Búrkubannið í Frakklandi!

Frakkar hafa bannað búrkur. Ég geng út frá því að með búrkum sé átt við höfuðbúnað sem hylji allt nema augu (margar tegundir höfuðbúnaðs eru til).  Fyrsta nálgun mín er sú að bannið sé brot á mannréttindum.  Hvers vegna má fólk ekki klæðast eins og það vill?  þá dettur mér í hug að verið sé að frelsa konur undan ánauð karlaveldis? En hver á að dæma um það ef ekki þær sjálfar?  Getum við ekki á þessari forsendu farið að stýra öllum og öllu? Þá dettur mér í hug að nauðsynlegt sé öryggis vegna að fólk þekkist. Gild röksemd en þá finnst mér að Frakkar hefðu átt að orða þetta þannig að bannað væri að hylja andlit á almannafæri (ætti einnig við um margar tegundir mótórhjólahjálma).  Þá er rétt að halda því til haga að margar konur klæðast búrkum af trúarlegum ástæðum.  Rétt er að taka tillit til þess.  Gegnumsneitt finnst mér að fólk eigi að fá að klæðast eins og það vill klæðast og hneigist því til að vera andsnúinn bönnum af þessu tagi og hef tilhneigingu til að líta á slík bönn sem anga af forræðishyggju.  Getur einhver sannfært mig um annað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhverstaðar sá ég að undantekningar frá þessum lögum væru m.a. mótorhjólahjálmar og lambhúshettur. Lögin eru bara til þess að banna búrkuna, sama hvernig þau voru orðuð.

Úlfar Bjarki Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 13:06

2 Smámynd: Billi bilaði

Fann þetta:

http://www.althingi.is/vefur/thjonusta_birta.html?faerslunr=1

Reglur um aðgengi gesta að þingpöllum

Öll mótmæli og háreysti er óheimil. Óheimilt er að hylja andlit sitt.

Ég held líka að bankar myndu varla afgreiða fólk með hulin andlit.

 Hvort ætli séu meiri mannréttindi að "þú" hyljir andlit þitt gagnvart "mér", eða að "ég" fái að horfa framan í "þig" þegar "við" eigum samskipti?

Billi bilaði, 18.7.2010 kl. 13:59

3 Smámynd: Páll Jónsson

Þetta er nákvæmlega sama hugmyndin og bann gegn vændi. Bæði búrkum og vændi fylgja raunveruleg vandamál sem bjóða upp á kúgun kvenna, en eina svar ríkisins virðist vera að henda frelsinu út með baðvatninu.

Páll Jónsson, 18.7.2010 kl. 14:38

4 identicon

Sæll, hér eru góðar röksemdir fyrir banninu frá Pat Condell. Kíktu á þetta.

http://youtu.be/TlkxlzTZc48

Grefill (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 14:46

5 identicon

Sæll, hér eru góðar röksemdir fyrir banninu frá Pat Condell. Kíktu á þetta.

http://youtu.be/TlkxlzTZc48

Grefill (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 14:47

6 identicon

Ég hugsa að þetta sé einungis ein leið sem vestrænt ríki velur til að þrengja að múslimum.  Ég kaupi ekki þessi rök að þetta sé liður í því að auka mannréttindinum kvenna.  Né kaupi ég öryggissjónarmiðin (þ.e. að hylja andlitið).

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 15:11

7 identicon

H.T. Bjarnason: Þú ættir líka að kíkja á myndbandið sem ég setti inn:

http://youtu.be/TlkxlzTZc48

Grefill (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 15:15

8 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Takk fyrir verulega upplýsandi/góðar athugasemdir(í alvöru) Kv. B

Baldur Kristjánsson, 18.7.2010 kl. 17:19

9 Smámynd: Páll Jónsson

H.T.: Ég efast ekkert um að þetta er gert með það að augnamiði að gæta að réttindum kvenna. Það þýðir hins vegar ekki að þetta sé réttlætanlegt ef til eru vægari leiðir að sama marki.

Páll Jónsson, 19.7.2010 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband