Fjármálaráðherra hefji sig upp!

Starfsstéttin á Íslandi sem tekur á móti nýjum eintökum af okkur er í verkfalli. Það mætti halda að við værum nógu mörg. Að okkur þætti nóg komið. Værum búin að fá leið á börnum. Ánægð með þetta eins og það er.  Vildum loka. Kysum óbreytt ástand.

Sjálfum finnst mér miður að að ríkið hafi ekki leyst þessa deilu með því að koma til móts við ljósmæður.  Þetta er alvöru stétt -í alvöru hlutverki.  Ef marka má fréttir fær hún ekki laun í samræmi við ábyrgð og menntun.  það hlýtur að vera til sanngjörn lausn á svona deilu.

Fjármálaráðherra á að semja við ljósmæður. Lýsa því yfir að þetta sé kvennastétt sem hafi dregist afturúr. Það sé skandall. Að auki sé þetta með þýðingarmeiri störfum. Hækkunin hafi þess vegna ekki fordæmisgildi. 

Með þessu gæti fjármálaráðherra hafið sig upp úr meðalmennskunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hér er myndband til stuðnings ljósmæðrum sem öllum er heimilt að setja inn hjá sér:

http://www.youtube.com/watch?v=9k6AF7p3LdM

Lára Hanna Einarsdóttir, 4.9.2008 kl. 16:37

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Fjármálaráðherra þessi kemur aldrei til með að hefja sig uppúr neinu Baldur og sennilega er honum alveg sama, eða svo er að sjá á öllum hans verkum og tilsvörum.

Takk fyrir þetta Lára.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 4.9.2008 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband