Ísland: ,,Ekki land fyrir gamalt fólk"

Ég leigði myndina No Country for Old Men efir Cohen bræður í gærkvöldi og ég sat stjarfur yfir óhugnaðinum.  Þetta er sko mynd.  Sami stjarfi fór á mig að heyra lýsingar Sigíðar Daggar Auðunsdóttur á einakvæðingu bankanna í Silfri Egils. Það er óhugnanlegt ef svona vinnubrögð hafi verið viðhöfð.  Eða var manneskjan að bulla?  Hún sagðist hafa talað við alla sem að málinu komu og hún hefur samið um þetta greinarflokk. Sem sagt gæslumenn samfélags okkar gáfu flokksbræðrum sínumog vinum Landsbankann og Búnaðarbankann. Ferlið var, samkvæmt hennar frásögn, meira og minna blekking? Og sumir þessara mann eru enn kóngar í ríki sínu.  Þetta er svo sannarlega, ef satt er, ekkert land fyrir gamalt fólk frekar en land Cohen bræðra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Sigríður sagði nú samt ekki allt - - en í greinaflokki hennar á sínum tíma komst hún langleiðina . . . .  en hún kláraði t.d. ekki frásögnina af því hvaða frávik Valgerður viðskiptaráðherra veitti Ólafi Ólafssyni og co . . . um viðskiptin við "svokallað erlenda banka" . . . .

Benedikt Sigurðarson, 16.11.2008 kl. 19:38

2 Smámynd: Sævar Helgason

Það er orðið mannskemmandi að búa hér í þessu landi- innan um allt þetta spillingarlið í stjórnmála og viðskiptageirunum.  Væntanlega eiga mörg fleiri ömurlegheit eftir að vella upp.  Verst er ástandið í Sjálfstæðisflokki og Framsókn og fólki þeim tengt. . Vald spillir.  Það er ekki að ástæðulausu að BNA hafa það í sinni stjórnarskrá að forseti sitji að hámarki 8 ár í embætti... Hvað með Þá sem setið hafa í ráðherraembættum samfellt í 17 ár eða meir- gjörspilltir menn og konur ?  Við höfum nú kynnst þeirri hörmung í okkar þjólífi.

Burt með spillingarliðið hvar í flokki sem það stendur.

Sævar Helgason, 16.11.2008 kl. 20:23

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mér var verulega brugðið að heyra þessa frásögn á Silfri Egils...alls konar samsæriskenningar hafa verið á sveimi, en að fá þetta svona blákalt...bréfið frá Steingrími Ara styður að þetta sé ekki tilbúningur Sigríðar Daggar.

Af hverju tók Davíð þessa U-beygju eftir að Pabbi (Bjöggi G.) var búinn að fara og tala við hann? Hvað vissi hver um einhvern, - eða hvað var einhver tilbúinn að borga einhverjum? Það þyrfti að komast upp.

Í umferð er á netinu myndband með upptöku á gömlum CIA-manni sem staðfestir að LBJ stóð á bak við morðið. Fyrst slíkt gat gerst þar, hvað getur þá ekki gerst hjá litlu "vinaþjóðinni"?

Mikið vildi ég, eins og margir aðrir, að hann Steingrímur Ari frá skjóðunni. Maður verður eiginlega stjarfur af reiði við að hugsa um þetta.

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.11.2008 kl. 00:03

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

*morðið á Kennedy

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.11.2008 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband