Orsending til nýs menntamálaráðherra!

Ég vil sérstaklega beina því til nýs menntamálaráðherra að beita sér fyrir því að  mannréttindakennsla verði aukin í grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum ekki síst í lögfræðideildum.  Hugsun manna er allt of léttkeypt fyrir staðalímyndum, fólki er ætlað illt sem gott eftir útliti, uppruna, kynþætti, trú.  Þessi hugsunarvankantur liggur djúpt í þjóðarsálinni.

Það er meðal standarleiðbeininga Evrtópuráðsins að kenna börnum að hugsa ekki eftir farvegi kynþáttafordóma.  Kennsla virkar:  Margir verða betri menn á því augnabliki þegar athygli þeirra er vakin á þessu.  Eldri kona sagði mér að hún hefði aldrei hugleitt hvað væri rangt við það að hallmæla gyðingum vegna innrásarinnar í Gaza en þakkaði mér fyrir og fór umsvifalaust að hallmæla Ísraelsstjórn.

Árhundruðum saman kraumaði gyðingaandúð í Evrópu með afleiðingum sem við þekkjum öll. Víða í Evrópu er Helförin kennd sérstaklega.  Það ættum við líka að gera til þess að íslensk æska verði ekki of auðkeypt fórnarlamb nýnazistaáróðurs í heimi sem skreppur sífellt meira saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á fyrsta ári í Háskóla Íslands er kennd 700 blaðsíðna bók um mannréttindi og höfundurinn er Björg Thoraransen, prófessor við skólann.

Þessi bók er ekki kennd í guðfræðideildinni en í þeirri deild hefur þó ætíð verið lögð mikil áhersla á mannréttindi, til dæmis réttindi homma og lesbía. Og það er guðfræðideildinni að þakka að við fáum nú loks lesbíska ríkisstjórn.

Það er hins vegar ekki hlutverk þessarar starfsstjórnar að bjarga heiminum, Baldur minn.

Það er prestanna, enda fá þeir fyrir það einn skínandi silfurpening mánaðarlega frá ríkinu.

Þorsteinn Briem, 30.1.2009 kl. 10:45

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þessi bók um mannréttindi er kennd í lögfræðideildinni.

Þorsteinn Briem, 30.1.2009 kl. 10:49

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ég er nefnilega hræddur um að þetta sé svolítil réttindafræði Steini minn. Annasr má vel vera að þetta sé í ágætu standi í lagadeildinni og ekki við deildina að sakast........kv. B

Baldur Kristjánsson, 30.1.2009 kl. 11:08

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á fyrsta ári í lögfræði í HÍ er einnig kennd heimspeki.

Að sjálfsögðu eiga nemendur í öllum grunnskólum landsins að stúdera mannréttindi en þeir hafa nú bara bara borað í nefið.

Þess vegna liggur þjóðin í öskustónni, menntunarsnauð á öllum sviðum. Það er því mikill misskilningur að þjóðin sé vel menntuð.

Þegar sonur minn var í Hagaskóla, sem á nú að þykja með þeim bestu í landinu, lærði hann ekkert í skólanum, þannig að ég þurfti að kenna honum allar raungreinarnar sjálfur.

Þorsteinn Briem, 30.1.2009 kl. 11:29

5 identicon

Sæll Baldur,

þakka þér fyrir margar tímabærar færslur á blogginu þínu. 

Sérstaklega um mannréttindi og fordóma.

Margra ára reynsla mín af því að kenna trúarbragðafræði 

í 9. bekk grunnskóla hefur kennt mér að það borgar sig að nota

langan tíma í umfjöllun um þessi efni áður en við snúum okkur að

trúarbrögðunum sjálfum. Ég er líka sammála þér um að kennsla skilar sér til sumra að minnsta kosti. Kveðjur H:P.

Hólmfríður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 12:34

6 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

það borgar sig að nota langan tíma í umfjöllun um þessi efni [mannréttindi og fordóma] áður en við snúum okkur að trúarbrögðunum sjálfum

Þetta höfum við trúleysingjar sagt í mörg ár, en kristnir (t.d. Baldur) leggja höfuð áherslu á að kristni sé boðuð í leik- og grunnskólum strax frá byrjum.  Þetta hefur aldrei snúist um kennslu.

Matthías Ásgeirsson, 30.1.2009 kl. 13:26

7 identicon

Í samfélagsfræðinni sem kennd er í 10. bekk er bara þokkalegur kafli. Í námsskrá er áhersla á mannréttindi. Skólar eiga að geta ágætlega kennt þetta án afskipta að ofan.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 14:10

8 identicon

Matthías,

Ertu ekki að gera Baldri upp skoðanir? Ég held að við Baldur (Þau kristnu) séum sammála um að það sé æskilegt að kenna UM trúarbrögð í skólum, en boða kristni á vegum kirkjunnar.

Kveðja, H.P.

Hólmfríður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 14:18

9 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Mín persónuleg reynsla er sú að mannréttindi eru þverbrotin ef barn er með skilgreindar hegðunarraskanir,- þakka e-hverjum fyrir að ekki eru gyðingar eða hiv-smitaðir í grunnskólum þessa lands !!Þá væri fjandinn laus held ég....

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 1.2.2009 kl. 01:48

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Miðað við þær tölur sem nú liggja fyrir; að aðeins 3% af þjóðinni höfðu samúð með "Ísrael" eins og það er orðað í fréttinni, þegar kemur að aðgerðum þeirra á Gazaströndinni, er ekki erfitt að sjá hvernig sú andúð fær stundum tjáningu í orðum sem hæglega má túlka sem kynþáttaandúð.-

Ég eins og þú, átti orðastað við gamla konu þar sem ástandið í Íran bar á góma og arfleyfð Ayatollah Khamenei sem oftast var nefndur erkiklerkur var skeggrætt. Hún dæsti og sagði svo; "Að hugsa sér að þessir menn skulu vera prestar".

Ég er svo sannarlega sammála þér að fræðsla hefur áhrif. Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna ætti, með viðhlítandi orðaskýringum, að kenna í grunnskólum landsins. Þá fengi ungdómurinn skilning á því, sem dæmi; af hverju Nelson Mandela, sem var hryðjuverkamaður samkvæmt allri almennri skilgreiningu, var úthlutað friðverðlaunum Nobels árið 1993 og Ben Gurion er/var frelsishetja Ísraelsþjóðar.

Þakka þér svo fyrir þessa stuggpistla Baldur.

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.2.2009 kl. 14:44

11 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hvernig fólk verður aftur mennskt, sjá frétt BBC hér

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.2.2009 kl. 16:02

12 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

44. Information provided by Sólrún Jensdóttir, head of the international section of the Icelandic Education Ministry, in an email of 7 January 2003. Iceland has agreed to hold a "Day of Remembrance" in the schools from 2003, in accordance with a decision reached in a seminar on "Teaching about the Holocaust and Artistic Creation," Strasbourg, 17-19 October 2002.

Þessa neðanmálsgrein má lesa í grein eftir mig sem hefur farið mjög fyrir brjóstið á gyðingahöturum Íslands, sérstaklega trúlausum vinstrimönnum. Sjá http://www.jcpa.org/phas/phas-vilhjalmur-f04.htm

Mér er ekki kunnugt um að yfirmenn skólakerfisins á Íslandi hafi haldið loforð sín, enda tilkynnti Sólrún Jensdóttir mér það hálfpartinn árið 2003, að Ísland myndi ekki halda loforð sín á alþjóðlegum vettvangi.

Menn fara mikið á ráðstefnur á kostnað ríkisins, og gera svo ekki neitt. Ekki varst þú í Strassbourg árið 2002, Baldur Kristjánsson?

Það held ég barasta : https://wcd.coe.int/ViewDoc.jsp?id=28039&BackColorInternet=DBDCF2&BackColorIntranet=FDC864&BackColorLogged

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.2.2009 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband