Þjóðkirkjufyrirkomulagið þarf ekki að mismuna!

Evrópuráðið hefur ekki talið að þjóðkirkjufyrirkomulagið á Norðurlöndunum mismuni þegnunum. Þetta er fyrirkomulag á sér djúpar rætur í menningu þjóðanna og fjárhagslegt samband ríkis og kirkju er bundið samningum.  Kirkjan hefur afsalað sér landeignum, kirkjujörðum og eignum biskupsstóla í hendur ríkisins en fær í staðinn greidd laun prestanna.  Ríkið sér síðan um innheimtu sóknargjalda en sóknargjöld eru ekki framlag ríkis til kirkju.

Íslenska kirkjan er sennilega sjálfstæðust þjóðkirkna á Norðurlöndum.  Engin ástæða er til þess að breyta þessu ágæta hefðbundna fyrirkomulagi þó að gæti þurfi þess að fullt jafnrétti sé meðal fólks þegar kemur að trúmálum.  Sjálfsagt er að tryggja að svo sé í stað þess að berja bumbur og heimta aðskilnað sem þegar er til staðar að því marki sem skynsamlegt er.

Á Norðurlöndunum eru menn að mestu leyti hættir þessu fjasi um aðskilnað enda er hann staðreynd alls staðar nema í Danmörku sem heldur sér fast við forna skipan og farnir (fyrir löngu) að einbeita sér að mannréttindaumræðu, umræðu um það hvernig byggja eigi réttlátt samfélag án mismununar. Skref í þá átt var stigið á alþingi nýlega með einum hjúskaparlögum og mikill meirihluti presta, menntaðra guðfræðinga, styður þau lög heilshugar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

"Þetta er fyrirkomulag á sér djúpar rætur í menningu þjóðanna og fjárhagslegt samband ríkis og kirkju er bundið samningum. "

 Þessi rök eru ákaflega veik, það er ekki sjálfgefið að ef eitthvað sé gamalt og á sér langa sögu, að þá megi ekki breyta því og það sé sjálfkrafa gott. Það eru til ótalmörg dæmi um hið gagnstæða og þú getur örugglega sjálfur hugsað þér nokkur akkúrat núna.

" Kirkjan hefur afsalað sér landeignum, kirkjujörðum og eignum biskupsstóla í hendur ríkisins en fær í staðinn greidd laun prestanna."

Hvernig komst kirkjan yfir þessar eignir? Ekki að ég hafi gert neina tæmandi könnun á því en eftir samtal mitt við gamla gárunga á Hornströndum þá var það allt annað en með sérstaklega heiðvirðum hætti sem kirkjan komst yfir nær allar jarðir þar. Það er semsagt ekki bara íslenskir bankamenn sem finnst sjálfsagt að ræna og rupla hlutum og selja fórnarlömbunum svo hlutina aftur á uppsprengdu verði. Mjög kristilegt.

" Ríkið sér síðan um innheimtu sóknargjalda en sóknargjöld eru ekki framlag ríkis til kirkju."

Hvers vegna í ósköpunum á ríkið að sjá um þessa innheimtu? Ástæðan er að sjálfsögðu til að geta viðhaldið þeirri reglu hér að skrá ómálga hvítvoðunga í sértrúarsöfnuði móður sinnar, sem er mannréttindabrot samkvæmt ályktun Evrópusambandsins. Þessi ólöglega og ósiðlega skattheimta er þvílík tímaskekkja að það þarf að leita niður til arabalandanna til að finna viðlíka fyrirkomulag. En kirkjunnar menn vita mæta vel að kirkjan myndi deyja drottni sínum ef þessu fyrirkomulagi væri breytt, og því er erfitt annað en að álykta að kirkjan beitir þjóð sína ofbeldi í krafti löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvaldsins til að viðhalda illa fengnum völdum sínum. Skömm þeirra er gríðarleg.

 "Íslenska kirkjan er sennilega sjálfstæðust þjóðkirkna á Norðurlöndum.  Engin ástæða er til þess að breyta þessu ágæta hefðbundna fyrirkomulagi þó að gæti þurfi þess að fullt jafnrétti sé meðal fólks þegar kemur að trúmálum."

Það fyrirkomulag sem nú er, tryggir einungis að ekki sé jafnrétti á milli fólks. Einungis fullur aðskilnaður og trygging þess í stjórnarskrá getur nokkurn tímann tryggt jafnrétti á milli þegna þessa lands þegar kemur að trúmálum.

"Skref í þá átt var stigið á alþingi nýlega með einum hjúskaparlögum og mikill meirihluti presta, menntaðra guðfræðinga, styður þau lög heilshugar"

Því einu get ég verið sammála þér um :)

Sigurður Karl Lúðvíksson, 16.6.2010 kl. 15:31

2 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Myndin hér sýnir ágætlega hversu einangruð við erum að verða, og við eigum aðeins eftir að verða einangraðri, það er bara tímaspursmál hvenær við verðum síðust í þróuðum vestrænum ríkjum, og þá getum við aðeins borið okkur saman við íslamísk ríki. 70% þjóðarinnar er ósammála þér.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 16.6.2010 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband