Ekki pontuhopp og landráðayfirlýsingar - takk!

Ekki skal efast um það að Davíð Oddsson sá hætturnar en það tók engin mark á viðvörunum hans vegna þess að hann var pólitískt skipaður bankastjóri og vegna þess að menn handgegnir flokknum áttu Landsbankann og voru að sýsla með fjöregg þjóðarinnar. Hann virðist ekki einu sini hafa tekið mark á sér sjálfur nema stundum.

 

Við Íslendingar erum fórnarlömb ófaglærðra vinnubragða og flokksræðis og höfðum dregist langt aftur úr öðrum þjóðum í faglegum og skipulegum vinnubrögðum þegar þarna var komið sögu.

 

Ef eitthvað bjargar okkur nú er það ekki pontuhopp og yfirlýsingar um landráð (Framsóknarflokkur) eða yfirlýsingar um kjánagang annarra (nefndur Davíð) heldur yfirvegun, samtal og samvinna bæði innbyrðis og í samskiptum við aðrar þjóðir.

 

Látum tíma gamalla flokkshesta vera liðinn tíma.


Eina færa leiðin uppávið!

Icesave skuldirnar eru ógnvænlegar og mér finnst í alvöru að fulltrúar þeirra stjórnmálaflokka  sem nánast felldu íslenska þjóðarbúið ættu að vera hógværir í umræðunni. Hvort sem við horfum á það siðferðilega eða lagalega þá eigum við þann kost einan að samþykkja Icesave samninganna e.t.v. með fyrirvörum sem við getum vitnað til síðar.  Síðan eigum við að sækja um aðild að ESB og stefna að upptöku Evru.  Þetta er eina færa leiðin uppávið. 


Skjöldurinn minnir á forna dýrðardaga!

Í lítilli, hljóðlátri, hliðargötu við Mannréttindabygginguna í Strassborg  blaktir fáni Íslands ekki meir.  Enginn svarar bjöllunni.  Fastanefnd Íslands hjá Evrópuráðinu hefur verið lögð niður. Þetta voru viðbrögð við hruninu. Enn er skjöldurinn og minnir á dýrðardaga lands og þjóðar:,,Fastanefnd Íslands hjá Evrópuráðinu", stendur á honum.

Ísland er þó enn í Evrópuráðinu sem er samráðsvettvangur allra ríkja Evrópu, þau eru nú 47, og Tyrklands. Samráðið tekur einkum til mannréttinda og menntamála


Óþol gagnvart skoðunum annarra -þankabrot dagsins!

Af hverju bregst fólk svona ókvæða við skoðunum annarra? Setji maður fram ákveðna skoðun á netinu þyrpast andmælendur að, andmæla kröftulega, reyna gjarnan að gera lítið úr þeim setti skoðunina fram, tala niður bæði skoðunina og manninn sjálfan ekkert síður. Auðvitað er mönnum heitt í hamsi þegar kemur t.d. að því  efnahagslega ástandi sem við stöndum frammi fyrir.  Við erum satt að segja mjög illa stödd og gjörsamlega rúin trausti.  En óþol okkar gagnvart skoðunum annarra er ekki ásættanlegt.  Ef við ætlum að hætta að vera þöglir þegnar eins og við vorum lengst af  og förum að verða talandi og skrifandi lýðræðisþjóð þá verðum við að láta af þessu óþoli gagnvart skoðunum annarra.

Þetta er þankabrot dagsins. Takk fyrir.


Að taka á sig syndir annarra

Sagan um Steingrím J. Sigfússon minnir mig á forna en sílifandi frásögn um einn sem tók á sig syndir annarra og var krossfestur.   Sá vann reyndar fullnaðarsigur í hörmungunum.  Við skulum vona að sigur Steingríms verði ekki svo afgerandi.  Það nægir mér að hann landi Icesave á Alþingi e.t.v. með fyrirvörum. Persónulega hef ég samúð með afstöðu þeirra sem ekki vilja borga en kaupi ekki afstöðu þeirra. Ég vil að við höldum áfram að vera þjóð meðal þjóða sem tekur ábyrgð á skuldbindingum sem gerðar voru með aðgerðum og aðgerðarleysi fyrri ríkisstjórna.  Ég hef hins vegar enga samúð með afstöðu margra stjórnarandstöðuþingmanna..  Þeir minna á engan hátt á iðrandi syndara.

Traust er dýru verði keypt...

Fólk drattast áfram.  Flestir allt of mikið klæddir.  Það er heitt, of heitt á meginlandi Evrópu núna. Fólk hjólar. Sumir þeirra hafa vit á því að vera léttklæddir. Enn aðrir leita skjóls á fundum þar sem er loftkæling. CNN sagði hitabylgju víða um heim. Á ipod símanum mínum sé ég að það er þoka í Reykjavík. Á Eyjunni sé ég að Icesave deilan magnast.  Margir reyna þar að vera spámenn í sínu föðurlandi.  Ég tek undir með þeim sem halda því fram að traust og orspor okkar sé Icesave samningsins virði. Traust er dýru verði keypt, segir Halldór Reynisson. Hárrétt.  Kannski ætti Alþingi að samþykkja samninginn með fyrirvara um að afborganir færu aldrei upp fyrir 2% þjóðarframleiðslu.  Hver veit nema þeir sem eiga skuldir okkar myndu skilja og virða þann fyrirvara.

Bensínlaus þyrla í Þorlákshöfn!

Loksins kom eitthvað af sem hægt var að sjá af himnum ofan að kirkjunni okkar Þorlákskirkju.  Þyrla Lanhelgisgæslunnar TF- Líf hringsólaði yfir okkur og lenti svo má bílastæðinu við kirkjuna. Mér er sagt að hún hafi orðið eldsneytislaus. Fólk dreif að. Börn og fullorðnir þyrptust að og þyrlumenn leyfðu öllum að skoða á meðan beðið var eftir bíl frá Selfossi með þyrlubensín. Ég ætla ekki að fara að sofa fyrr en hún er farin því annars vakna ég við skellina þegar hún skríður yfir húsið. Segiði svo að það gerist ekkert._yrlan_vor_2009_017.jpg_yrlan_vor_2009_019.jpg

Djúpt liggja rætur kvenfyrirlitningarinnar

Elsta heimild, sem mér er kunn um kirkju í Krýsuvík er, að um 1200 er hennar getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar í Skálholti. Kirkjan er talin Maríukirkja. Kirkjan sem nú stendur var reist 1857 og endurbyggð 1964 og þá afhent þjóðminjasafninu til varðveislu.  Þetta er vinalegt timburhús sæmileg að minnsta kosti að innan.  Altaristaflan vekur athygli.  Hún er eftir Svein Björnsson listmálara og rannsóknarlögreglumann, frumleg og minnistæð. Kirkjan er opin. Autt upplýsingaskilti er við hlið og ætti að bæta úr því. Ennfremur mætti laga stíg að kirkju.

Tröllkonan Krýsa bjó í Krýsuvík og Herdís í Herdísarvík. Þær tókust á og lögðu mannskaða á bæi hverrar annarrar.  þareykjanes_vor_2009_006.jpgreykjanes_vor_2009_007.jpgð rættist allt enda fórust menn oft við suðurströndina.  Þetta er ekki í eina skiftið sem afmyndaðar konur eru taldar ábyrgar fyrir því sem illa fer.  Djúpt liggja rætur kvenfyrirlitningarinnar.

Icesave fellt - mögulegar afleiðingar!

Verði Icesave fellt fellur ríkisstjórnin.  Það er augljóst. Þá er aðeins ein önnur stjórn í spilunum, ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, ríkisstjórn um brýnustu aðgerðir.  Við myndum strax segja við okkur viðsemjendur og hið svokallaða alþjóðasamfélag.  Veriði róleg.  Hér er ekkert alvarlegt á ferðum. Við erum að mynda hér ríkisstjórn helstu ráðaafla samfélagsins og það sem hún semur um mun standa.  Við þurfum lítilsháttar lagfæringar á samningnum t.d. lægri vexti en getum fallist á hærri höfuðstól á móti.  Við ætlum að borga.  Við erum hvorki draumóramenn né siðleysingjar.  Við gerum okkur grein fyrir ábyrgð Íslands sem þjóðar, það hugtak er ekki dautt enn.  Þessi neyðarstjórn semur síðan um ráðstafanir í ríkisfjármálum, embættimenn verða virkari og forsvarsmenn atvinnulífsins þegar flokkur þeirra Sjálfstæðisflokkurinn verður kominn aftur, sveitarstjórnarmenn sveigjanlegri, hægt verður að ræða við LÍÚ.  Þessi neyðarstjórn mun síðan ganga til samninga við ESB.  Í samninganefndinni verða kröftugir fulltrúar sjávarútvegsins, enginn talar lengur um fyrningarleið. Kraftur verður settur í stóriðjuframkvæmdir. Eftir svona ár eða eitt og hálft verður kosið til Alþingis jafnhliða því að kosið verður um aðildarsamning.  Ríkisstjórnarfokkunum gengur vel. Bjart verður framundan. Við á leið upp úr lægðinni. Aðildarumsókn kallar á kraftmikla vinnu og enduskipulagningu á öllum sviðum samfélagsins, nýjar hugmyndir kvikna, bjartar vonir vakna.  Samfylkingin hefur náð fram helsta markmiði sínu, aðildarumsókn, Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt fram á að án hans næst ekkert fram. Upp úr þessu kemur þó væntanlega einhvers konar miðjustjórn undir forystu annars hvors flokksins.

Og slagorðið ,,Aldrei aftur vinstri stjórn” fær nýja vængi.


Karlinn stendur enn!

Karlinn, móbergshnúkur fyrir Reykjanesi stendur enn en kerlingin, sem var norðar, er löngu horfin,  fallin fyri Ægi konungi. Í mannlífinu er þetta öðruvísihornfir_ingar_vor_2009_005_869954.jpg. Kerlingar standa lengur en karlar, en að lokum falla allir.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband