11:48
Reyndar Baldur hefur þetta mikið með Evrópusambandið að gera enda ljóst að ef Svisslendingar gengju í sambandið yrðu flestar ákvarðanir í bæði veigameiri og veigaminni málum teknar á vettvangi stofnana þess en ekki af svissneskum kjósendum eða innlendum stofnunum í Sviss.
Frægt beint lýðræði Svisslendinga heyrði þar með sögunni til enda taka lög sem samþykkt eru á vettvangi Evrópusambandsins eða ákvarðanir teknar þar taa strax gildi í ríkjum sambandsins án aðkomu innlendra stofnana. Það væri því einfaldlega marklaust að halda þjóðaratkvæði um slíkar ákvarðanir. Þær hefðu ekki lengur neitt gildi.
Hjörtur J. Guðmundsson, 2.12.2009 kl. 13:56
Já, það er svo aftur önnur saga og má sjálfsagt ræða það. En þessi ályktun, sem ég var að kynna snýst um Evrópuráðið og Mannréttindasáttmála Evrópu. BKv. b
Baldur Kristjánsson, 2.12.2009 kl. 16:43
Það er auðvitað fráleit túlkun Baldur að halda því fram að bann við byggingu bænakallsturna skerði mannréttindi múslima eða möguleika þeirra til að iðka sína trú. Eru það ekki mannréttindi hinna að vera lausir undan gólinu frá bænaturnunum, enda gegna þeir engu öðru hlutverki í trúariðkuninni en að kalla múslima til bæna. Þú verndar ekki mannréttindi eins með því að brjóta á öðrum? Þess utan hafa múslimar í Sviss komist ágætlega af án turnanna góðu og það í nokkra áratugi.
Gústaf Níelsson, 2.12.2009 kl. 20:32
Jú, þetta er klárt brot gegn muslimum og hlýtur að teljast brot á alþjólegum samningum og skuldbindingum er sviss hefur undirgengist. Hef enga trú á öðru og hlýtur að vera látið reyna á það.
Útí hött að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um slík mál.
Auk þess sem þegar eru 4 bænaturnar í sviss og ekkert hefu borið á bænaköllum. Sumir vilja meina að þau séu sérstaklega bönnuð. Held það sé misskilningur.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.12.2009 kl. 20:56
Bænaturnar og kirkjuturnar eiga skilyrðislaust að fara í grenndarkynningu og ef þörf krefur kjósa um málið í viðkomandi sókn eða landi. Það verður að vera lágmarks mannréttindi að hafa eitthvað um sitt nærumhverfi að segja. Það að tengja þetta mannréttindum er langsótt. Það var ekki verið að kjósa um það hvaða mannréttindi ættu að hafa í heiðri heldur um hverskonar umhverfi menn vilja búa í. Megi þetta verða vísir að því að fólk geti kosið um skipulagsmál í framtíðinni. Það að tengja þetta mannréttindum og brotuim á þeim er tilraun til að afvegaleiða umræðuna og búa til fórnarlömb.
Gísli Ingvarsson, 2.12.2009 kl. 21:27
Góð atgugasemd hjá Gústaf með hávaðann eða gólið. Hef ekki sofið við þetta eða vaknað en kynni að vera spurning um óvelkominn hávaða! Bkv. b
Baldur Kristjánsson, 3.12.2009 kl. 01:10
Athugasemd sr. Jakobs Ágústs bar hér ágætan árangur, og góð eru innleggin frá Hirti og Gústaf, jafnvel svo, að séra Baldur verður að taka undir með þeim síðarnefnda! En ég segi með Gísla: það er lágmark að hafa grenndarkynningu á málið! Annars á ég pistil um málið HÉR!
Jón Valur Jensson, 3.12.2009 kl. 02:54
Það er misskilningur í gangi um Adhan (Call to Prayer) og skrítið að sjá Guðlærða menn með slíka fordóma. Verða að segja það ! Eg er hissa á að sjá svona andúð hjá kristu fólki gagnvart manneskjum af holdi og blóði sem nb. trúir á sama Guð !
Þetta með hávaða, sko, ef hef nú verið í muslimabæ - og eg var ekki var við neinn hávaða ! Passlegt bara. Svipað og þetta eða lægra eiginlega. Eins og mildur blær sem braust fram um leið og Guð lyfti sólinni uppúr sjónum.:
http://www.youtube.com/watch?v=knu-HYHA0wM
Eins og fegursta tónverk ! Fegursta sinfonía !
Þegar menn segja hávaði - þá hljóta menn að vera að tala um stórborgir þar sem fyrir er gífurlegur hávaði.
Mér finnst að Kirkjan eigi að taka þetta upp. Miklu flottara en þessi kalda klukkuglamur alla tíð.
En auk þess mundu muslimar taka tillit til þess ef bænakallið mundi fara í taugarnar á einhverjum og sleppa því bara. Svo þetta tal er allt aðeins tilraun til að afsaka andúð sína á ákv. trúarbrögðum. Ekkert annað.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.12.2009 kl. 10:55
Þakka þér fyrir þetta Ómar Bjarki. Kv. b
Baldur Kristjánsson, 3.12.2009 kl. 11:07
Falleg er þessi trúarlega list, Ómar (án þess ég viti raunar merkingu orðanna).
En ekki veiztu í raun, hvort þeir dýrka hinn sama Guð sem við. Þeir afneita t.d. harðlega þrenningareðli guðdómsins (eða guðdóms síns).
Jón Valur Jensson, 3.12.2009 kl. 14:02
Ég er sammála því að þetta er góð tónlist. Hins vegar eiga menn ekki að hafa rétt til að neyða umhverfið til að hlusta á þá tónlist sem þeir sjálfir iðka. Í mínum eyru er slíkt ofbeldi, hvort sem það eru kirkjuklukkur eða múslímaköll.
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.12.2009 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.