Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti!

Nú er nýhafin Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti en hún miðar að því að uppræta þröngsyni, fordóma og þjóðernishyggju en nóg er af þessu öllu saman eins og við vitum.  Markmiðið er að byggja  Evrópusamfélag víðsýni og samkenndar þar sem allir eru jafnir óháð útliti og uppruna og trú.  Alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti er 21. mars.  Sú dagsetning var valin af Allsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna sem til minningar um 69 mótmælendur í S- Afríku sem myrtir voru 21. mars 1960 er þeir mótmæltu aðskilnaðarstefnu stjórnvalda.

Í Evrópu er það Evrópuráðið í nafni ECRI og Mannréttindadómstólsins sem leiðir baráttuna gegn kynþáttamisrétti.  Evrópusambandið hefur einnig látið sig málefnið varða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkominn aftur í Bloggheima sr.Baldur!

Gott að sjá þig hér - þó við séum ekki endilega alltaf á sama máli um ESB - en enginn veit sína ævina fyrr en öll er

Þórhallur Heimisson (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 07:54

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Já, velkominn aftur.

Axel Þór Kolbeinsson, 17.3.2010 kl. 08:57

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"uppræta þröngsyni, fordóma og þjóðernishyggj" Það er ekki lagst í lítið. Ég segi nú ekki annað.  Meira að segja þetta markmið er gegnsýrt af fordómum.

Hverskonar þjóðernishyggju áttu annars við?  Er eitthvað svo slæmt við hana? Síðasti sem barðist hatrammt fyrir að fletja út mannkynið í eina menningarblokk var Hitler. 

Er eðli EU eitthvað að gægjast í gegn hérna? 

Jón Steinar Ragnarsson, 17.3.2010 kl. 10:32

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hélt að uppræting þjóðernishyggju væri svona ultimate kynþáttamisrétti.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.3.2010 kl. 10:34

5 Smámynd: Gústaf Níelsson

Eitthvað hefur própagandað fyrir þessa Evrópuviku gegn kynþáttamisréttinu farið fyrir ofan garð og neðan Baldur í fjölmiðlunum. Áhugaleysið er algert af einhverjum ástæðum. Spunameistarar ríkisstjórnarinnar hafa að vísu í mörg horn að líta, og svo er samkomulagið á stjórnarheimilinu ekki sem best að mér skilst. En ég átta mig bara alls ekki á þessu með þjóðernishyggjuna (en skil þetta með fordómana og þröngsýnina). Mér þykja þjóðernishyggja og þjóðhollusta góð gildi óháð því hvaðan fólk kemur eða hvert það rekur ættir sínar. Fyrir hverja er þessi Evrópuvika eiginlega Baldur?

Gústaf Níelsson, 23.3.2010 kl. 22:46

6 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sæll! Kannski getum við orðið sammála um orðavalið öfgafull þjóðernishyggja.  Man ekki hvernig þetta er orðað á enskunni/frönskunni, en mér finnst einboðið hvað er átt við.  BKv

Baldur Kristjánsson, 24.3.2010 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband