Öfug samþykkiskrafa v/ líffæragjafar!

Ég les mér til um það að fyrir Welska þinginu liggi tillaga um að leyfilegt verði að taka líffæri úr dánu/deyjandi fólki án þess að fyrir liggi samþykki þess.  M.ö.o. ef viðkomandi ber ekki á sér kort um það að hann/hún leyfi ekki að líffæri sé tekið/gefið verði litið svo á að hann hefði leyft /leyfi líffæragjöfina/tökuna. Verði þessi tillaga samþykkt verður Wales  fyrsta svæðið í Bretlandi sem þessi háttur verði hafður á skv. the Times í dag 14. júlí.

Mér finnst þetta athyglisvert og skynsamlegt.  Ætti að auka framboð á líffærum og bjarga fleiri mannslífum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Við erum kannski bara með líffæri okkar að láni frá ríkinu, eða hvað? Hvað er skynsamlegt við það að taka án leyfis hluta af líkama okkar án endurgjalds? Er það kannski bara vegna þess að við erum látin. Finnst þér eðlilegt að ríkið eða aðrir opinberir aðilar slái eign sinni á líffæri látins fólks, án samþykkis þess? Ég er nú ekki viss um það að þetta fái brautargengi á welska þinginu og ef svo yrði má gera ráð fyrir því að ólögum af þessu tagi verði hnekkst fyrir dómstólum.

Gústaf Níelsson, 14.7.2010 kl. 22:26

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sæll Gústaf. Mörgum finnst eðlilegt að dauður líkami þeirra sé notaður ef bjarga lífi og telja því að þeir (fáu) sem vilji það ekki geti haft fyrir því að fá sér kort.  Þar með nái vilji fleirri fram að ganga.  Annars er þetta áhugaverð spurning.  Hver á dauðan líkama þinn? Er það ekki bara lífssamfélagið í heild, allt sem lifir og jörðin með. Hann verður hvort sem er hluti af þessu batteríi öllu og það verður að sitja uppi með hann.  Hversvegna má þá ekki nýta hann skynsamlega eða skipulega? Er nokkuð verra að búta hann niður(og tengja hluta hans við annað líf) en að kveikja í honum, eða grafann niður?  Kemur þér það við þegar þú ert dauður?   Mér sýnist vera pláss fyrir fjölmargar skemmtilegar spurningar þarna.  Bkv.  Baldur

Baldur Kristjánsson, 14.7.2010 kl. 22:45

3 Smámynd: Snorri Óskarsson

Menn bjarga svo sem ekkert mannslífum á þennan hátt. Menn eru látnir deyja fyrr en sumir fá framlengingu.....Það bjargast enginn nema hann frelsist, "til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur eignist eilíft líf". Er þetta ekki það sem skiptir mestu?

kveðja

Snorri í Betel

Snorri Óskarsson, 15.7.2010 kl. 09:25

4 Smámynd: Páll Jónsson

Einfalt mál að senda einfaldlega spurningalista heim til allra einstaklinga í landinu þar sem þeir geta hakað sérstaklega við ef þeir vilja ekki verða líffæragjafar... Nær öruggt er að fólk sem ekki hefur hugsað út í það áður myndi glatt skilja reitinn eftir auðan.

Með því móti væri ekkert gert í leyfisleysi og allir ættu að vera sáttir.

Ég sting upp á því að setja þetta á kjörseðilinn í næstu alþingiskosningum, þá er sparað féð sem ella færi í spurningalistann.

Páll Jónsson, 15.7.2010 kl. 13:10

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Venjan er sú í lífinu að við leyfum hluti beinlínis. Annars er litið svo á að leyfi viðkomandi einstaklings liggi ekki fyrir. Það býður ýmsum hættum heim ef þessu er breytt. Það verða þá yfirvöld sem ráða og þarna á sviði sem ekki er opinbert heldur einkalegt. Þetta er allt ekki eins einfalt og þrýstingur læknavísindanna vill vera láta. Ef svona lög verða sett hvaða fordæmi gæti það gefið um ýmislegt annað? Betra er að beita öðrum ráðum til þess að hvetja menn til að leyfa líffæraflutninga eftir dauðann fremur en bindandi lagasetningu yfirvalda til að ráðskast með.

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.7.2010 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband