Tímabil vonbrigðanna hafið

Í dag hefst tímabil vonbrigðanna.  Ég er nefnilega svo óheppinn að vera Frammari, halda með  knttspyrnufélaginu Fram.  Það er langt síðan þetta félag hefur skarað Fram úr í fótboltanum.  Það gerði það hérna í gamla daga stundum en ekki meir. Nú er meira að segja haft eftir þjálfaranum í blöðum að Frammar ætli að hafa gaman af þessu í sumar.  Það segja þeir sem ekkert geta, fyrirframgefin afsökun.
Ég hef reynt félagaskiptaaðgerð en ekkert gengur.  Hjartað slær alltaf með þeim bláklæddu.

Annars er fótbolti flestum mikið böl.  Nær allir í þeirri miklu íþrótt upplifa vonbrigði frekar en velgengni.  En það er eins og í lífinu sjálfu.  Kastljósið beinist að þessum örfáu glöðu sigurvegurum. Við hinir fáum að bera harm okkar í einrúmi, gleymdir, týndir, margjarðaðir í meira og minna skrautlegum tapleikjum.

Og alltaf eru úrslitin ósanngjörn.  Við spiluðum betur……

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Ég hélt þú værir svona sorrý vegna þess að þú varst amk. svona grænn Frammari ;)  og pólitíkin væri nú alveg að fara með þig !!!

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 10.5.2008 kl. 13:22

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

......ég tók þetta eins Þórhildur, hélt hann væri alveg að sleppa sér, en þetta er allt eðlilegt með kallinn. Ég sá hjá einum bloggvini mínum að allir séum við frammarar af því allir séu jú með framtennur...?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 10.5.2008 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband