Strandarkirkja í Selvogi -mesta áheitakirkja á Íslandi.

Strandarkirkja í Selvogi er opin gestum og gangandi allt sumarið, jafnt þeim sem koma á einkabílum, reiðhjólum, hestum, tveimur jafnfljótum eða bara rútubílum. Ekki er rukkað neitt fyrir fólk í rútum. Allt sumarið steymir fólk til að skoða þessa fallegu kirkju sem er mesta áheitakirkja á Íslandi.  Sennilega byggð af sjófarendum sem komust, hugðu þeir, fyrir kraftaverk lífs af. Örvæntingarfullir, ráðþrota höfðu þeir heitið því að byggja kirkju þar sem þeir næðu landi. Þessi kirkja hefur alltaf verið kirkja vonarinnar, skjól almúgans, helgistaður við úfna suðurströndina.  Stundum ætluðu yfirvöld að flytja hana í huggulegra umhverfi en aldrei varð þeim kápan úr því klæðinu. Þeir sem hugðust ganga þannig gegn vilja fólksins misstu alltaf embætti sín.  Þannig á það líka að vera.

Ekkert kostar að koma í kirkjuna en margir nota tækifærið og heita á kirkjuna. Sumir nota tækifærið og pissa í ágætu klósettjarðhýsi sem byggt var fyrir áheitafé.  Margir fá sér síðan kaffi hjá henni Sigrfíði í T-bæ eða fá sér pylsu hjá henni Guðrúnu í Götu eða listmun hjá Sigurbjörgu í Þorkelsgerði.

Umhverfi kirkjunnar er allt til fyrirmyndar og sér staðarhaldarinn Sylvía Ágústsdóttir í Götu um þá hlið mála.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég hef oft komið í þessa kirkju því þar er sérstakur andi.  Einu sinni hét á hana. En það var ekki til neins. Ég held líka að guð sé á móti mér þó ég viti ekki hvers vegna. Ekki er ég á móti honum.   

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.7.2008 kl. 15:29

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Mér hefur stundum fundist þetta líka. kv. B

Baldur Kristjánsson, 8.7.2008 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband