Íslenskir bókaútgefendur seinir til!

Hún er létt, læsileg.  Maður getur stillt letrið og flett upp orðum með því að ýta á takka.  Það tekur nokkrar sekúndur að fá heimsbókmenntir eða glæpasögu á skerminn.  Evrópsku og amerísku blöðin eru komin í stólinn til þín um leið og þau koma út.  Flest  skástu tímaritin getur þú keypt.  Sé Kyndillinn ekki í beinu rafrænu sambandi færð þú bókina, blaðið í Kyndilinn þinn um tölvu þína.  Rafbókin er stökk framávið fyrir alla þá sem ekki eru fastir í liðnum tíma. Íslenskir bókaútgefendur eru enn að hugsa. Hafa alltaf verið seinir til. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef yndi og ánægju af bókum og lestri.  Á töluvert stórt safn bóka en mikið hlakka ég til að fá mér Kyndil.  Ekki endilega til að koma í prentaðra bóka heldur sem kærkomin viðbók. 

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 12:36

2 identicon

Viðbót ... átti þetta víst að vera.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 12:36

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Hélt að þetta væri nýtt hugtak viðbók í merkingunni viðbótarbók. Ég er nefnilega sammála þér- þetta er kærkomin viðbót og örvar til lesturs svona yfirleitt.  BKv.  Baldur

Baldur Kristjánsson, 11.8.2010 kl. 14:12

4 identicon

Auk þess eru nokkrir kostir sem fylgja Kyndlinum.  Þegar bók er pöntuð frá Amazon kemur hún undireins og ekki þarf að greiða nein tollmeðferðargjöld, póstburðargjöld og virðisaukaskatt.  Þegar farið er í frí þá losnar maður við þann höfuðverk um hvaða bók/bækur á að taka með sér.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband