Styðjum Össur- Ísland á heima í ESB!
27.7.2010 | 12:19
Við eigum að ganga í ESB af mörgum ástæðum. Fyrsta ástæðan er sú að vegferð okkar verður alltaf samofin vegferð annarra þjóða í Evrópu. Önnur ástæðna er sú að þá geta útgerðarmenn gert upp í evrum án þess að það verði fréttaefni. Íslenskur almenningur getur gert það líka. Þriðja ástæðan, þessu samofin, er sú að hagur alls almennings mun vænkast. Fjórða ástæðan er sú að stjórnkerfið okkar fær það aðhald sem það sárlega þarfnast. Við munum m.a. læra að setja lög sem tryggja það að arður af auðlindum haldist í landinu. Þá mun hagur dreifðra byggða vænkast. Landbúnaður þarf ekki að óttast ESB. Hann þarf að laga sig að breyttum skilyrðum í veröldinni almennt, lækkun tolla, fríverslun etc. ESB aðilda gæti hjálpað honum við það.
Þá er ótalið að ESB er ásamt Evrópuráðinu helsti vettvangur framfara í mannréttindum, vinnuvernd og neytendavernd í veröldinni. Allt bitastætt í þessum efnum á þessari öld og þeirri síðustu í okkar heimshluta hefur komið frá þessum samtökum og ráðum.
Það er ástæða til að styðja Össur Skarphéðinsson með ráðum og dáð þessa dagana en þessi gáfaði og framsýni stjórnmálamaður vinnur þarft starf nú um stundir með eintómt múður og niðurrif úr öllum áttum á bakinu. Hvernig væri nú að fara að standa með honum og reyna að ná samningi sem verður það góður að langtíma ávinningur þjóðarinnar blasi við.
Umræðan byggist á staðreyndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:57 | Facebook
Athugasemdir
gerðu okkur frekar greiða,
FLYTTU TIL ESB RÍKIS !
Og leyfu okkur að vera utan ESB, sem við verðum !....
ÖRUGGLEGA !
Birgir Örn Guðjónsson, 27.7.2010 kl. 13:33
Slakaðu á Birgir. Þú ert með læst blogg en veður inn á síður annarra með hálfgerðum yfirgangi. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 27.7.2010 kl. 14:01
Komið þið sælir; Síra Baldur - og aðrir, á síðu hans !
Síra Baldur !
Þessu heldur þú fram; klerkur góður, þrátt fyrir, að margsönnuð séu, tengsl ESB, við Pentagon og NATÓ hernaðar bröltið, um víða veröld - sem og jú; bein ESB þátttakan, allvíða.
Finnst þér þá ekki; liggja beinast við, að Íslendingar undirgangist að fullu, þær skráveifur, sem ESB er þátttakandi í, austur í Baktríu (Afghanistan), svo og Mesópótamíu (Írak), í drápum á óvopnuðu fólki, sem þessi glæstu vestrænu bandalög standa einna helzt fyrir ?
Og skeyta mætti við; sívaxandi spennunni, austur á Kóreuskaga, hvar; ESB þætti örugglega fengur að, að mega vera beinir þátttakendur, með húsbændum sínum, vestur í Washington, líkast til.
Og; hreykja sér jafnvel af, þú ættir að glugga betur, í skjöl þeirra Wíki leka manna, áður en þú ferð að upphefja gömlu Evrópsku nýlendu veldin, Þorláks og Hjalla sókna klerkur, góður.
Með; kveðjum, engu að síður, úr Hveragerðis og Kotstrandar sóknum /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 16:15
Eigum við ekki að ganga úr NATO Ölfuströll ágætt. BKv. baldur
Baldur Kristjánsson, 27.7.2010 kl. 16:55
Komið þið sælir; á ný !
Síra Baldur !
Asparvíkur Skolla; hefi ég uppnefnt Jón Bjarnason, landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra, vissulega, þó ég sé nú hættur því, enda,....... uppnefni á fólki,lítt til þess fallið, að dýpka umræðu - hvers eðlis, sem hún er, svo sem.
Drepur aðeins; málum á dreif, hafir þú ekki, eftir tekið.
Vitaskuld; eigum við, að ganga nú þegar, úr NATÓ, klerkur sæll.
Eða; vilt þú kannski, viðhalda því ófélega mynstri, sem ríkt hefir, svo lengi, í íslenzkri utanríkisstefnu, Síra Baldur '
Með; þeim sömu kveðjum - sem fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 17:41
Ölfuströll var vel meint. Sammála því að ganga úr NATÓ. ESB er eiginlega nóg. BKv. B
Baldur Kristjánsson, 27.7.2010 kl. 17:56
Baldur: Allt sem þú skrifar í þessari færslu þinni er rangt.
Vendetta, 27.7.2010 kl. 18:17
Baldur: Ég er sammála þér í öllu nema þegar það kemur að því hvað þér finnst um Össur;)
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 19:19
Marteinn Mosdal stækkunarstjóri ESB.
Stækkunarstjóri ESB er óánægður með umræðuna á Íslandi, ætli ESB sé með reglugerð sem bannar ólíkar skoðanir? ( af Bloggsíðunni kjaftur.blog.is)
Er Norður Kórea fyrirmynd ESB ?
Guðrún Sæmundsdóttir, 27.7.2010 kl. 21:01
Passaðu þig Guðrún að skemma ekki málstað þinn með kjánagangi. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 27.7.2010 kl. 21:23
Hafðu engar áhyggjur af mér Baldur, ég berst fyrir mínu landi og minni þjóð. Sástu ekki viðtalið við núverandi stækkunarstjóra ESB í sjónvarpsfréttum kvöldsins? Hann er óneitanlega lifandi eftirmynd af Marteini Mosdal bæði í skoðunum og útliti
Guðrún Sæmundsdóttir, 27.7.2010 kl. 21:55
Ég hef ekki áhyggjur af þér heldur þessari umræðuhefð sem þú tileinkar þér og það á annarra manna síðum. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 27.7.2010 kl. 22:33
"Við munum m.a. læra að setja lög sem tryggja það að arður af auðlindum haldist í landinu"
Sorry - það mun aldrei ganga .... það er í eðli sínu andstætt fjórfrelsi ESB. Það besta sem þú getur vonast eftir er að arðurinn af auðlindunum fái að haldast innan ESB.
Púkinn, 27.7.2010 kl. 23:32
Komdu sæll Baldur.
Sökum þess að Evrópusambandið veitir ENGAR varanlegar undanþágur frá sjávarútvegsstefnunni þá er slíkt óásættanlegt fyrir okkur Íslendinga. Það er og hefur verið ljóst til handa núverandi og fyrrverandi ráðamönnum.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 27.7.2010 kl. 23:38
Rangt púki. Púkar hafa aldrei rétt fyrir sér. Þeir bara hræða.Kv. B
Guðrún María. Sennilega þurfum við að ganga í ESB til að missa ekki sjávarútvegsauðlindina út úr höndunum. Hún er því miður ansi hætt komin núna. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 28.7.2010 kl. 00:07
Ef rétt er haldið á málum, þá munum við hagnast miklu meira á fjórfrelsinu en við töpum á því.
Fjórfrelsið og það sem því tilheyrir er eitthvað sem við finnum ekki fyrir dagsdaglega nema með auknum þægindum, þ.e. við nám, störf og ferðalög innan ESB svo dæmi séu tekin.
Nú þurfum við t.d. ekki ferðatryggingu innan ESB, við þurfum ekki atvinnuleyfi, við þurfum ekki að sækja um landvistarleyfi til að stunda nám. Við megum setja peningana okkar inn á þá reikninga sem okkur sýnist í hvaða landi sem er.
Einstaklingurinn er kóngur í ESB. Þess vegna er kerfið hér á Íslandi á móti ESB.
Sjávarútvegsmál. Af hverju eru menn svona hræddir við ESB í þessum málum? Ég veit ekki betur en að Samherji eigi allan úthafskvóta Þýskalands í skjól EES og fjórfrelsisins. Við munum til lengri tíma litið fá meira en við töpum í sjávarútvegsmálum.
En þegar við erum að fara í samstarf við önnur ríki á jafnréttisgrundvelli, af hverju erum við þá alltaf að spyrja okkur hvað við fáum úr samningunum og hvar við getum fengið undanþágur? Finnst mörgum við vera svona minni máttar?
Ég geng um með beint bak og það í átt að ESB þar sem ég hef búið í tæp 9 ár og líkar vel. Þess vegna skil ég ekki þessa umræðu hér um ESB. Þetta eru þjóðsögur nútímans.
En það er auðvitað erfitt að ræða þessi mál þegar rökin gegn aðild er græna grasið á Íslandi og Norður-Kórea.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 02:47
Takk fyrir uppbyggileg skrif. Ég he verið hugsi yfir þessum orðum. Einstaklingurinn er kóngur í ESB...þau ná þessu vel. Bkv. Baldur
Baldur Kristjánsson, 28.7.2010 kl. 09:53
"Nú þurfum við t.d. ekki ferðatryggingu innan ESB, við þurfum ekki atvinnuleyfi, við þurfum ekki að sækja um landvistarleyfi til að stunda nám. Við megum setja peningana okkar inn á þá reikninga sem okkur sýnist í hvaða landi sem er." Ég get þetta allt í dag, það þarf ekki að ganga í ESB til þess.
"Einstaklingurinn er kóngur í ESB. Þess vegna er kerfið hér á Íslandi á móti ESB." Andskotans vitleysa er þetta. ESB er leikvöllur fjölþjóðlegra fyrirtækja, ekki einstaklinga.
Og til Baldurs: Allar reglur sem koma frá ESB, t.d. varðandi merkingar á matvörum ganga gegn hagsmunum neytenda. Þannig að þegar þú skrifar "Þá er ótalið að ESB er ásamt Evrópuráðinu helsti vettvangur framfara í mannréttindum, vinnuvernd og neytendavernd í veröldinni.", þá eru það öfugmæli hvað varðar vinnuvernd og neytendavernd. Nema auðvitað vinnuvernd fyrir embættismenn stofnana ESB. Eins gott að þú nefndir ekki að ESB væri vettvangur lýðræðis, þá hefðirðu farið alveg með það.
En ég veit að Þjóðverjar eru hæstánægðir með ESB, enda ráða þeir mestu (ath. að það er ekki nein tilviljun að ECB er í Frankfurt). Sama er að segja um þá sem búa í Þýzkalandi, eins og Stefán. Það þýðir ekki að ESB sé nein lausn fyrir Ísland nema síður sé.
Vendetta, 28.7.2010 kl. 12:34
Þú lítur þetta öðrum augum en ég kæri vinur. Bkv. baldur
Baldur Kristjánsson, 28.7.2010 kl. 13:03
Vendetta: Þú gleymir af hverju við erum með þessi réttindi í dag. Þau hafði ég ekki þegar ég var að byrja nám erlendis. Það var allt svolítið öðruvísi þá;) Einnig þegar ég var að ferðast.
Ég vinn á Íslandi og er því sjúkratryggður hér. Ég lenti í því að fá lungnabólgu erlendis og þurfti að leggjast á spítala í 10 daga. Vegna þess að ég var með sjúkrakortið frá TR, þá hafði ENGINN áhyggjur af borgun. Það var gengið frá því öllu eftir á. Ég fékk ekki einn einasta reikning nema upp á 10 evrur en það er eðlilegt þar í landi. Þetta var ekki sjálfsagður hlutur og er ekki enn í dag!!
Það verður að hafa svo margt í huga og þessir "sjálfsögðu" réttindi gleymast í umræðunni.
Það er alltaf verið að tönglast á lækkun matarverðs hérna og ég verð að segja að ég efa að svo verði en það verður stöðugra.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 14:29
Vinnurðu á Íslandi, en ert búsettur í Berlín? Er það hagkvæmt?
Vendetta, 28.7.2010 kl. 15:08
Vendetta: Maður gerir nú ekki alltaf það sem er hagkvæmt. Lífið sjálft er ekki hagkvæmt;) En mér finnst það frábært þó svo að gjaldeyrishöft og afturhaldstefna hér á landi hafi gert lífið nærri því óbærilegt.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 18:36
Ég er hjartanlega sammála þér Baldur; hann Össur á heiður skilið. Ég er líka ánægður með hversu málaefnalegir flestir eru sem skrifa með ESB aðild. Það væri nefnilega auðvelt fyrir þá að detta niður í stóryrði og skítkast eins og sumir andstæðingar aðildarinnar nota svo stíft.
Eyjólfur Sturlaugsson, 28.7.2010 kl. 22:53
Hvaða vitleysa, Eyjólfur. Ég veit ekki betur en að Steini Briem sé einn versti sóðakjaftur og níðir ESB-andstæðinga iðulega. Sá maður gengur greinilega ekki heill til skógar. Hins vegar er hegðun Stefáns og Baldurs til fyrirmyndar.
Vendetta, 29.7.2010 kl. 11:08
Steini Briem hann er minn maður. snöggur uppá lagið og aldrei með neitt múður. Sallar niður dylgjurnar og hálfsannindin sem vella upp úr grímuklæddum Andsinnum sem grímulausum.
Gísli Ingvarsson, 29.7.2010 kl. 15:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.