Lífshættulegt að vera Íslendingur!

Því miður var það tóm vitleysa sem sagt var um okkur á tímum útrásarinnar að við Íslendingar værum vel menntaðir klárir heimsborgarar með víkingablóð í æðum. Við erum ósköp venjulegir búandakallar sem óttumst umheiminn, illa mælt á erlendar tungur, illa lesin í heimsbókmenntum, neyslugráðugir slúðraðrar, hugsi hver fyrir sig um hvað hann hefur verið að tala undanfarna daga. Samtöl okkar eru merkingarsnauð og það er líf okkar líka.

Við erum vitaskuld dæmigerðir eyjarskeggjar í veðravíti. Dagar okkar fara í það að tolla hér ósködduð á harðbýlu skeri, ganga út á það að draga fram lífið frá degi til dags. Að lifa á Íslandi er að mörgu leyti líkt því að lifa innan í tunnu sem snýst, maður gerir ekki margt annað en að tóra og verður fyrir vikið stöðugt ringlaður. Glöggt má sjá einkenni þessa  með því að fylgjast með stjórnmálum þessa dagana og með því að lesa bloggið. Það er lífshættulegt að vera Íslendingur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Góð og raunsæ lýsing á okkur mörlandanum.

Mosi - alias

Guðjón Sigþór Jensson, 26.2.2009 kl. 09:48

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já þú segir nokkuð...... Dapurleg myndin sem þú dregur upp en kannski ekki fjarri sanni.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.2.2009 kl. 10:01

3 identicon

Dagsatt Baldur.  Vildi að ég hefði ekki flutt aftur til landsins með barnið mitt, mikil mistök.  Beint í moldarkofann.  Get ekki þolað fyrirlitninguna, slúðrið og þjóðrembuna í fjölda fáfróðra Íslendinga.  Íslendinga sem oft halda að Ísland og Íslendingar séu merkilegustu fyrirbæri HEIMS.  Óþolandi.  Fjöldi Íslendinga þarf að vakna og læra af VÖNDUÐU FÓLKI Í ÖÐRUM LÖNDUM.  Mun pakka aftur niður í töskurnar.  Og þori ekki að skrifa þetta undir nafni.

Vesturfari (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 11:11

4 identicon

Voðalegt er að heyra þetta svartsýnisböl hjá ykkur. Mikið hlýtur að vera ömurlegt að vera svona svartsýnn á tilveruna.Ég segi ný fyrir sjálfan mig að á meðan ég hef vinnu og endar ná saman þá ætla ég að brosa framan í heiminn. Það er mín reynsla að þá ganga hlutirnir yfirleitt miklu betur og gerir lífið auðveldara.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 11:24

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Og ætlarðu Sigurður minn, að halda áfram að brosa jafn fallega ef vinnan fer eða endarnir hætta að ná saman..?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 27.2.2009 kl. 22:38

6 identicon

Nei Hafsteinn, áreiðanlega mun ég ekki brosa jafn breytt ef ég missi vinnuna og endar hætta að ná saman. Það er hins vegar allveg ljóst að ástandið hjá mér myndi þá, ekki frekar en nú, ekkert batna við það að velta sér upp úr vandmálunum með svartsýni að leiðaljósi. Mér hefur ávalt gengið miklu betur í lífinu með að hafa bjartsýni að leiðarljósi jafnvel þó að útlitið sé ekki bjart.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband