Um aðlögun og samlögun fólks - Hugsað upphátt -

Varðandi aðlögun aðkominna og þeirra sem fyrir eru.  Það er ekkert flóknarar en það að allir hlíta lögum þess lands sem þeir búa í. Siðir, venjur og sérþarfir eru svo viðfangsefni hverrar tíðar enda rúmist það innan ramma löggjafar og stjórnarskrár.

 Á Íslandi  ríkir trúfrelsi.  Það er mikilvægt að allir njóti þess frelsis í orði og á borði. Það er mikilvægt að allir hafi jafnan aðgang að vinnu án tillits til þess hvort afi þeirra bjó vestur í Dölum eða í Pakistan.  Það er mikilvægt að siðir og venjur sem fólk tekur með sér frá upprunalandinu séu virtir svo fremi sem þeir brjóti ekki í bága við lög og stjórnarskrá. Það er mikilvægt að réttindi sem eru varin í stjórnarskrá og með lögum gildi fyrir alla.

Skylda til aðlögunar er flókið mál.  Það er mikilvægt að allir sem hér eru til frambúðar læri íslensku. En hæpið að gera það að skilyrði fyrir dvalarleyfi. Það getur bitnað á þeim sem síst skyldi –ömmunni eða móður fimm barna.

 Það er að hluta til rétt (hjá Agli Helgasyni) að Frakkar aðhyllist ,,samlögun” (assimilation) en ekki ,,aðlögun” (integration). Það er rétt að því marki að þeir viðurkenna ekki formlega rétt neinna minnihlutahópa.  Allir eru Frakkar. Aðrar þjóðir eins og t.d. Norðmenn hafa formlega minnihlutahópa sem hafa ýmis réttindi t.d. til að nota sitt eigið tungumál.  Þetta á við t.d. um Skógfinna og Sama.

 Við Íslendingar erum eins og Frakkar (og þess vegna Tyrkir) að þessu leyti.  Við höfum enga formlega minnihluta með réttindi.

 Það þýðir ekki að Frakkar stundi ekki gagnkvæma aðlögun ,,integration”.  Hún er þó misheppnaðri hjá þeim en mörgum öðrum sbr. óeirðirnar í kringum París. Ástæðurnar óeirðanna voru fyrst og fremst þær að ungir Frakkar með Afrískan uppruna hafa síður náð að mennta sig en Frakkar með uppruna á Bretagne skaganum og það að sami hópur hefur verið beittur misrétti á vinnumarkanum. Sem sagt ,,gagnkvæm aðlögun” hefur ekki tekist sem skyldi.

 Frakkland er þó fjölmenningarsamfélag og getur aldrei orðið annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"Á Íslandi ríkir trúfrelsi. "

Ekki að öllu leyti og valdamiklir aðilar (t.d. ríkiskirkjan) berjast hatrammlega gegn slíku frelsi.

"Það er mikilvægt að réttindi sem eru varin í stjórnarskrá og með lögum gildi fyrir alla".

Hvað með sérréttindi trúarhópa sem eru varin í stjórnarskrá?

Það er óskaplega erfitt að taka mark á því þegar sumir verjendur ákveðina sérréttinda segjast svo tala fyrir almennum réttindum. 

Matthías Ásgeirsson, 22.5.2008 kl. 11:25

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sæll Matthías! Taktu frekar undir með mér í stað þess að setja þig í þessar árásarstellingar! Hvað gerir þú annars? Ertu kennari? Á ég þá ekkert að taka mark á þér ef mér finnst skólakerfið óréttlátt? Kv. B

Baldur Kristjánsson, 22.5.2008 kl. 11:34

3 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þú getur lesið allar upplýsingar um mig, þar með talið starf, með því að smella á nafn mitt og fylgja vísunum.

Ég held því fram að fullyrðing þín um trúfrelsi sé röng. 

Matthías Ásgeirsson, 22.5.2008 kl. 11:55

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Segðu mér Baldur, ertu meðlimur í Prestafélagi Íslands?

Matthías Ásgeirsson, 22.5.2008 kl. 13:49

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Er nú gleymdur Þorgeir ljósvetningagoði og forspá hans um hvernig fara muni ef glundroði fái að ríkja -- í því tilviki í trúmálum? "höfum allir ein lög og einn sið" sagði hann, og kaus þar með af sér þann sið er hann hafði fram að því játað.

Sigurður Hreiðar, 22.5.2008 kl. 13:50

6 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Gott að vita að talsmaður Þorgeirs heitins er enn á meðal vor og kveður upp úr um skoðanir hans miðað við nútímann.

Sigurður Hreiðar, 22.5.2008 kl. 15:08

7 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Rökrétt afleiðing af gerð Þorgeirs Sigurður væri sú að við köstuðum trú okkar og tækjum upp............Að sumu leyti rétt hjá Árna (þakka hrósið Árni) með lýðræðið.  Ég myndi orða þetta þannig: Við höfum að sumu leyti kastað þeirri trú sem Þorgeir hafði og sennilega ömmur okkar.  Veraldleg mannúð og mannréttindahugsun sem á sér rætur í kristni en víða annarsstaðar hefur að mörgu leyti komið í staðinn sem kjölfesta samfélagsins.  Ef ég skil Árna rétt þá er hann á þessum slóðum í kommenti sínu.

Matthías: Ég man ekki betur en að trúfrelsi sé tryggt í stjórnarskrá. Finnist mönnum einhver vafi leika á því og þeir misrétti beittir eiga þeir að láta reyna á það fyrir dómstólum.  Þða finnst mér. Biðst forláts að halda þig kennara.  Veit núna að þú ert hugbúnaðarkall.  Ég er í Prestafélagi Íslands.

Annars skrifaði ég þennan pistil til að halda áfram umræðu á jákvæðum nótum um svokallaða útlendinga sem sumum finnst að eigi bara að vera í útlöndum.

Baldur Kristjánsson, 22.5.2008 kl. 17:16

8 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Fyrirgefðu Baldur, ég er bara uppstökkur þessa dagana vegna leik- og grunnskólalaga.  Það er ekki sanngjarnt að láta það bitna á þér.

Í sömu stjórnarskrá eru ákvæði sem beinlínis stangast á við trúfrelsi.  Það kostar milljónir, jafnvel milljónatugi, að fara í slíkt dómsmál.

Í breytingartillögu Menntamálanefndar er einmitt í rökstuðningi Menntamálanefndar vísað til þess að 90% innflytjenda séu kristnir sem er bæði rangt og málinu óviðkomandi.

Það væri svo sannarlega áhugavert að heyra hvað áhugafólki um fjölmenningu og umburðarlyndi finnist um það mál allt saman.

Matthías Ásgeirsson, 22.5.2008 kl. 17:29

9 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Já, prestafélagið var meðal þeirra aðila sem ræddu við Menntamálanefnd.  Umburðarlyndi í garð útlendinga var ekki meðal þess sem prestafélagið ræddi þar.

Matthías Ásgeirsson, 22.5.2008 kl. 17:30

10 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Samfélag án misréttis er mitt markmið. Ætti þó að vera í góðu lagi að vísa í kristna arfleifð. Kem til með að kommentera á þetta betur seinna. Ég var hrifinn af því hvernig Norðmenn leystu úr málum eftir dóm Mannréttindadamstólsins. Aðgreindu betur en áður fræðslu annarsvegar og iðkun hins vegar. Kv. B

Presafélagið: Maður getur ekki borið ábyrgð á öllu.Er einhves staðar til skýrsla um þeirra framlag?

Árni.  ÉG hefði ekkert á móti því að sumir Omegamenn köstuðu trú sinn og tækju upp einhverja aðra trú t.d. kristni. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 22.5.2008 kl. 18:09

11 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég hlakka til að sjá þau komment þín.  Þú mættir endilega skrifa þau með útlendinga og Franskt fjölmeningarsamfélag í huga.

Ég hlustaði bara á Höskuld Þórhallson vitna í prestafélagið.  Þar voru endurtekin ósannindi um að málið snerist um kennslu í kristnum fræðum.

Matthías Ásgeirsson, 22.5.2008 kl. 20:12

12 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Flott umræða núna hjá ykkur. Gaman. Fróðlegt hjá þér Baldur. Mitt innlegg er að við verðum að líta í eiginn rann þegar um útlendinga er að ræða.  Vandamálin verða til vegna samskiptanna og þar þarf tvo til a.m.k.  Muna að ,,bros þitt til annarra kemur til þín aftur" eða þannig svo maður verði nú svoldið heimspekilegur.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 22.5.2008 kl. 21:18

13 identicon

Voðalega ertu upptekinn af útlendingum maður. Var að lesa síðustu færslur og það er bara innflytjendur og útlendingar og þeir sem dirfast að ræða málin með gagnrýnum hætti að þeir eru bölvaðir óþokkar og kynþáttahatarar.

Held að prestur í þjóðkirkjunni ætti að athuga betur hvað hann lætur frá sér.

Einar (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 19:13

14 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Einar minn hver sem þú ert. Ég er mjög kurteis í allra garð. Þú verður að ganga í sjálfan þig til að finna ókurteisi. kv. B

Baldur Kristjánsson, 23.5.2008 kl. 19:52

15 Smámynd: Sigurður Rósant

Ég vona að "trúfrelsi" verði fljótlega takmarkað með lögum.

Sigurður Rósant, 23.5.2008 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband