Eins og sígauni með doktorspróf!
30.7.2010 | 09:28
Guðný Guðmundsdóttir er rosa fiðluleikari, alvörukona á alvörualdri og spilar eins og sígauni með doktorspróf í fiðlu. Peter Mate kann augljóslega mikið á píanó. Ég hlýddi á parið í sveitinni hans Þórbergs, Suðursveitinni í Kálfafellsstarkirkju ásamt 66 öðrum tónlistarunnendum . þarna var indælisfólk frá Höfn og Rangáþingi auk heimamanna og tilefnið var hátíð í minningu Ólafs helga sem eitt sinn var konungur í Noregi og kirkjan nefnda er helguð. Öllum fannst gaman nema Rúnari syni mínum sem fannst leiðinlegt. Á eftir eltum við Fjölni Torfason að leiði systur Ólafs konungs miklu neðar í landinu og heitir völvuleiði. Síðan var gestum boðið á Þórbergssafnið í kaffi þar sem Þorbjörg Arnórsdóttir flutti ávarp. Presturinn Einar Jónsson, síðasti prestur á Kálfafellsstað, en þetta menningasetur verður lagt niður, stjórnaði öllu saman með sínum humoríska, menningarlega hætti og fór með bænir af og til. Athyglisverður prestur mjög.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.