Í þessum efnum skil ég ekkert í henni Ingibjörgu!

Ég mótmæli þeirri ætlun íslenskra stjórnvalda að draga saman útgjöld vegna þróunarsamvinnu um 1,6 milljarð.  Ef af verður verður framlag okkar til þróunarsamvinnu 0,24% af þjóðarframleiðslu í stað 0,35% eins og stefnt hafði verið að.

Verði þetta af veruleika verður við einir í hópi með Bandaríkjamönnum sem slubbertar í þróunarverkefnum en flestar nágrannaþjóðir okkar eru um eða nálgast 1% af þjóðarframleiðslu í samræmi við markmið Sameinuðu Þjóðanna.  Þrátt fyrir erfiðleika okkar eigum við ekki að skera niður þarna.  Það er ekki við hæfi.

Við eigum að stórauka okkar aðstoð og bjóða fram mannafla sem víðast í hjálparstarfi.  Til lengri tíma litið er einnig af þróunarstarfi beinn fjárhagslegur ávinningur.

Í þessum efnum skil ég ekkert í henni Ingibjörgu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég er innilega sammála þér. Það er full ástæða til að draga úr bruðli ríkisins en þarna eigum við ekki að skera niður

Heiða B. Heiðars, 14.11.2008 kl. 12:54

2 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Hvernig væri að taka Ingibjörgu útaf sakramentinu sem og þann, er sagði: „Svona gerir maður ekki“.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 14.11.2008 kl. 12:57

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ættir ekki að láta hitt ógert, Baldur, að mótmæla því, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill láta leggja á okkar eigin þjóð stærri skuldakröfu en lögð var á Þjóðverja í Versalasamningunum. Þetta vill hún – að kyssa á vöndinn og Össur með henni – og síðan að sækja auðmjúklega um 'innngöngu' í þetta tröllabandalag!

Það er til einskis að tala um, eins og hún þó gerir, að þetta borgist að verulegu leyti (240 eða 340 til 540 milljörðum, gizkar hún á!) með eignum Landsbankans í Bretlandi.* Ef hún vill láta þær eignir ganga upp í þetta, er hún að afsala þeim í hendur Breta og Hollendinga í stað þess að láta þær ganga inn í Nýja Landsbankann eða koma íslenzkum hluthöfum gamla Landsbankans til góða. Tapið er óneitanlega þjóðarinna, ALLT tapið: 640 milljarðar!

Hér er Samfylkingin sannarlega ekki að standa á réttinum, vill ekki dómsúrskurð um málið (eins og lagaprófessorinn Stefán Már Stefánsson og Lárus Blöndal hrl. hvöttu til og hafa fulla trú á; sjá nánar þetta viðtal í Speglinum í Rúv. í gærkvöldi: Stefán Már Stefánsson sérfræðingur í Evrópurétti). En Ingibjörg stendur ekki á landsréttindum, heldur beygir sig fyrir því Brusselvaldi, sem hún vill ólm og uppvæg að hennar eigin þjóð gerist undirgefin!

Niður með Evrópubandalagið! – sem hefur beitt okkur lymskulegu baktjaldamakki og bolabrögðum síðustu vikuna eða lengur með því að mynda samstöðu gegn lánsumsókn okkar hjá IMF og jafnvel þvinga norræn 'vinaríki' til að hafna allri lánveitingu til okkar á meðan.

______ 

* ISG taldi í sjónvarpi í gærkvöldi, að við gætum þurft að borga 100 til þrjú eða fjögur hundruð milljarða í erlendum gjaldeyri til Icesave-reikningshafanna. Dragið það frá þeim 640 milljörðum, sem þar er um að ræða í heild, "skuldinni" sem hún segir okkur þurfa að viðurkenna! Til að fría vini sína handan hafsins við óþægindum sleppir hún því líka algerlega að tala um að setja nokkra fyrirvara við þessum 'samningi' – sem verður í reynd ekkert annað en nauðasamningur að engu hafandi. Og nú geta þeir glaðzt í Brussel að hafa tekizt að beita fjárkúgun við þessa þjóð, sem hótað var því að verða kyrkt fjárhagslega vegna þessarar rómuðu evrópsku samstöðu!

Jón Valur Jensson, 14.11.2008 kl. 13:15

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þessi ráðstöfun Ingibjargar er skammarleg, - minnir á það þegar eina ráðið sem ofurlaunaliðið sér til að spara sé að láta það bitna á skúringakonunum.

Ómar Ragnarsson, 14.11.2008 kl. 14:10

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég botna ekkert í konunni....ákvarðanir hennar undanfarið eru bara út í hött s.br að leggja þá ákvörðun ú hendur breta hvort þeir komi hingað á herþotunum sínum þrátt fyrir rosalega andstöðu þjóðar og þings.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.11.2008 kl. 14:24

6 identicon

Þetta er virkilega sorglegt með hana Ingibjörgu Sólrúnu. Þetta hernaðarbrölt hennar er með ólíkindum. Svo þegar fréttir berast að eigi að skera niður og maður varpar öndinni léttar, þá kemur þetta! Það má frekar skera meira niður til "varnarmála" og sendiráða. Selja hallirnar og kalla afdankaða stjórnmálamenn heim. En við VERÐUM að standa við skuldbindingar við fátækar þjóðir, það er ekki það langt síðan að við vorum í þeirra sporum að enn man gamalt fólk eftir erfiðleikunum.

Og svo burt með eftirlaunafrumvarpið. Ef það eru einhverjir sem vilja fara dómstólaleiðina þá þeir um það.

Öskureið amma, fokvond mamma og döpur kona

Hildur Harðardóttir (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 18:05

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er ótækt að skera niður framlag til þróunarmála - og dubba á sama tíma vinkonu sína upp sem sendiherra - því getur ekki konan þegið laun sem skrifstofustjóri, fyrst starf hennar felst fyrst og fremst í skrifstofustjórn? Af hverju þarf hún að verða sendiherra?

Auðvitað eigum við að halda framlagi okkar til þróunarmála óbreyttu. Þó svo við blasi niðurskurður og eignamissir fólks hér á landi þá er langt í frá hægt að jafna slíku saman við þá neyð sem ríkir víða meðal fátækustu þjóða heimsins.

Við erum kannski skuldsettasta þjóð í heimi - en alls ekki sú fátækasta. Ef við viljum halda í snefil af þjóðarstolti þá ættum við að leggja áfram sömu upphæð og áður til þróunarmála.

Það mætti halda að ISG sé nú þegar farin að líta á okkur sem annexíu frá Evrópusambandinu. Auðvitað mun smotterí eins og þjóðarstolt Íslendinga ekki lengur skipta neinu máli þegar þeir verða komnir með evrópskt vegabréf.

Það var hins vegar nokkuð greindarlegt að biðja Nató um að sjá til þess að Bretar kæmu ekki hingað.

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.11.2008 kl. 20:59

8 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Það er skelfilegur aumingjaskapur að koma því til NATO að pólískt ástand á Íslandi sé svoooo viðkvæmt og láta þá herramenn taka ákvörðunina um að afþakka "vernd" Bretanna. Stórmannlegra hefði verið að segja: Under disse runtomsteder þurfum við ekki þoturnar ykkar! Og hvað eiga þessar "varnir" annars að þýða? Við erum "varin" í viku, svo "óvarin" og svo "varin" aftur! Hvaða þrugl er þetta? Óvinurinn, hver sem hann er, getur bara komið þegar hér eru engar "varnir".

Þorgrímur Gestsson, 14.11.2008 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband