Skjöldurinn minnir á forna dýrðardaga!

Í lítilli, hljóðlátri, hliðargötu við Mannréttindabygginguna í Strassborg  blaktir fáni Íslands ekki meir.  Enginn svarar bjöllunni.  Fastanefnd Íslands hjá Evrópuráðinu hefur verið lögð niður. Þetta voru viðbrögð við hruninu. Enn er skjöldurinn og minnir á dýrðardaga lands og þjóðar:,,Fastanefnd Íslands hjá Evrópuráðinu", stendur á honum.

Ísland er þó enn í Evrópuráðinu sem er samráðsvettvangur allra ríkja Evrópu, þau eru nú 47, og Tyrklands. Samráðið tekur einkum til mannréttinda og menntamála


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ísland var fyrsta þjóðin utan stofnþjóðanna 12 sem gekk í ráðið árið 1950 (Við værum 13. gula stjarnan á bláa bakgrunninum ef þeim hefði verið bætt við).  Tyrkland er eitt af stofnríkjunum.

Ekki öll ríki Evrópu eiga sæti í Evrópuráðinu.  Hvíta-Rússland og Kazakstan eru alþjóðlega viðurkennd ríki sem taka ekki þátt í Evrópuráðinu og auk þess eru nokkur Evrópuríki sem hafa takmarkaða viðurkenningu sem hafa ekki fulltrúa í ráðinu, t.d. Kosovo og Transnistria.

Axel Þór Kolbeinsson, 2.7.2009 kl. 13:30

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Rétt hjá þér af Wilkipediu.  Nær hefði verið segja ....nær allra...  Því má bæta við að Evrópráðið leggur áherslu á að efla  lýðræði, mannréttindi og virðingu fyirr lögum.  Þetta séu grundvallargildi til að byggja umburðarlynd og siðuð samfélög.  Ályktanir og samþykktir Evrópráðsins eru ráðleggjandi, ekki bindandi fyrir aðildarríkin.

Baldur Kristjánsson, 2.7.2009 kl. 13:58

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Wikipedia er góð til síns brúks þó ég hafi ekki þurft að fletta í henni núna nema til að fá stafsetninguna á Transnistriu rétta (mig langar alltaf að skrifa Transisnitria).

En Evrópuráðið var góð hugmynd til að efla mannréttindi og virðingu fyrir lögum, ekki síst landa á milli.  Þetta var ein af þeim stofnunum sem voru settar á fót til að minnka líkurnar á enn einu stríði í Evrópu og virðist hafa gengið sæmilega hingað til.

Axel Þór Kolbeinsson, 2.7.2009 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband