Mestu mistök lýðveldistímans!

Án efa mestu mistök lýðveldistímans að hafa ekki gengið í ESB. Þeir Eiríkur Bergmann og Árni Páll Árnason orða það ekki þannig en það er auðvelt að draga þá ályktun af prýðilegum greinum þeirra í nýjasta tölublaði Herðubreiðar. Hvers vegna eru menn ekki komnir í aðildarviðræður? Hverjir ráða ferðinni í íslensku samfélagi?  Verst er að dreifbýlisþingmenn margir hverjir berjast með öllum tiltækum ráðum gegn Evrópuþátttöku okkar þegar ljóst er að landsbyggðin myndi hagnast meira á inngöngu en höfuðborgarsvæðið. Annars er þetta ekki spurning um tap eða hagnað.  Evrópa með sameiginlegan gjaldmiðil og opin landmæri er í dyragættinni. Þetta er spurning um að vera með sem þjóð meðal þjóða eða hengslast með sem aukaaðili, eins og barn í eftirdragi.
Og það er skelfilegt að virða fyrir sér íslenskar hagtölur. Bretar eru ekki með böggum Hildar vegna þess að verðbólga stefnir í 4,5% og vextir nálgast 5% markið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Aðildarumræðan er mest þegar ver gengur í þjóðfélaginu. Þegar vel gengur, vilja íslendingar ekki vera með og þurfa að láta eitthvað af sínu til að hjálpa austantjaldsþjóðunum. Við viljum samt meina að við séum svo dugleg að hjálpa fátækum í öðrum löndum. Ég held að besta leiðin til að halda frið í álfunni, se að fólkið í allri álfunni( gjarnan öllum heiminum) lifi við nokkuð svipuð lífskjör. ESB stuðlar að því. Fyrir utan að ESB setur skilyrði fyrir að þjóðirnar viriði allþjóðamannréttinda sáttmálan og fleira, svo lönd eins og t.d. Tyrkland, fer ekki inn fyrr en þeir uppfylla ákveðin skilyrði í þeim málum.

Ásta Kristín Norrman, 20.6.2008 kl. 07:30

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Höfum við ekki hlotið dóm Mannréttindanefndar S.þ. fyrir brot á mannréttindum? Hefðum við vit til að hlíta þeim dómi án undanbragða færum við fljótlega að sjá aðra mynd af íslensku samfélagi. Fyrir þessari ályktun minni hafa verið færð gild rök sem ég nenni ekki að tíunda hér.

Hagvaxtar-og hamingjuvog okkar Íslendinga mun ekki stíga að mun við inngöngu í ESB og lækkun á papriku.

En að sjálfsögðu mun störfum fyrir dáðlausa kontórista fjölga að mun.

Árni Gunnarsson, 20.6.2008 kl. 08:00

3 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Eins og ég sagði áðan, finnst mér það ekki vera höfuðatriðið hvort Ísland græðir einhverjar krónur á aðildinni, þó ég sé sannfærð um að Ísland muni gera það.

Ásta Kristín Norrman, 20.6.2008 kl. 08:33

4 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég held að við ættum að fara okkur hægt í sambandi við Efnahagsbandalagið. Við ættum til dæmis að skoða hverjar afleiðingar svokölluð þróunaraðstoð  þeirra víða í  Afríku hefur haft. Er einhver hér sem getur upplýst okkur um það?

María Kristjánsdóttir, 20.6.2008 kl. 10:34

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það voru s.s. mistök þegar við öðluðumst sjálfstæði og fullveldi á sínum tíma að þínu mati? Það hlýtur að vera, enda myndum við endu ráða innan Evrópusambandsins þar sem vægi aðildarríkjanna fer eftir því hversu fjölmenn þau eru.

Hjörtur J. Guðmundsson, 20.6.2008 kl. 20:54

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ásta:
Evrópusambandið og forverar þess tryggðu engan frið í Vestur-Evrópu. Ef einræðisherra hefði komizt aftur til valda t.d. í Þýzkalandi hefði hann ekki látið þessi batterí stöðva sig frá því að herja á nágranna sína og það sem meira er þá hefðu þau aldrei getað gert neitt í því. Þetta sást ágætlega þegar Evrópusambandið ætlaði að stilla til friðar á Balkansskaganum í lok síðustu aldar en varð að lokum að kalla á NATO og Bandaríkjamenn sér til hjálpar. Það sem tryggt hefur frið í Vestur-Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjöld hefur einmitt fyrst og fremst verið vera öflugs herliðs Bandaríkjamanna þar og tilvist NATO.

Hjörtur J. Guðmundsson, 20.6.2008 kl. 20:58

7 identicon

Mig langaði bara að koma með smá athugasemd:
Hvernig er hægt að tapa á því að vera í ESB?
Ég hef lesið blog þar sem fólk segja að það sé bara betra fyrir fátæku löndin að fara inn í þetta bandalag.
Ég spyr: hvers konar þjóð er það sem þarf á 500 milljarða láni að halda sem fyrst? Þetta er eins og ágætis bíll á hvern íslending, eða ca. 15000 Evrur á mann (þá tala ég um bílaverð á meginlandi Evrópu).
Hvernig skilmálar eru á þessum lánum?
Eru þau ekki bara tekin af því að einhverjir bankaglannar spiluðu með gjaldeyrinn og einhverjir fáir bankastarfsmenn maka krókinn? Fyrir það þarf þjóðin og sérstaklega börnin að borga eftir áratugi af vöxtum og vaxtavöxtum.
Það er ekki það eina. Þjóðin er kúguð af einokun. Var það ekki út af einokun sem við vildum endilega sjálfstæði? Nú eru allar verslanir landsins í höndum örfárra einstaklinga sem kúga landann með verðlagi sem er 60% hærra en að meðaltali í ESB ríkjum.
Í Þýskalandi þarf maður sirka 300 Evrur á mann á mánuði í mat og nauðsynjavörur. Þýskaland er að þessu leyti frekar í neðri kantinum og ekki fátækt land. Þannig að á Íslandi þarf maður að minnsta kosti 480 Evrur á mann, eða 180 Evrum meira. Þetta í 12 mánuði eru 2160 Evrur.
Hægt að kaupa sér ýmislegt fallegt fyrir þetta eða fara í góða 2-3 vikna reisu í Suðurhöf. Hjá 5 manna fjölskyldu eru þetta 10800 Evrur, smábíll í Þýskalandi, eða miðlungsklassa bíll borgaður upp á tveimur árum.
Er "sjálfstæðið" virkilega þess virði?

Vaknið aftur Íslendingar og hættum að láta einokunina kúga okkur!

Einar (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 21:42

8 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Einar:
Hvernig væri að horfa á heildarmyndina. Laun á Íslandi eru miklu hærri en það sem gerist að meðatali innan Evrópusambandsins. Mikið atvinnuleysi er landlægur vandi þar á bæ og hefur verið lengi. Í Þýzkalandi var það um tíma komið í tveggja stafa tölu. Hér á landi hefur það varla mælst um árabil. Helzta ástæða hás verðlags á Íslandi er skortur á samkeppni sem er bein afleiðing þess hversu lítill markaðurinn okkar er. Heldurðu að hann stækki við aðild að Evrópusambandinu? Heldurðu að við verðum milljónaþjóð einn, tveir og þrír við slíka aðild? Og svona mætti halda lengi áfram. Það er alveg ljóst að ýmislegt má betur fara hér á landi eins og víðar, en það verður ekki lagað með því að gera Ísland að áhrifalausu héraði innan Bandaríkja Evrópu.

Hjörtur J. Guðmundsson, 20.6.2008 kl. 21:50

9 identicon

Hjörtur,
í fyrsta lagi eru tollar og vörugjöld sem ríkið tekur af nánast öllu sem flutt er inn. Þeir mundu falla niður við inngöngu. Er ekki nóg hvernig ríkið skattpínir mann?
"Laun miklu hærri": ég er verkfræðingur hér í Þýskalandi og mig hefur lengi langað til þess að flytja "heim". En það er bara ekki hægt, þar sem verkfræðingar fá lægri laun að jafnaði á Íslandi en hér.
Atvinnuleysi er mikið í sumum löndum. Kannski Ísland mundi verða atvinnulaust við inngöngu í ESB? Neinei, ef fólk vill vinna og leggja hart að sér er yfirleitt nóg af vinnu alls staðar.
Það væri ekkert mál fyrir hvern og einn að opna verslun á Íslandi sem mundi flytja vörur inn beint frá Evrópu, ef Ísland væri fullgildur meðlimur í þessu bandalagi. Engir tollar, engar kvaðir. Bara smá aukaflutningskostnaður. Ísland er eins og er eins áhrifalaust og hægt er, en verður samt að uppfylla kröfur Bandalagsins um ýmislegt svo sem mannréttindi og gæði á matvöruframleiðslu.
Vandamálið væri náttúrulega aukið atvinnuleysi hjá tollvörðum og kannski stjórnmálamönnum, þar sem við eigum svo mikið sameiginlegt með stjórnarskipulagi hinna Evrópulandanna að það þarf ekki að diskútera um sömu lögin alls staðar. Peningasóun. Þeir eru ekki það "pródúktívir" þingmenn almennt.
Það er sjálfsagt betra að láta blekkja sig áfram.
Það er ekki einu sinni hægt að bera saman beint verðlag og laun milli Íslands og Evruríkjanna. Ríkisstjórnin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir það, því að þá fyrst sér maður anarkismann á Íslandi.

Einar (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 22:10

10 Smámynd: Sævar Helgason

Við eru nú þegar að flest  öllu leyti innan ESB áhrifanna , en verðum að njóta aðstoðar Svía og Dana til að hafa áhrif sem snerta okkur .

Gott dæmi þar um er væntanlegur losunarkvóti fyrir flug til og frá ESB ... betra væri að við sjálf flyttum okkar mál í þeim efnum.

Efnahagsóráðsían , undanfarin 6-8 árin sem hér hefur tröllriðið okkur til þess neðra , hefði aldrei orðið á þeim óskapnaði sem við öllum blasir, ef við hefðum gengið í ESB fyrir svona 10-12 árum- þá værum við að býsnast yfir 2-3 % verðbólgu að hámarki.

Okkur hefur skort með öllu þann aga í efnahagsmálum sem fylgir ESB og myntbandalaginu í evru...

Til þess að vera tiltæk með inngöngu í ESB verðum við að taka ærlega til í okkar efnahagsmálum og ná niður verðbólgu til jafns við  ESB löndin--- það er til mikils að vinna. 

Sævar Helgason, 20.6.2008 kl. 22:39

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

     Öfugmælin út úr þér

     einatt vella, Baldur.

     Svoddan tal er (svo lízt mér)

     sorglegt óráðs-skvaldur. 

Jón Valur Jensson, 21.6.2008 kl. 02:10

12 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Það er ekki ,,kaþólskt" af þér Jón Valur að tala hæðnislega til þeirra sem aðhyllast Rómarsáttmálann. Þú vilt sækja þitt andlega vald til Rómar en aðhyllist í öðrum efnum úrelta og gagnslitla partastefnu.  Menn eru einkennilega samansettir. kv. B

Baldur Kristjánsson, 21.6.2008 kl. 09:22

13 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Fyrir utan att vextir eru bara kringum 5% í Svíþjóð, er ekki til nein verðtrygging. Kostanaður vegna íbúðarhúsnæðis er því um helmingi hærri, og það sem verra er, lánin minnka ekkert á Íslandi þó maður borgi af þeim, eins og er sjálfsagt að þau geri annars staðar. O.K. launin eru eitthvað hærri á Íslandi, en það eru mikið meiri útgjöld. Þá er ég ekki að tala bara um matvöruverð, heldur kostar ekkert að hafa börn í skóla í Svíþjóð. Á Íslandi kostar ca 10 000 kr á hverju hausti með hverju barni, til að fylla upp óskalista kennara hvað varðar stroleður blýanta og annað. Ef ferðalög eru á dagskránni hér úti, þá reiknast það til skólastarfs og er á kostnað bæjarfélagsins. Þau fá ókeypis mat út menntaskólann. Tannlækningar,tannréttingar og öll læknishjálp fyrir krakka er ókeypis. Það eru bara Íslendingar sem ekki hafa prófað neitt annað sem halda að það sé svo gott á Íslandi. Ef þú ert einhleypur karlmaður án barna á vinnualdri, þá hefur þú það örugglega berta á Islandi.

Ásta Kristín Norrman, 21.6.2008 kl. 09:24

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Baldur, það er ekkert "kaþólskt" við Rómarsáttmálann og stefnu ESB – því var m.a.s. hafnað að minnast á nokkurn hátt á Guð skapara okkar í stofnskrám ESB, þrátt fyrir að t.d. Jóhannes Páll II páfi legði það til – bandalagið er gersamlega laust við að vera kristið sem slíkt, og þetta áttir þú að vita!

Jón Valur Jensson, 21.6.2008 kl. 12:00

15 identicon

Það er eiginlega algjör óþarfi að diskútera um það hvort Ísland ætti að sækja um aðild eða ekki. Þeir mundu hvort sem er ekki fá inngöngu, allavega ekki næstu 10 árin. Þannig að þá er bara málið að reyna að vinna úr kreppunni upp á eigin spýtur. Það versta á eftir að koma, trúiði mér.
Eiginlega er alveg ótrúlegt að ekki skuli vera búið að henda Íslandi út úr EES eða EFTA. Ég er viss um að ef að einkaaðili hefði hagað sér svona með fjármálin, að þá væri bankinn hanns búinn að loka öllum reikningum hans.
Ég er amk í feginn að hafa óverðtryggt húsnæðislán með 3.8% vöxtum í Evrum hér í Þýskalandi. Ég veit nokkurn veginn að hverju ég geng næstu árin.
Í rauninni er það frekar fasískt/afturhaldsamt að vera á móti ESB. Algjör nasismarembingur.
Það er algjör óþarfi að blanda trúarmálum (hámark fasismans, afsakið) inn í þetta. Umburðarlyndi fyrir uppruna og trúarsannfæringum einstaklingsins á að vera í hávegum haft.
En það er því miður ekkert betra á Íslandi en annars staðar...

Einar (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 16:02

16 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ég var ekki að blanda trúmálum inn í þetta. Aðeins að benda Jóni Vali á það (í gamni) að trúmálum er hann ,,alþjóðasinni" en í veraldlegum málum er hann maður furstans þ.e. smáríkjasinni. Nei Guð er ekki í ESB. kv. B

Baldur Kristjánsson, 21.6.2008 kl. 17:58

17 identicon

Það er stundum gott að skoða andstæðinga mála til að mynda sér skoðun á þeim.

Andstæðingar evrópusambandsaðildar er flestir af fernu sauðahúsi.

1.  Kiljanskir þjóðerniskommar.

2.  Davíðskir sérhagsmunasnatar.

3.  Guðnískir bændamafíósar.

4.  Sauðskir frjálslyndismisskiljarar.

marco (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 21:37

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er ekkert af þessu, 'marco', – og heldur ekki þeir Ingvar Gíslason, Steingrímur Hermannsson, Hjörtur J. Guðmundsson, Gunnar Rögnvaldsson Guðmundur Jónas Kristjánsson, Halldór Jónsson, Bjarni Harðarson, Ragnar Arnalds og Geir Haarde, og þannig mætti áfram telja.

Já, Baldur, ég er "alþjóðasinni" í trúmálum, en ég er um leið "smáríkjasinni" fyrir okkar eigin þjóð og aðrar slíkar, t.d. Íra. Er það eitthvað sem þú myndir blygðast þín fyrir?

Svo hvet ég þig og alla til að lesa grein Bjarna Harðarsonar, Lýðræðisást ESB-sinna, í Morgunblaðinu í dag; hún er meitluð snilld – ekkert minna.

Jón Valur Jensson, 21.6.2008 kl. 22:17

19 identicon

Nei, Jón Valur.  Þú tilheyrir mjög fámennum hóp hér á á Íslandi sem er "kaþólskir guðfræðingar" og hefur lítið að gera með Evrópusambandið.

Aftur móti held ég að hægt væri að raða mörgum þeim sem þú síðan nefnir á einhvern hinna fjögurra bása.

marco (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 22:53

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta svar frá 'marco' er óverðugur, hvatskeytlegur, strákslega ósvífinn alhæfingardómur um sómamenn – og vitaskuld órökstuddur með öllu. Hvers virði eru slík innlegg?

Jón Valur Jensson, 24.6.2008 kl. 02:18

21 identicon

Best er að hverfa aftur til miðalda.

Þar var Evrópa full af smáríkjum eða lénum.

Þurfti að borga toll við innganginn.

Svo var hægt að kaupa aflátsbréf og hlusta á messur á latínu.

Eða láta brenna sig á báli fyrir að vera kona sem vildi ekki láta prest misnota sig.

Eða bara fyrir það að gera stórar uppgötvanir í læknisfræði eða eðlisfræði.

Við erum komin langt út fyrir viðfangsefnið.

Er ekki bara best fyrir alla að geta stólað á óstöðugleika krónunnar?

Einar (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 11:08

22 identicon

Jón Valur skrifar: 

"Þetta svar frá 'marco' er óverðugur, hvatskeytlegur, strákslega ósvífinn alhæfingardómur um sómamenn – og vitaskuld órökstuddur með öllu. Hvers virði eru slík innlegg?"

Spegill á þig Jón Valur.

"Öfugmælin út úr þér

einatt vella, Baldur.

 Svoddan tal er (svo lízt mér)

 sorglegt óráðs-skvaldur". 

Hvað ert þú líka að blanda mönnum inn í málin sem vilja sjálfsagt fæstir binda trúss sitt við þig.

marco (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 13:38

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Aumingja 'marco'.

Og vesalings Einar eftirnafnslausi. Tollar eru ennþá í öllum ríkjum heims, líka í ESB gagnvart umheiminum. Ef við yrðum partur af bandalaginu, myndu tollar gagnvart löndunum þar ekki lækka nema helzt á sviði landbúnaðarvara (og þar með rústa íslenzkum landbúnaði, einmitt á þeim tíma þegar séð verður, að hann verði æ mikilvægari á næstu áratugum). EES nægir okkur í tollamálum gagnvart ESB, en viljum við lækka fleiri tolla og gagnvart fleiri löndum, t.d. Bandaríkjunum, er okkur það í lófa lagið með okkar eigin ákvörðun, án þess að verða partur af yfirþjóðabandalagi sem heimtar fullveldisréttindi okkar (sem óþjóðlegum mönnum finnst ekki tiltökumál).

Aflátsbréf voru ekki seld fyrr en mjög seint í kirkjusögunni og sá ósiður fljótt afnuminn á 16. öld.

Setningin um að konur hafi verið brenndar á báli, vildu þær ekki láta prest misnota sig, er uppspuni þessa Einars feftirnafnslausa; aldrei hef ég lesið slíkt fyrr, lesinn vel í miðaldasögu (enda fóru flestar galdrabrennur fram eftir lok miðalda), og engu dæmi er þetta stutt, hvorki frá miðöldum né síðar, enda greinilega smíðað til að sverta þá kirkju, sem mest er rægð hér á landi, af vanþekkingu jafnt sem illgirni sumra trúlausra manna.

Margir kaþólskir gerðu "stórar uppgötvanir í læknisfræði eða eðlisfræði" án þess að fá bágt fyrir það. Einar ætti að leggjast betur yfir Evrópusöguna.

Jón Valur Jensson, 26.6.2008 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband