Ríkisstjórnin á hrós skilið!

Það er að koma í ljós að ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu er að standa sig mjög vel.  Sú ríkisstjórn tekur við erfiðasta búi lýðveldistímans en virðist vera að ná betri árangri en nokkur þorði að vona þrátt fyrir eilift tuð og populisma stjórnarandstöðunnar  og raunar úr öllum áttum einnig úr eigin ranni.

Eftir hrun tekur við algjört valdaleysi eða tómarúm sem allir reyna að stökkva inn líka aðalpersónur hrunsins.  Íslenska stjórnkerfið var jafn vanbúið að takast á við þau átök  eins og það var vanbúið að greina og takast á við hrunadansinnn  áður.  Samt hefur ríkisstjórninni tekist eftir vonum og umfram það.  Hún á hrós skilið.  Nú ætti fólk að fylkja sér betur að baki ríkisstjórninni og draga úr þessu eilífa tuði.  Þetta á ekki síst við um Ögmundararminn í Vinstri grænum og hægri arminum, ef arm skyldi kalla, í Framsókn. Sjálfstæðisflokkurinn virðist sem betur fer vera í sumarfríi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

... verða menn mergjaðir húmoristar við það eitt að búa í Austur Skaftafellssýslu?

Sigurður Þorsteinsson, 28.7.2010 kl. 00:45

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Það fer vel með mann að öllu leyti. BKv. B

Baldur Kristjánsson, 28.7.2010 kl. 01:25

3 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Og hvað var það sem ríkis"stjórnin" gerði nú til að bjarga málum svona á besta veg.  Eftir því sem menntamálaráðherra taldi upp afrek ríkisstjórnar, í kastljósi fyrir skemmstu bar hæst að búið var að lagfæra ráðningarferli dómara, það er eins búið að banna súludans, auk einhverra smávægilega atriða sem hvorki koma landi né þjóð til góða. Eflaust ótal atriði sem þessi "stjórn" hefur verið að sýsla, en einhvern veginn sér fólk ekki hvað það hefur snert þjóðarbúið.  Hafi hagur Íslendinga batnað að einhverju ráði frá því við kusum þessa ógæfu yfir okkur, er það vegna utanaðkomandi áhrifa eins og hrun Evrunnar og  annara álíka atburða sem þessi óstjórn hefur hvergi komið nálægt.

Kjartan Sigurgeirsson, 28.7.2010 kl. 11:30

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Hvaða tuð er þetta í þér Kjartan.  Ertu ekki hlynntur vinstri stjórn? BKv. Baldur

Baldur Kristjánsson, 28.7.2010 kl. 11:49

5 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Nei alls ekki!

Kjartan Sigurgeirsson, 28.7.2010 kl. 11:55

6 Smámynd: Þröstur Heiðar Guðmundsson

Tek undir með Kjartan hér að framan og langar að vita hvað það er sem þér finnst núverandi ríkistjórn eiga skilið að fá hrós fyrir.

Geri þér þetta auðvelt fyrir og þú mátt lista 5 hluti sem útgangspunkta og áherslu atriði að fullyrðing þín um að þessi ríkisstjórn sé að standa sig vel.

Þröstur Heiðar Guðmundsson, 28.7.2010 kl. 11:55

7 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Góða ríkisstjórn þekkir þú á því að hlutirnir ganga vel á hennar vakt.

!)Verðbólga fer lækkandi/Fasteignasala að taka við sér

2) Atvinnuleysi er minna en við var að búast

3)Viðræður við ESB komnar í gang

4)Alvöru pælingar í orkumálum

5) Umræður fyrir opnum tjöldum meiri en áður/hægri stjórn hefði verið tregari að rannsaka hrunið.

Sem sagt við erum á hægri en góðri siglingu.  Bestu kveðjur ágætu ,,tuðarar" BK

Baldur Kristjánsson, 28.7.2010 kl. 12:20

8 Smámynd: Þröstur Heiðar Guðmundsson

1) Hvenær gerist það ekki að verðbólga lækki eftir efnahagshrun ? menn bjuggust við verðhjöðnun

2)Jamm tekur undir það, en lágt gengi krónunar og dugnaður þjóðarinnar hefur nú meira með það að gera heldur en einhver atvinnuskapandi úrræði ríkisstjórnarinnar

3)Er ekki meirihluti þjóðarinnar á móti ESB aðild alla vegana annar ríkisstjórnar flokkurinn síðast þegar ég vissi

4)Ertu að tala um farsann varðandi Magma, full seint í rassinn gripið ekki satt ? enda hvort er það leið Sammfylkingarinnar eða VG sem þér finnst vera alvöru pælingar ?

5)Þú ert að grínast er það ekki ?

Þröstur Heiðar Guðmundsson, 28.7.2010 kl. 12:34

9 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þú sérð það-hlutirnir ganga vel á vakt þessarar stjórnar.  Veru jákvæður.  BKv.  baldur

Baldur Kristjánsson, 28.7.2010 kl. 13:05

10 identicon

Hahaha

Það var löngu fyrirséð að verðbólgan myndi hjaðna eftir efnahagshrunið enda er það eðli verðbólgunnar. Ríkisstjórnin hafði nákvæmlega ekkert með það að gera.

Þar fyrir utan var það að frumkvæði Geirs H Haarde að skipa rannsóknarnefnd alþingis.

ESB viðræðurnar eru í andstöðu við vilja stærsta hluta þjóðarinnar og þar fyrir utan hafa nokkrir þingmenn og ráðherrar VG gefið lýst því yfir að þeir vilji draga umsóknina til baka.

Þessi upptalning hjá þér er nú heldur aum verð ég að segja.

Annað eins sundurlyndi innan stjórnarflokka hefur ekki sést síðan síðasta kommúnistastjórn var við völd. Þeim hefur tekist að vera ósammála um gjörsamlega allt sem máli skiptir. Óstöðugleiki í ákvarðanatökum er beinlínis hlægilegur og erlendir fjárfestar þora ekki fyrir sitt litla líf að koma með fjármagn hingað til lands því þessari stjórn er trúandi til alls.

Hér mun ENGIN uppbygging eiga sér stað fyrr en þessi stjórn drattast frá völdum því hún stendur í vegi fyrir allri uppbyggingu. Einkaframtakið er lamið niður, erlent fjármagn hrakið á haf út og hótanir um eignaupptöku og lagabreytingar á alla kanta er ekki beinlínis uppörvandi fyrir væntanlega fjárfesta.

Ef þessi stjórn springur ekki vegna eigin sundurlyndis innan tíðar þá verð ég ansi hissa.

Hrafna (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 22:29

11 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Lítið jafnvægi í hægri krökkum sem koma ekki fram undir nafni, marklaust. BKv. B

Baldur Kristjánsson, 28.7.2010 kl. 22:39

12 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Sem hægri maður tek ég undir það að þessi stjórn fari frá sem fyrst. Þó ekki fyrr en búið er að leysa Icesafe. Nú og svo auðvitað peningamálin. Og að aðildarviðræðurnar að ESB verði komnar svo vel á veg að það tekur því ekki að rifta þeim. Helst vildi ég að AGS væri búið að pakka saman og fara, en skilja eftir sig milljarða lánalínurnar og svo framvegis. Þá getum við farið að snúa okkur að atvinnuuppbyggingunni: stórauka hagkvæmni í sjávarútvegi með því að hafa bara þrú fiskveiðikvótaeigendafyrirtæki í landinu sem munu sjá um að fullfjármagna FLokkin. Afnema annars alla ríkisstyrki til stjórnmálaflokka. Stækka álverið í Reiðarfirði út að 200 mílum. Eða til vara byggja ný á fjögra mánaða fresti til að fá inn erlent fjármagn tímabundið í uppsveifluna. Krónan blífur, getur ekki klikkað. Svo finnst mér Björk vera lélegur tónlistamaður. Ég gleymdi náttúrulega að við viljum fá Davíð aftur á þing til að laga eftirlaunafrumvarpið að nútíma kröfum um betri kjör fyrir forsætisráðherrana sem hér eftir verða bara úr FLokknum.

Gísli Ingvarsson, 28.7.2010 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband