Erum við ójafnaðarmenn Íslendingar?

Í könnun Félagmálaráðuneytis og Mannréttindastofu kemur fram að tæplega 60% Íslendinga telja algengt eða mjög algengt að fólki sé mismunað eða það áreitt vegna kynþáttar eða þjóðernis. Fjórðungur telur sig hafa orðið vitni að mismunun eða áreitni vegna þjóðernis eða kynþáttar.  Fjórðungur telur mismunun vegna trúar eða trúarskoðunar algenga eða mjög algenga.

Þó að þetta séu ívið lægri tölur en í  löndum í norðanverðri Evrópu þá er þetta alvarleg vísbending um það að ekki sé, í þessum efnum, allt eins og það ætti að vera hjá þjóð þar sem mikill meirihluti fólks vill án efa lifa í samfélagi þar sem mismunun af ofangreindum ástæðum er ekki liðin.

Í þessu samhengi er eðlilegt að vekja athygli á skýrslu eftirlitsstofnun Evrópuráðsins ECRI  sem hefur það verkefni að ráðleggja ríkisstjórnun um leiðir til að vinna gegn mismunum sem stafa af kynþáttafordómum. ECRI  hefur vakið athygli ríkisstjórnar Íslands á því að lagarammann þurfi að styrkja bæði refislöggjöf og almenna löggjöf og fræða með beinskeyttari hætti en nú er bæði nemendur og kennara um kynþáttafordóma og hvernig mismunun þrífst í skjóli þeirra.

Við höfum ekki sinnt þessum málum nægilega og fáum að óbreyttu skömm í hattinn þegar eftirlitsstofnunin kemur hingað aftur 2011.  Í uppbyggingu nýs samfélags er það verðugt markmið að útrýma kynþáttafordómum og mismunun vegna þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Minni á orð sem kollegi þinn sem nú starfar á Selfossi fann upp um þá sem berjast gegn tiltekinni mismunun, en hann kallaði þá "umburðarlyndisfasista". Aðrir fóru svo að apa þetta eftir honum, þingmaður og prestsonur að norðan og bóksali frá Selfossi svo einhverjir séu nefndir.

Það er má halda því fram að þar sem fólk er sakað um umburðarlyndisfasisma þegar það berst gegn mismunun sé dálítið langt í land ennþá.

Matthías Ásgeirsson, 10.6.2009 kl. 09:04

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Samfylkingin hefur hingað til ekki gert neitt með álit Mannréttindanefndar SÞ hvað varðar brot stjórnvalda á íslenskum sjómönnum.

Sigurjón Þórðarson, 10.6.2009 kl. 10:56

3 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Enn á ný Baldur, þakka þér fyrir að halda áfram minna okkur á að gera meira til að draga úr fordómum.

 Allir þurfa að vanda sig í umgengni við fólk. Það vex enginn af því að niðurlægja annan. Og vitleysa verður ekki betri þó aðrir geri hana líka.

Umburðarlyndi er oft misskilið orð, Það felur ekki í sér afstöðuleysi, heldur virðingu fyrir öðrum og þeirra skoðunum og það hlýtur að vera gagnkvæmt.

Og fyrst ég er byrjuð, þakka ykkur í þjóðmálanefndinni fyrir að halda uppi umræðum um það sem skiptir máli þessa dagana.

Hólmfríður Pétursdóttir, 10.6.2009 kl. 11:55

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Hún hefur nú ekki enn náð sömu hæðum og í den, en það kemur.  Kv. B

Baldur Kristjánsson, 10.6.2009 kl. 12:22

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það hlaut að koma að því að ég væri sammála þér Baldur.

Axel Þór Kolbeinsson, 10.6.2009 kl. 14:49

6 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Baldur, mér finnst að þjóðmálanefnd ætti að vera vel sátt við störf sín. Sú gamla var barn síns tíma og beitti vonandi vinnubrögðum sem áttu við þá.

Mér finnst þið nota vinnubrögð nútímans, ég hlustaði á Facebook.

Ég sakna þess þó stundum að taka ekki beinan þátt.

Hólmfríður Pétursdóttir, 11.6.2009 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband