Vinstri stjórnir halda illa!

Vinstri stjórnir halda illa, því miður .Gamalkunn hættumerki sjást. Fólkið með ,,eigin samvisku” stígur fram. Að baki ríkisstjórnar þarf að vera ákveðin hópmyndun, kollektív samviska. Það gerist ekki í vinstrinu.  Hægri menn, einstaklingshyggjufólkið, virðist eiga auðveldara með að starfa í hóp í pólitík á Íslandi. Í þingræði hafa þeir alltaf yfirhöndina til lengri tíma litið sem kunna að starfa saman. Einu munurinn frá fyrri tíma er að fjölmiðlaumhverfið er vinsamlegra. Mogginn hefur t.d. ekki lagst í stjórnarandstöðu. Þar rífast heiftarlega þau Agnes Bragardóttir  og Vilhjálmur Egilsson og Vilhjálmur vill ekki sjá hinn sjálfsagða punkt Agnesar að atvinnurekendur eiga ekki að sitja í stjórnum lífeyrssjóða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er soldið spes að sjá prest tala gegn því að fólk fari eftir samvisku sinni.

Héðinn Björnsson, 11.6.2009 kl. 09:13

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Það er eiginblega ekki punkturinn Héðinn! Vertu jákvæður í lesskilningi þínum. kv. B

Baldur Kristjánsson, 11.6.2009 kl. 09:36

3 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Pólitík er list hins mögulega. Ég held að þjóðin mundi hagnast á því að þrátt fyrir allt tæki fólk á Alþingi sér tíma til að ræða mál í þaula og komast að sameiginlegri niðurstöðu fyrir hvern flokk.

Víðast hvar eru svo utanþingsnefndir með fólki sem þekkir vel til þjóðfélagsins og þess efnis sem fjallað er um sem hefur langan tíma til að rýna í framtíðina og komast að einhverri niðurstöðu um hvað væri ráðlegt að gera í hverjum málaflokki. Framtíðarnefndir e.t.v.

Þetta vita flestir, ég er bara kennari inn að beini. Takið því viljann fyrir verkið.

kveðjur,

Hólmfríður Pétursdóttir, 11.6.2009 kl. 11:14

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Mér skildist að það væru einmitt þið Evrópusambandssinnar sem rækjuð áróður fyrir því að þingmenn VG ættu ekkert að vera að hugsa um landsfundarsamþykkt flokksins í Evrópumálum heldur bara fara eftir eigin samvizku. Þá samvizku sem ekkert lét á sér kræla fyrir kosningar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 11.6.2009 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband