Svartfellingar vilja í ESB!

Ég sé að Össur Skarphéðinsson er í Ungverjalandi á fundi forystumanna Evrópusambandsins og hitti þar sérstaklega utanríkisráðherra Svartfjallalands. Svartfellingar sækja nú eins og við um aðild að  Evrópusambandinu og mikil samstaða er meðal þeirra um að komast þar inn.  Þeir eru nýbúnir að kljúfa sig frá Serbíu(2006) og vilja nú tryggja sjálfstæði sitt og framfararir í landinu með því að taka fullan þátt í samstarfi sjálfstæðra ríkja í Evrópu.  Ég var í Montenegro um daginn á vegum Evrópuráðsins. Það var gott að koma þar sérstaklega fyrir Íslending.  Ísland var fyrsta landið sem viðurkenndi sjálfstæði Montenegro. Það glaðnaði yfir andlitum þegar ég var kynntur komandi frá Íslandi. Í haust var ég í Litháen.  Það er líka gott að vera íslendingur þar. Við vorum einnig fyrst til að viðurkenna sjálfstæði þeirra.  Voru ekki kratar utanríkisráðherrar í báðum tilfellum hér.  Alltaf þegar þeir eru í utanríkisráðuneytinu gerist eitthvað athyglisvert.  Nú er Össur þar, hæfur og reyndur, vonandi göngum við í ESB á hans tíma, samferða Montenegro.  Það yrði frábært.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er bara gaman að heyra að þeir þarna á meginlandinu séu að styrkja sínar stoðir og um að gera. Þetta eigum við að gera líka þ.e. að styrkja okkar stoðir utan bandalagsins. Við erum ekki partur af meginlandi Evrópu og munum aldrei vera það. Norðmenn og Færeyjar eru það hinsvegar en ég bara skil ekki afhverju þeir ganga ekki í bandalagið.Kannski vilja þeir það bara ekki. Kannski meta þeir sjálfstæði sitt meira virði en þeir sem tala um ódýrari súpudisk. Styrkjum okkur utan ESB.

Valdimar Samúelsson, 12.3.2011 kl. 18:00

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ef ESB er óvinur vildi ég frekar koma framan að honum í glímunni en fá hann aftan að mér.

Þess vegna tel ég mikilvægt að sækja um ESB til að vera viss um að hafa "andstæðinginn" þar sem ég næ tökum á honum og leita færis með samræðum en ekki bíða í óvissu hvernær reglugerðir bandalagsins koma aftan að mér.

Nú þegar umsókn er í gangi og við aðlögum okkur að ESB lærum við helling um okkur sjálf og stjórnkerfi okkar sem við annars myndum fara á mis við. Hvernig sem þjóðaratkvæðagreiðslan síðan fer þá hafa allir grætt á umsóknarferlinu. Þess vegna styð ég það heilshugar. Hef aldrei haft gaman að umræðum þar sem viðmælendur vita alltaf niðurstöðuna fyrirfram.

Gísli Ingvarsson, 13.3.2011 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband