,,Ég hef fengið ábendingar........"

Á tímum óreiðunnar fer allur tíminn í óreiðuna.  Líkja má ástandinu við stríðstíma.Allur tíminn fer í það að hugsa um óreiðuna, stríðið. Gríðarleg orka fer til spillis.

Við kjósum tiltekið fólk til að sjá til þess að það ríki sæmilegur friður og efnahagslegt umhverfi sé stöðugt.  Þá geta almennir borgarar haldið sig við bókmennntir og listir, barnauppeldi eða annað það sem þeir eru vel náttúraðir til, auk vinnu sinnar.

Nú hefur þetta klikkað.  Tími manns fer í áhyggjur og hagfræðilegar pælingar og reyndar siðfræðilegar um réttlæti og ábyrgð. Þannig er um flesta. Þetta er komið á sjöundu viku og nú eru menn byrjaðir að tala um það að nýju bankarnir kynnu að fara á hausinn og landið sjálft.

Meðal almennings er það vaxandi krafa að stjórnvöld lýsi strax yfir þeim ásetningi sínum að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru, skipt verði um forystu í Fjármálaeftirliti og Seðlabanka og boðað verði til alþingskosninga. Þetta þarf að gerast.

 Fyrr en mótuð verður einhver sæmilega trúverðug leið upp mun ég hvorki snúa mér til veggjar eða snúa mér að bókmenntum og listum. Ég hygg að svo verði með flesta. Ég ætla t.a.m. niður á Austurvöll næsta laugardag.

Og svo kallst sé á við Björn Bjarnason: ,,Ég hef fengið ábendingar um að fleiri velti þessu fyrir sér”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Það sem er í gangi er að Íslendingar skrifuðu undir EES samninginn. Með honum fengum við sömu aðstöðu og ESBlöndin að mestu leyti. Það vissu stjórnmálamenn´og þeir sem notuðu þann samning. (ÞEIR ÁTTU AÐ VITA ÞAÐ, ENDA NOTAÐI “ÚTRÁSIN” ÞAÐ).

Með undirskriftinni gengust íslendingar undir það að íslendingum (...og íslenskum bönkum) væri ekki mismunað ( VEGNA ÞJÓÐERNIS).

Nú vilja ÍSLENSK STJÓRNVÖLD MISMUNA ÍSLENSKUM OG ERLENDUM SPARISJÓÐSEIGENDUM HJÁ SAMA FYRIRTÆKI!!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.11.2008 kl. 19:13

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Kære modtager,

Jeg er en Islanding. Jeg har været kunde i Roskilde bank i mange aar, naar jeg
boede i Danmark. Nu er jeg flyttet tilbage til Island og har boet her siden
2004.

Jeg vil gærne spörge om jeg kan igen have en konto i DK, hos jer?

Situasjonen her í Island er forfærdelig med denne værdilöse krone som vi har!

Et halvt aar siden var ein Dkr 11 isl.kroner, nu er den næsten 23!

Ingen her vil længere have denne toiletpapir for en valuta, saa jeg haaber jeg
kan have en konto hos jer?

Kærlig hilsen,
Anna Benkovic Mikaelsdóttir

PS; Mit CPR-numer i DK er 181163-2364

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.11.2008 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband