Evrópusinnar vinna umræðuna!

Ég sé ekki betur en að Evrópusinnar séu að vinna umræðuna.  Enginn hefur orðað það skýrar en Jónas Haralz að rétt sé að sækja um aðild að ESB. Rök hans eru þau helst: Við þurfum að vera í myntsamstarfi. Fullveldi okkar mun aukast í samstarfi frjálsra þjóða.  Við vitum ekki fyrr en í aðildarviðræðum hverju við náum fram. Fram að því verður þetta þref.  Þjóðir hafa náð fram í samningum því sem  þær telja nauðsynlegt vegna sérstöðu sinnar.

Í Silfri Egils var Björgvin G. Sigurðsson rökréttastur eins og venjulega og tók meira og minna undir rök Jónasar. Guðni Ágústsson móar um atkvæðagreiðslur og undirbúning, er ráðvilltur með Valgerði Sverrisdóttur í öðru eyranu og Bjarna Harðarson í hinu.

ESB er fyrst og fremst aðgangur að markaðssvæði og í gegnum samninga aðgangur að enn öðrum markaðssvæðum.  Það er hinn nýi samstarfsvettvangur frjálsra fullvalda ríkja á okkar heimssvæði. Þá hefur ESB sýnt marktæk tilþrif í neytendamálum, vinnuréttarmálum og mannréttindamálum og gengið þar í spor Evrópuráðsins sem Íslendingar eru aðilar að.  Íslendingar eru aftar á merinni þegar kemur að réttindamálum fólks enda liggja tilskipanir frá Evrópusambandinu um réttindi fólks í skúffum ráðuneyta íslenskra þar sem menn hafa vanist því að vilja hafa slíkt í hendi sér.

Innganga í ESB yrði því tvímælaust íslenskum almenningi til góða, ekki síst almenningi í dreifðum byggðum landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Tvímælalaust Baldur. Jónas var rökfastur og auðskilinn í gær, en sjálfsagt tekst mönnum að snúa eitthvað annað útúr því en sagt var.

Björgvin var góður og Guðni óvenju hógvær, sennilega vegna þess að hann hafði ekkert of mikið til málanna að leggja og gjammaði þar af leiðandi ekkert að ráði. Kannski var heldur ekki á bætandi, það hefði nú verið lag ef hann hefði gjammað eins og venjulega, ofaní Lilju sem taldi greinilega að hún væri þarna til að halda ræðu.

Þessir þáttastjórnendur þurfa að hlífa okkur við þessu fólki sem heldur að það sé í fjögurra -fimm manna hóp til að gjamma útí eitt.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.9.2008 kl. 12:44

2 identicon

Sæll Baldur,

"ESB er fyrst og fremst aðgangur að markaðssvæði og í gegnum samninga aðgangur að enn öðrum markaðssvæðum"

Erum við ekki núþegar með aðgang að þessu markaðssvæði eins og það leggur sig? og auk þess höfum við frelsi til þess að afla okkur nýrra markaða óháð því hver stefna ESB er. svo sem í Kína, Indlandi og alla aðra fríverslunarsamninga sem okkur dettur í hug að gera sem ESB er ekki endilega með aðgang að. Einnig þætti mér gaman að heyra hvað þér finnst um þá óreiðu sem á sér stað í fjármálum ESB þar sem mér skilst að reikningar þess hafa ekki fengist endurskoðaðir núna 9. árið í röð vegna þess að á hverju ári hverfa milljarðar evra sem enginn kannast við hvert fóru og í hvað. Eftirlitsaðilarnir sem eiga að hafa auga með þessari spillngu annaðhvort tengjast málunum sjálfir eða öðrum spillingarmálum sem þeir vilja ekki að líti dagsins ljós.

Ekki misskilja mig. Ég er Evrópusinni en ég hef stórar áhyggjur af því hvernig ESB er að þróast.

Kv,

Umhugsun.

umhugsun (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 16:09

3 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Algerlega baldur.

Evróusinnar hafa alltaf og langflestir haldið sig við það að ræða skuli málin til niðurstöðu - á grundvelli aðildarviðræðu og síðan samnings - sem lagður verður fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar.

Þá fyrst sjáum við hvað næst fram  - og hverju verður hafnað eða á hverju skipt.

Ekkert að fela - og mikilvægt að setja sér opinska og sanngjörn markmið og velja forgangsverkefni til að vinna með gagnvart ESB.

Jónas Haralz segir það satt að það reynir fyrst á í viðræðum hvað getur orðið í boði

Benedikt Sigurðarson, 8.9.2008 kl. 16:35

4 identicon

Heill og sæll; Síra Baldur, og aðrir skrifarar !

O ekki er kálið sopið; þótt í ausuna sé komið, klerkur góður.

Og annað; ekki minnist ég nú, neinnar vinsemdar, hvorki fyrr né síðar, af hálfu Jónasar H. Haralz, í garð okkar, sem verðtryggingin er að merja niður, hægt og bítandi, miklu fremur, hefir piltur sá, verið handgenginn alþýðu fjandsamlegum öflum, þessa lands, eins og stjórnarfarinu, yfirleitt; almennt.

Ekki hossa ég; svona kónum, Síra Baldur, eða þið önnur, hver vart halda vatni, í áfergjunni, að komast undir Brussel bjargræðið, hvert lifir og nærist, á bandarísku heimsvaldasinnunum, eins og þið vitið, líklegast.

Með kveðjum; samt /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband