Vopnafjörður er fallegur bær
22.7.2010 | 14:49
Vopnafjörður er fallegur bær. Bærinn snyrtilegur, húsin vel máluð, garðarnir slegnir, fólkið vinsamlegt. Vekur athygli mína að fólkið setur ekki grindverk um garða sína. Og umhverfið stórlega vanmetið. Sjávarhamrar, fossar og fjallasýn algjört umdur. Sundlaugin í Selárdal gerir aðrar sundlaugar aumkunaverðar. Flakkaði svolítið um Langanesið. Hér er allt of lítið traffík. Nú liggur við að fólki bregði í brún þegar ferðamaður dúkkar upp. Það er ekki það að ég elski traffíkina en fólkið í ferðaþjónustunni verður að komast af. Hvernig væri að gera ferðaskiptasamning við Kína. Þeir flytji hingað hundrað þúsund kínverja til að ferðast um Langanes og Melrakkasléttu og við myndum í staðinn senda tíu Íslendinga til Kína. það myndi blása lífi í söfn, kaffihús og hótel á svæðinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Baldur það er sannarlega rétt hjá þér að Vopnafjörður er með fallegasta bæjarfélögum landsins, margir segja sá fallegasti. Bæjarstæðið sjálft er mjög skemmtilegt, og allt landslag mjög fjölbreytt. Það er nú talsvert af ferðamönnum sem koma til Vopnafjarðar, þó ég geti tekið undir með þér að of margir sleppa Vopnafirði ef þeir fara hringinn. Það er þess virði að fara Langanesið, eða niður á Vopnafjörð frá Möðruvöllum. Mér finnst síðan leiðin yfir Hellisheiði afar skemmtileg.
Mannlíf á Vopnafirði er að mínu mati mjög gott. Þar hefur lengst af verið hefð fyrir rökræðum án mikilla leiðinda. Mikið menningarlíf og síðan en ekki síst yfirleitt átt afburða knattspyrnufólk.
Sigurður Þorsteinsson, 22.7.2010 kl. 19:40
Takk fyrir þetta séra Baldur.
Það eru reyndar ár og dagar síðan ég sótti Vopnafjörð heim.En færslan er fín og ég tek undir þetta með ferðaþjónustuna.
Kær kveðja
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 26.7.2010 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.