Ómar í forsetann!

Hann hugsaði sig um eitt andartak, síðan helltist bros yfir barnslegt lífsreynt andlitið og úr höfðinu hljómaði röddin eins og úr góðum hátalara. ,,Já, það skyldi þó aldrei verða.  Ekki svo vitlaus hugmynd."  Ég hafði varpað því fram að Ómar Ragnarsson, einn af strákunum hans úr sjónvarpinu, yrði einn góðan veðurdag forseti lýðveldisins.  Og ég spyr enn: Af hverju ekki?  Ólafur Ragnar hefur gegnt embættinu með sínum hætti  í stíl við tímana.  Við virtum ekki alveg hvað við ætlum að gera við það næst.  Meðan við hugsum okkur um gæti Ómar á áttræðisaldri gegnt embættinu með stæl, flogið sjálfur um landið, talað við hvern mann, haldið fram náttúru landins, sameinað landsmenn í ást á þessu landi og fólkinu sem þar býr.  Frú Helga yrði fín forsetafrú. Ágætt kaupið gæti hann notað til þess að fullgera ókláraðar níu heimildarmyndir um landið.  Meðan Ómar yrði forseti yrði þeim fjármunum sem renna til embættisins vel varið.  Nógu alvarlegur?  Já, ég hef heyrt hann tala í kirkju tvisvar eða þrisvar.  Vantar ekkert um á það og skemmtilegurvar hann líka í þeim aðstæðum.  Séra Emil Björnssyni fannst þetta góð hugmynd.  Um hann orkti Stefán Jónsson:

Séra Emil giftir og grefur/glatt er í himnaranninum/eru á ferli úlfur og refur/í einum og sama manninum. 

En þetta var nú óskylt.  Það var fyrir 25 árum sléttum að við Emil sátum á bekk í Austurstræti og þetta bar á góma.  Og þessi stund í Austurstræti  rifjaðist upp fyrir mér þegar ég las fantagott og ítarlegt viðtal við Ómar í DV í morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Smáleiðrétting. Ég held að vísan sé svona:

Séra Emil giftir og grefur,

glatt er í himnaranninum.

Eru á ferli úlfur og refur

í einum og sama manninum.

Guðmundur Pétursson, 16.7.2010 kl. 14:23

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þetta virðist ekki fá mikinn hljómgrunn. En einhvern veginn held ég að Ómar sé ekki sólginn í það sorglega embætti.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.7.2010 kl. 21:50

3 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

<Þetta er fáráðnleg hugmynd hjá þér kæri vin!!!

Guðmundur Júlíusson, 16.7.2010 kl. 23:54

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hann gæti átt það til að syngja og dansa "SVEITABALL"á hlaðinu.         Málið er, að svo oft hefur hann skemmt landanum með gríni og skemmtileg heitum að ég er hræddum að sjá hann alltaf þannig. Bessi Bjarnason heitinn,sagði einhverntíma á skemmtun í Húsafelli að honum bæri forsetaembættið, því jú staðurinn héti eftir sér; Bessastaðir.

Helga Kristjánsdóttir, 17.7.2010 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband