ESB - kjör almennings munu batna !

Það ert nokkuð víst að lífskjör almennings á Íslandi munu batna við inngöngu í ESB.  Það er nokkuð víst að réttindi launafólks verði betur tryggð. Sama má segja um réttindi neytenda.  Hagur íslenskunnar mun vænkast. Íslenskan verður mál meðal mála.  Menningarlíf mun dafna.  Kvaðir um mannréttindi  verða á okkur lagðar. Ekkert bendir til annars en að innganga í ESB verði góð fyrir vöxt og viðgang dreifbýlis. Landbúnaður fær margvíslega vernd.  Það er nokkuð víst að hagur okkar við það að verða sjálfstæð þjóð meðal sjálfstæðra þjóða í ESB mun vænkast á nær sviðum og  örugglega þegar á heildina er litið.  Það er helst að sérhagsmunir hvers konar verði undan að láta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég vissi ekki að það væri slæmt að búa á Íslandi en hér hafa allir nóg að bíta og brenna. Umfram Orku í ýmsu formi með möguleika á eldsneyti á bílaflotan en hvað meira þurfum við. Hér er gott heilbryggðiskerfi og engin er útundan. Hvað höfum við aö sækja til ESB eða EU.  Mig hryllir við  fólki sem brýtur stjórnarskránna til þess eins að fara undir stjórn Evrópusambandsins.    

Valdimar Samúelsson, 8.11.2009 kl. 11:11

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Lífskjör almennings munu batna við inngöngu í ESB. Já ef aukið atvinnuleysi eru betri lífskjör þá er þetta sennilega rétt.

Ragnar Gunnlaugsson, 8.11.2009 kl. 11:23

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er gamall þjóðlegur siður að yrkja öfugmælavísur.  Á sextándu orti Bjarni Borgfirðingur:

"Séð hef ég köttinn renna og róa
rikling smíða fley,
á stalli álinn, kríu og kjóa,
og hvalinn eta hey."

 og ennfremur:

"Séð hef ég hvalinn sitja á stól,
selinn strokka og renna,
skötuna ganga á grænum kjól,
gráan hest með penna.
"

Þér tekst bærilega að búa til fjarstæðukennda þulu.

En það vantar allt rím,  stuðla og höfuðstafi

Sigurður Þórðarson, 8.11.2009 kl. 11:33

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Séð hef ég páska setta um jól,
sveinbarn fætt í elli,
myrkur bjart, en svarta sól,
sund á hörðum velli.

Sigurður Þórðarson, 8.11.2009 kl. 11:49

5 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þú ert ágætur!  BKv. baldur

Baldur Kristjánsson, 8.11.2009 kl. 11:57

6 Smámynd: Sigurður E. Vilhelmsson

Ég held að jafnvel hatrömmustu ESB-andstæðingar hljóti að beygja sig fyrir þessum rökfasta og sannfærandi pistli. Í honum kristallast málflutningur ESB-sinna og "allir hljóta að sjá" að "það er nokkuð víst" að hér verður allt eins og blómstrið eina við inngöngu í ESB.

Sigurður E. Vilhelmsson, 8.11.2009 kl. 12:19

7 Smámynd: DanTh

Þessi upptalning er meir eins og trúaróður en einhver sannleikur.  Dæmigerð fyrir þá sem reyna að selja fólki gallaða vöru með fagurgala.

DanTh, 8.11.2009 kl. 13:28

8 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Hvernig færðu það út að innganga í ESB auki atvinnuleysi Ragnar? Þú veist að það er ekki eitt atvinnuleysi í ESB og annað hjá öðrum þjóðum? Þú veist að í sumum ESB-ríkjum er meira atvinnuleysi en á Íslandi og í sumum minna?

Páll Geir Bjarnason, 8.11.2009 kl. 13:46

9 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Flestir sem hér gera athugasemdir eru búnir að tjúna sig upp í einhverja eurofóbíu.  Jákvæðu hliðarnar við inngöngu í ESB eru yfirgnæfandi. Í raun og veru er ekkert val. ESB er það samskiptaform ríkja í okkar heimshluta sem hefur orðið ofaná. Bestu kveðjur. b.

Baldur Kristjánsson, 8.11.2009 kl. 14:35

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Allt rétt í þessum pistli og engu þar við að auka eða til annars vegar færa.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.11.2009 kl. 15:09

11 identicon

Heill og sæll; Síra Baldur - líka sem og þið aðrir, hér á síðu !

Villur vegar; ferð þú, klerkur góður, með þær ályktanir, að Ísland yrði sjálfstætt ríki, meðal annarra sjálfstæðra, í ESB mynstrinu.

Eða; gerðu Úkraína, eða þá Hvíta- Rússland samninga, á eigin forsendum, við önnur ríki, án afskipta Kommúnista stjórnarinnar, í Moskvu, á tíma Sovétríkjanna, til dæmis ?

Þú veizt; mun betur en svo, klerkur góður, að þrátt fyrir hrakföll þau, sem Íslendingar hafa þurft að þola, undanfarin misseri, þýðir ekki, að bera hvaða þvælu sem er, á borð fyrir fólk.

Það eru ekki allir; samlandar okkar svo treggáfaðir, þó sumir þeirra séu það, Síra Baldur.

Fleirri hnökra mætti týna til; í þinni aumlegu málafylgju, til hvatningar þinnar, um skilyrðilausa undirgefni Íslendinga, við hið gamla og rotna nýlenduvelda bandalag, suður á hinum litla Evrópuskaga, klerkur sæll.

Minni þig á; sem annarra, af þínum meið undirgefni og auðsveipninnar, til Bretlands og meginlands Evrópu - að Íslendingar eiga margra og hagkvæmra kosta, í öðrum heimshlutum, svo ekki væri nefnt, nema auðlegð okkar, í fersku lindarvatninu - sem mörgu öðru.

Þetta vita ESB stjórarnir, suður í Brussel, og er þeim kappsmál mikið, að hremma auðlegð okkar - á landi, sem til sjávar, klerkur minn.

Því dapurlegri; er stuðningur sumra; innlendra, hér á Fróni, við þessa græðginnar púka, suður þar, Síra Baldur.

Með sæmilegum kveðjum; úr Hveragerðis og Kotstrandar sóknum /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 15:34

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Muahahhaa, þetta er hreint stórkostlegt! Ertu drukkinn séra Baldur?

.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 8.11.2009 kl. 17:14

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll ágæti Baldur,

þú ert aldeilis spaugsamur að kasta fram öllum þessum afkáralegu fullyrðum um kosti Evrópusambandsaðildar Íslands. Hrekkjalómar gera þetta stundum, tala þvert um hug sér og komast í heitar umræður. Það er líka léttleiki yfir því að sjúkdómsgreina þá sem sjá ekki við þér og segja þá með "eurofóbíu".

Það alvarlega í málinu er þó að einmitt svona saklaust grín  gæti haft áhrif og vakið tálvonir, eftir að lífskjör versna mikið á næsta ári og einhverjir fyllast örvinglan. Það er aldrei fallegt að skrökva að fólki við slíkar aðstæður.

Sigurður Þórðarson, 8.11.2009 kl. 17:14

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gunnar, þú verður að viðurkenna að pistillinn er skemmtilegur.

Það bætir skapið að fá sér tár  af messuvíni.

Sigurður Þórðarson, 8.11.2009 kl. 17:18

15 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Sigurður, ég er ennþá að hlægja. Konan mín sat í sófanum og var að prjóna lopapeysu, henni varð smávegis á í messunni. Þurfti að rekja upp. Ég sagði henni að þetta myndi ganga betur ef hún væri í Evrópusambandinu. "Já en ég er í Evrópusambandinu" sagði hún. Já það er víst rétt sagði ég og fékk mér meira kaffi.

Áttu nokkuð meira kaffi Baldur?

Gunnar Rögnvaldsson, 8.11.2009 kl. 17:34

16 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Baldur. Rök mín fyrir að atvinnuleysi mundi aukast við inngöngu í ESB eru t.d. Að nú getum við flutt út vörur til allra þeirra markaða sem best bjóðast.        Bændur eru til dæmis mjög uggandi um sinn hag ef til ESB inngöngu kemur í ár kemur öll sú hækkun sem verður á afurðum sauðfjárbænda til við hærra verð á útflutningi en ýmsar auka afurðir eru seldar til ýmsa landa utan ESB. Bændur vilja vinna sín verk við ræktun og hirðingu en ekki að sökkva sér niður í reglugerðar fargan ESB.

Ragnar Gunnlaugsson, 8.11.2009 kl. 17:53

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Landbúnaðurinn og hinar dreifðu byggðir styrkjast í heildina við aðild að sambandi fullvalda lýðræðisríkja evrópu.  Landbúnaðinum er til lengri tíma best borgið með aðild Íslands að ESB.  Tal um reglur í því sambandi er bara væl.

En í þessu esb máli sannast gamla kínverska máltækið ákaflega vel um vitringinn sem benti á tunglið og hinn vitgranna sem horfði á fingurinn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.11.2009 kl. 20:19

18 identicon

Sæll klerkur.

Fyrir það fyrsta verður að liggja fyrir samningur og svo gerir ekki þannig að yfirlýsing þín er afar ótímabær.

Ég get verið sammála ýmsu langt gengnu sértrúarfólki um að Evrópusambandið sé afsprengi skrattans en forsendur mínar eru aðrar og viðskiptalegri. Evrópusambandið er einfaldlega of stór rekstrareining og það er þegar tekið að molna undan eigin þunga.  Þetta er einfaldlega alltof mikið bákn og við eigum miklu öflugri og ríkari framtíð utan þess þótt næstu ár muni taka á.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 21:35

19 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég hef alltaf velt fyrir mér þeirri spurningu eftir hverju við værum að sækjst inn í þetta rauðamyrkur regluverksins. Ef við skoðum öll þau auðævi til lofts, láðs og lagar sem þessi undursamlega eyja okkar býður okku að njóta þá verður leit að öðru eins bæði löng og torsótt.

Skoðið nú endilega hversu miklu er hægt að deila af sameiginlegum auðlindum milli 300 þúsund einstaklinga! Er það ekki áreiðanlega heimsmet?

Árni Gunnarsson, 8.11.2009 kl. 22:13

20 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ég held að það breytist ekkert við inngönguna Árni. Þo við göngum inn erum við ekki að deila Íslandi og auðlindum þess, er það?  BKv. b

Baldur Kristjánsson, 8.11.2009 kl. 22:55

21 identicon

Við reyndar missum lagasetnignar vald á öllum auðlindum og getum því hæglega misst þær í framtíðinni kjósi ESB að ganga á þær. Ríki sem ekki er fullvalda er ekki fært um að verja auðlindir sínar, það er í höndum yfirþjóðríkissins að deila og drottna yfir þeim.

Það er hægt að lesa um vald esb í lissabonsáttmálanum:

Article 2 til 6 er fjallað um valdsvið sambandsins og aðildarríkja.

1. When the Treaties confer on the Union exclusive competence

in a specific area, only the Union may legislate

and adopt legally binding acts, the Member States

being able to do so themselves only if so empowered

by the Union or for the implementation of

Union acts.

2. When the Treaties confer on the Union a competence

shared with the Member States in a specific area,

the Union and the Member States may legislate and

adopt legally binding acts in that area. The Member

States shall exercise their competence to the extent

that the Union has not exercised its competence. The

Member States shall again exercise their competence

to the extent that the Union has decided to cease

exercising its competence.

3. The Member States shall coordinate their economic

and employment policies within arrangements as

determined by the Treaties, which the Union shall

have competence to provide.

4. The Union shall have competence, in accordance with

the provisions of the Treaty on European Union, to

define and implement a common foreign and security

policy, including the progressive framing of a

common defence policy.

5. In certain areas and under the conditions laid down

in the Treaties, the Union shall have competence to

carry out actions to support, coordinate or supplement

the actions of the Member States, without thereby

superseding their competence in these areas.

Legally binding acts of the Union adopted on the

basis of the provisions of the Treaties relating to

these areas shall not entail harmonisation of Member

States' laws or regulations.

6. The scope of and arrangements for exercising the

Union's competences shall be determined by the provisions

of the Treaties relating to each area.

Article 3

1. The Union shall have exclusive competence in the

following areas:

(a) customs Union;

(b) the establishing of the competition rules necessary

for the functioning of the internal market;

(c) monetary policy for the Member States whose

currency is the euro;

(d) the conservation of marine biological resources

under the common fisheries policy;

(e) common commercial policy.

2. The Union shall also have exclusive competence for

the conclusion of an international agreement when

its conclusion is provided for in a legislative act of

the Union or is necessary to enable the Union to exercise

its internal competence, or insofar as its conclusion

may affect common rules or alter their scope.

Article 4

1. The Union shall share competence with the Member

States where the Treaties confer on it a competence

which does not relate to the areas referred to

in Articles 3 and 6.

2. Shared competence between the Union and the Member

States applies in the following principal areas:

(a) internal market;

(b) social policy, for the aspects defined in this Treaty;

(c) economic, social and territorial cohesion;

(d) agriculture and fisheries, excluding the conservation

of marine biological resources;

(e) environment;

(f) consumer protection;

(g) transport;

(h) trans-European networks;

(i) energy;

(j) area of freedom, security and justice;

(k) common safety concerns in public health matters,

for the aspects defined in this Treaty.

3. In the areas of research, technological development

and space, the Union shall have competence to carry

out activities, in particular to define and implement

programmes; however, the exercise of that competence

shall not result in Member States being prevented

from exercising theirs.

4. In the areas of development cooperation and humanitarian

aid, the Union shall have competence to

carry out activities and conduct a common policy;

however, the exercise of that competence shall not

result in Member States being prevented from exercising

theirs.

Article 5

1. The Member States shall coordinate their economic

policies within the Union. To this end, the Council

shall adopt measures, in particular broad guidelines

for these policies. Specific provisions shall apply to

those Member States whose currency is the euro.

2. The Union shall take measures to ensure coordination

of the employment policies of the Member States,

in particular by defining guidelines for these policies.

3. The Union may take initiatives to ensure coordination

of Member States' social policies.

Article 6

The Union shall have competence to carry out actions

to support, coordinate or supplement the actions of the

Member States. The areas of such action shall, at European

level, be:

(a) protection and improvement of human health;

(b) industry;

(c) culture;

(d) tourism;

(e) education, youth, sport and vocational training;

(f) civil protection;

(g) administrative cooperation.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 00:08

22 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Takk fyrir textann. Bkv. b

Baldur Kristjánsson, 9.11.2009 kl. 00:11

23 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvorki ég né þú Baldur geta svarað þeirri spurningu við hvaða lög og hvaða stjórnarskrá við búum eftir innlimun í ESB. Ég sé engan tilgang með því að setja fullveldi okkar í hendur annara og engan ábata af því að skerða frelsi okkar til viðskipta meira en orðið er. Ég býst ekki við að sá draumur minn rætist að við göngum út úr EES.

ESB var ekki stofnað með hagsmuni okkar í huga.

Árni Gunnarsson, 9.11.2009 kl. 00:36

24 Smámynd: Haraldur Hansson

Sá sem trúir á Guð sinn þarf ekki að sanna tilvist hans fyrir öðrum en sjálfum sér. Ef hægt væri að sanna tilvist Guðs væri búið að breyta trúnni í vísindi. Þess vegna er talað um trúarbrögð.

Sá sem vill breyta hagkerfinu, stjórnkerfinu og samfélaginu öllu, þarf hins vegar að færa rök fyrir máli sínu. Sanna, eins og hægt er, að hugmyndir hans séu til bóta. Sýna haldbær dæmi máli sínu til stuðnings.

Að segja “það er nokkuð víst” er ekki sönnun. Ekki einu sinni þótt það sé sagt þrisvar í níu línum. Að segja að hagurinn muni vænkast og “ekkert bendi til annars” dugir ekki heldur til.

Ef settar eru fram kenningar um samfélagið með slíkum rökum er það meira í ætt við trúboð en kenningar í stjórnmálum og hagfræði. Færsla eins og þessi skýrir hvers vegna talað er um ESB-trúboð. Fullyrðingar án rökstuðnings. Trú á að kerfið verði betra af því að það stendur í bók sem var rituð í Brussel og árituð í Lissabon.

Haraldur Hansson, 9.11.2009 kl. 00:39

25 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þessi færsla er á meðal þess merkilegasta sem ég hef séð, þótt ekki sé fyrir rökfestu eða sannleika.

Loftur Altice Þorsteinsson, 9.11.2009 kl. 01:02

26 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Flott færsla Baldur. Við stefnum á að tilheyra siðaðra manna samfélagi í okkar nánustu framtíð. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 9.11.2009 kl. 08:31

27 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og til að tryggja nú þetta "siðaðra manna samfélag" væri öruggast að gera Silvio Berlusconi að ríkisstjóra.

Árni Gunnarsson, 9.11.2009 kl. 17:00

28 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Árni, ég hélt að Silvíó væri annar erlendi vinur DO en hinn var George í Vestrinu. Svona heilt tekið menn gærdagsins, en ekki framtíðarinnar.

Gunnlaugur B Ólafsson, 9.11.2009 kl. 23:23

29 Smámynd: Elle_

Hinir ryðguðu og rykföllnu frasar: "Samfélag þjóðanna" og "siðaðra manna samfélagið", Gunnlaugur, geta átt við allan hinn frjálsari og stærri heim.  Ekki bara Evrópubandalagið sem er bara pínulítill hluti af heiminum og þar sem stærstu og spilltustu löndin ráða nánast öllu.   Og það er ekki and-evrópskt og Evrópu-phobia að vilja ekki draga sjálfstætt land sitt að langmestu undir lög stærri velda.   Það eru engin yfirgnæfandi rök fyrir að fara þangað inn, engin rök sem vega gegn göllunum.   

Elle_, 11.11.2009 kl. 21:41

30 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Við erum ekki að fara neitt! Við erum að velja það að eiga samleið með ríkjum Evrópu. Í gegnum EES stöndum við óvirk í andyrinu. En það er heilladrígra að velja það hlutskipti að vera fullgildir og virkir þátttakendur eins og meginþorri þjóða í álfunni hefur ákveðið.

Við eigum að vera virk í sveitastjórn, landstjórn, samstarfi meðal Norðurlanda (Norðurlandaráð), samstarfi meðal þjóða Evrópu (ESB) og samstarfi meðal þjóða heims (SÞ). Virkni á einu sviði skerðir ekki völd eða virkni annarsstaðar.

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.11.2009 kl. 23:48

31 Smámynd: Elle_

VIð erum virk í samstarfi meðal þjóða heims.  Við þurfum ekki að gangast undir lög Evrópu-stórvelda og lokast þar inni undir þeirra lögum og yfirráðum eins og í Icesave etc.

Elle_, 12.11.2009 kl. 00:28

32 Smámynd: Elle_

Og Evrópa er ekki eina heimsálfan. Og það vita líka Norðmenn, Rússar og Svisslendingar. Við munum verða heft gegn öðrum löndum í öðrum heimsálfum. EKki ætla ég að lokast inni undir Evrópubandalags-lögum og yfirráðum stórveldanna þar. Minnihluti landsmanna ræður þessu ekki.

Elle_, 12.11.2009 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband