Gissur "góður" Sigurðsson
11.1.2007 | 10:34
Að fá hann Gissur Sigurðsson fréttamann á skjáinn í spjall á Íslandi í bítið er hrein snilld og hefur stundum hjálpað mér við þá þrekraun að komast framúr. Þarna er fullorðinn, þó ekki gamall, fréttamaður sem einvern veginn fjallar um það sem er á dagskrá af hógværu viti og með hæfilegum húmor. Ég vil fá meira af þessum jafnöldrum mínum á skjáinn. Þetta er fólk sem býr yfir reynslu og þroska, hefur séð sitthvað áður, dregur þar af leiðandi ekki ungæðingslegar ályktanir af margreyndum hlutum. Og Gissur er í hópi þeirra allra bestu.
Hvar eru allir hinir mature fréttamennirnir. Sumir eru reyndar í hljóðstofum líkt og þessi kynslóð hafi verið of sein fyrir sjónvarpið og kunni ekki við sig á skjánum? Eða er hún talin of hrukkótt? Er betra að hafa ungt og (veraldar)heimskt en gamalt og gott? Eða er ástæðan sú að hún nennir ekki að vera í þessu útaf vaktavinnu og lélegum launum? Eru allir gömlu góðu blaða og fréttamennirnir komnir inn í ráðuneytin eða til stórfyrirtækjanna að semja fréttatilkynningar? Eitthvað er það, þeir eru ekki á skjánum, fæstir.
Ég vona að Gissur Sigurðsson kommenteri á fréttir sem allra lengst og ég vil að fleirri góðir og gegnir verði látnir draga fram skóna á nýjan leik. Þá horfi ég og borga fyrir sé þess krafist.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gissur er bráðskýr maður, eins og hann á kyn til.
Hlynur Þór Magnússon, 11.1.2007 kl. 10:41
Sammála þér með Gissur...
GK, 11.1.2007 kl. 20:34
kveðja í höfnina! Allt er vænt sem áður var lofað! Viskubrunnur þykir jafnan góður brunnur og betra ef óskabrunnur sé!
www.zordis.com, 11.1.2007 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.