Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Alvöru vinna rannsóknanefnda!

Rannsóknarnefndirnar virðast hafa unnið vinnuna sína. Niðurstaðan er greinargóð, skýr. Aðalleikendur í stjórnkerfi , ráðherrar, bankastjórar Seðlabanka og forstjóri Fjármálaeftirlits sýndu af sér vanrækslu og stjórnendur bankanna sýndu af sér vítavert siðleysi.
Það er mikil alvara fólgin í því að stjórna einu samfélagi. Það skiptir máli hverjir stjórna bönkum.
Og það er ljóst að okkur hefur mistekist að byggja hér upp gott, ábyrgt samfélag. Samfélag okkar er klíkusamfélag, kunningjasamfélag, ættarsamfélag. Hrokafullt, rotið, fákunnandi, smátt í sniðum.

Á Hala í Suðursveit

Ég er að borða morgunmat í Þórbergssetrinu í Suðursveit og vaknaði við gæsagarg, þær flugu blessaðar í oddaflugi inn yfir landið. Kjöt á flugi segja menn. Mikill er máttur skaparans. Það er greinilega vor. Ég er að spila brids á árlegu minningarmóti um Torfa Steinþórsson á Hala og er sem stendur í öðru sæti ásamt makker mínum Grétari Vilbergssyni snillingi frá Höfn. Og Þórbergur svífur yfir vötnunum, þessi andans snillingur sem gerði Suðursveitina og Hala í Breiðabólstaðatorfunni að ódauðlegum stöðum. Já, það er gaman að dvelja í Suðursveitinni og ekki er það verra að hér er mikið af Skaftfellingum sem eru hinir þægilegustu menn.


Svavar og skítkastið!

Svavar Gestsson sem gerði góða Icevsamninga á þeim tímapunkti sem þeir voru gerðir ritar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann ber sig illa undir fúkyrðum og gífuryrðum í sinn garð þegar hann ritaði stutta grein í blað fyrir skömmu.
Svavar er af gamla skólanum. Alinn upp við það að gáfaðir ritstjórar á Þjóðviljanum og Morgunblaðinu sáu um skítkastið. Það var miklu betra fyrirkomulag. Það var nokkur stíll yfir því skítkasti enda pennafærir hæfileikamenn á ferð og svo beindist það yfirleitt að fámennum hópi útvalinna.
Með tilkomu netsins eru svínin öll komin svaðið og þá kárnar gamanið. Fæstir hafa nokkra hæfileika í skítkastinu og menn verða heimskulegir, grófir og ruddalegir hver í annars garð.
Og alltaf eru það margir sem í heimsku sinni virðast hafa þann eina tilgang að meiða aðra í umræðunni.
Ég er alveg til í að koma í málfrelsisfélag með Svavari. Ekki svo galin hugmynd á þessum síðustu og bestu tímum. En við þurfum að ræða um hvað við eigum við með málfrelsi. Það gæti orðið fyrsta verkefni félagsins.

Valhöll eða ,,Paradís"?

Grein þessi eftir guðfræðingana átta birtist í Fréttablaðinu á Skírdag.
Í fornum sið var haft fyrir satt að vopndauðir menn færu til Valhallar en risu síðan upp að morgni og berðust á ný. Vopndauði var þáttur í ímynd hetjunnar sem átti sér trygga endurkomu. Hrynjandi daganna var hin sama. Allt hneig í sama far, hringrás og endurreisn var tryggð. Lífið sigraði dauðann en til hvers? Er slík stríðshyggja eftirsóknarverð, vopnaglamur, hreystisókn, blóðsúthellingar, dauði hetju sem vaknar síðan til sama leiks á nýjum morgni, dag eftir dag?

Endurnýjun í stað endurtekningar

Páskar eru önnur mynd endurnýjunar. Á páskum fagna kristnir menn sigri lífsins. Þar er ekki hrósað sigri hetju sem gengur til orustu heldur þess sem ögrar ofbeldinu með því að leggja niður vopn. Páskar eru hátíð sem hyllir lífið og allt sem stuðlar að eflingu þess. Kristinn upprisuboðskapur gengur út á það að allt verði nýtt. Ekkert er sem áður. Hringrás ofbeldis og eiginhagsmunahyggju er rofin. Ekki skal lengur haldið í fals og lygi. Kristinn upprisuskilningur umbreytir öllu. Ekki er sóst eftir meiru af því sama heldur upprisu til nýs lífs. Páskar opna veröldina og bjóða mönnum til róttækrar endurskoðunar á lífsháttum og gildum.

Hvernig veröld viljum við?

Á örlagatímum í sögu okkar reynir á gildi. Hverskonar veröld viljum við byggja okkur og börnum okkar? Viljum við lífshætti af því tagi sem Jesús Kristur tjáði eða fýsir okkur frekar að leika víkinga í útrás? Því miður minnir samtíðin fremur á forn-heiðinn hugsunarhátt en kristinn. Svo virðist að æ fleirum sé það keppikefli að komast í gamla gírinn, rísa upp og berjast með sömu vopnum og áður. Boðskapurinn er einfaldur: Virkjum, byggjum orkufrek iðjuver, stuðlum að hergagnaframleiðslu og höldum í nýja útrás, nú með aðeins beittari vopnum og betri markaðssókn. Að kvöldi skulum við ekki falla. Markmiðið virðist vera það eitt að þjóðin nái sér á strik að nýju án þess að nokkuð breytist í grunninn, án þess að nokkuð sé hugsað upp á nýtt. Hvar örlar á nýrri stjórnarskrá, auknu lýðræði, öðrum samtalsmáta, breyttri afstöðu til náungans, til landsins? Hvar bregður fyrir nýrri birtu? Er Valhöll virkilega okkar sögustaður og því engin þörf fyrir páskasól og boðskap um að lífið lifi og fallnir menn megi breytast til hins betra

Stöðnun frekar en endurnýjun

Svo virðist sem margir vilji ekki rísa upp til nýrra og betri hátta en vilji frekar endurtaka leikinn frá í gær. Þetta má ekki viðgangast. Við þurfum að vera tilbúin til að hugsa hlutina upp á nýtt. Við eigum að fagna hinu nýja lífi, tileinka okkur nýjan hugsunarhátt, nýja samskiptahætti. Við getum ekki boðið komandi kynslóðum upp á meira af því sama.

Höfundar. Sigrún Óskarsdóttir, Sólveig Anna Bóasdóttir, Anna Sgríður Pálsdóttir, Sigurður Árni Þórðarson, Pétur Pétursson, Hjalti Hugason, Arnfríður Guðmundsdóttir og Baldur Kristjánsson.


Áhyggjur af vaxandi gyðingaandúð!

Fjölmiðlar flytja fréttir um Gyðingaandúð. Því miður virðist hún ekki á undanhaldi í Evrópu. Framferði Ísraelsstjórnar er oft týnd til sem ástæða og víst er að ástandið á Gaza svæðinu bætir ekki, né fjármálakrísan í heiminum sem gefur ýmis konar andúð vængi. Árásum á bænahús Gyðinga og greftrunarstaði þeirra fjölgar og afneitunarkenningar um fjöldamorð nasista á gyðingum fljúga um. Og sem fyrr eru til stjórnmálamenn og stjórnmálaöfl sem reyna að þrífast á jarðvegi andúðar.
Hvað varðar veraldarvefinn þá er þörf á samþjóðlegu átaki til að sporna við útbreiðslu sífellt á fjölgandi ný- nasistasíðum.
ECRI sú nefnd Evróuráðsins sem fæst við kynþáttafordóma og gyðingaandúð hefur miklar áhyggjur af þessari þróun og hvetur ríki Evrópu til aðgerða.

Tímabær aðvörun um kynþáttafordóma!

Ég set þessa klausu inn vegna þess að aðvörunin virðist eiga fullt erindi inn í Ísland nútímans. Í ávarpi sínu, í tilefni af Alþjóðadegi baráttu gegn kynþattamisrétti, leggja mannréttindanefndir Evrópuráðsins og Evrópusambandsins áherslu á baráttu gegn dreifingu kynþáttahaturs á veraldarvefnum. Varað er við því að kynþáttahatarar hafi tekið netið í þjónustu sína þar sem þeir breiði úr óhuggulegan boðskap sinn sem nái þar einkum til ungs fólks. Við þessu verði að bregðast af krafti.
Okkur hefur lengi verið ljós hættan á orðræðu á netinu sem kyndir undir hatur á öðru fólki og nefndir okkar hafa reynt að bregðast við segir í sameiginlegu ávarpi. ECRI, nefnd Evrópuráðsins, hefur áður lagt línurnar um hvernig hægt sé að berjast gegn kynþáttahatri á netinu bæði með löggjöf og uppfræðslu.
Til þess að ná árangri þurfi að lögsækja þá er að slíku standa. Það þurfi að þjálfa lögreglumenn og saksóknara til þess að rekja efni á vefnum og finna leiðir til þess að ákæra. Yfirvöld þurfa að huga að löggjöfinni og ríki þurfa að hafa samstarf sín á milli. Sérstaklega þarf að huga að því að ung börn liggi ekki flöt fyrir þessum mannfjandsamlega áróðri. Þá eru stjórnvöld hvött til þess að gefa gaum og kanna umfang kynþáttahatursáróðurs og gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að bregðast við.
Kynþáttahatur og kynþáttafordómar leiða til ofbeldis og misréttis. Markmið okkar er að skapa samfélag þar sem slíkt þekkist ekki þar sem allir sitja við sama borð án tillits til uppruna, litarháttar eða trúar eða nokkurs slíks .
Íslensk stjórnvöld ættu að íhuga alvarlega, taka þá áskorun ECRI alvarlega, að staðfesta viðauka nr. 12 við mannréttindasáttmála Evrópu en Ísland er í hópi Evrópuríkja sem hafa samþykkt hann en ekki staðfest. Innleiðing sáttmálans auðveldar alla baráttu fyrir hvers konar misrétti.

Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti!

Nú er nýhafin Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti en hún miðar að því að uppræta þröngsyni, fordóma og þjóðernishyggju en nóg er af þessu öllu saman eins og við vitum.  Markmiðið er að byggja  Evrópusamfélag víðsýni og samkenndar þar sem allir eru jafnir óháð útliti og uppruna og trú.  Alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti er 21. mars.  Sú dagsetning var valin af Allsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna sem til minningar um 69 mótmælendur í S- Afríku sem myrtir voru 21. mars 1960 er þeir mótmæltu aðskilnaðarstefnu stjórnvalda.

Í Evrópu er það Evrópuráðið í nafni ECRI og Mannréttindadómstólsins sem leiðir baráttuna gegn kynþáttamisrétti.  Evrópusambandið hefur einnig látið sig málefnið varða.


ECRI um bænaturna í Sviss!

Það er ekki oft sem ECRI, nefnd á vegum Evrópuráðsins, ályktar en ætli Svissarar að banna bænaturna virðist um brot á mannréttindasáttmála Evrópu að ræða. Eitt af hlutverkum ECRI eins og  Mannréttindadómstóls Evrópu er að standa vörð um Mannréttindasáttmálann. ECRI hefur áður gagnrýnt að mannréttindi væru lögð undir þjóðaratkvæði. Þarna er um að ræða að fólki sé gert jafn hátt undir höfði þegar kemur að trúariðkun sem öðru og að allir hafi frelsi til að iðka trú sína.


,,The European Commission against Racism and Intolerance (ECRI) wishes to express its deep concern about the results of the Swiss popular initiative which approved the inclusion, in the Federal Constitution, of a new provision banning the construction of minarets.
In its report on Switzerland published on 15 September 2009, ECRI clearly regretted that “an initiative that infringes human rights can be put to vote”. ECRI added that it “very much hoped that it would be rejected”.


The figure of 57,5% in favour of the ban, and the fact that the Federal Council’s and other key Swiss stakeholders’ call to vote against went unheeded, are difficult to reconcile with the efforts made to combat prejudice and discrimination in the country over the last years. This vote will result in discrimination against Muslims and infringe their freedom of religion. As ECRI has warned in its report, this risks creating further stigmatisation and racist prejudice against persons belonging to the Muslim community.


ECRI calls on the Swiss authorities to study carefully the consequences of this vote and do their utmost to find solutions that are in keeping with international human rights law. In the meantime, ECRI emphasises the urgent need for the Swiss authorities to follow-up on its recommendation “to pursue their efforts and dialogue with Muslim representatives”.

Ég hef opnað blogg á bloggheimar.is/baldur/   Slóðin er einnig www.baldur.is  Þar verð ég í einhverjum mæli með punkta um mannréttindi og e.t.v. fleira.


Þakka fyrir mig !

Þakka mörgum góðum bloggvinum sem ég hef eignast hér á Moggablogginu samskiptin.  Þá sem hafa kommenterað af meinfýsni og stöðugum tilvísun í starfsheiti mitt bið ég vel að lifa. Hér hef ég bloggað í nokkur ár en áður skrifaði ég inn á heimasíðu mína www.baldur.is frá 2001. Ég á það lén enn og tek kannski upp þráðinn þar síðar, hver veit.  Þakka þeim sem halda utanum bloggið.  Ég  á eftir að ráðgast við þá um það hvernig þetta fer fram tæknilega því að ekki vil ég glata því sem hér er skrifað.

Að ég hætti í vistinni  hér hefur ekkert að gera með ritstjóraskipti nema þá óbeint og þá vegna þess að sá  hópur sem gerir athugasemdir við skrif mín hefur orðið einsleitari.  Sumir eru dónalegir í minn garð eða annara.  Ég hef lokað á fjóra en kann ekki við það.

Þó að ritstjóraskiptin séu ekki ástæða fyrir því að hætti  breytir það því ekki að ég sakna Ólafs Stephensen sem ritstjóra.  Mogginn á hans dögum var gott blað.


Bandarískt heilbrigðiskerfi og það íslenska!

Athyglisvert er að Fulltrúadeild bandaríkjaþings samþykkir umbætur í heilbrigðisþjónustu.  Nú er að sjá hvort að Öldungadeildin nær að sameina ólíkar tillögur og samþykkja.

Tugmilljónir Bandaríkjamanna eru án heilbrigðistrygginga. Repúblikanar berjast með oddi og egg gegn öllum breytingum.  Misskiptingin í bandarísku þjóðfélagi er einna greinilegust í heilbrigðiskerfinu.

Vonandi vilja sem flestir Íslendingar að hér verði áfram skandinavískt velferðarkerfi.  Þeir eru þó líklega til  sem eru hrifnir af því bandaríska.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband