Hvernig gat annað eins gerst?
21.8.2010 | 19:55
Kirkjan þarf að taka á sinni ljótu fortíð. Hún þarf að spyrja sig að því hvernig á því standi að maður eins og Ólafur Skúlason- og þá gengur maður út frá því að ásakanir gegn honum séu í meginatriðum réttar- gat orðið biskup, ekki bara biskup heldur raðaði hann á sig öllum embættum innan kirkjunnar, vígslubiskups, prófasts, formanns Prestafélags Íslands? Hann var vinsælasti prestur í Reykajvík, eftirlæti hinnar nýju borgarastéttar. Hvað segir þetta um kirkjuna okkar og um þjóðfélagið. Þetta er á árunum 1970-1990. Og hefur eitthvað breyst?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Baldur ... mig langar að spyrja þig í fullri vinsemd tveggja spurninga sem ég hygg að fleiri en ég myndu gjarnan vilja fá svör þín við:
1. Finnst þér að Karl Sigurbjörnsson eigi að axla ábyrgð í málinu og víkja sem biskup?
2. Styður þú aðskilnað ríkis og kirkju?
Ath.: Ég biðst afsökunar hafir þú svarað þessu áður og það farið fram hjá mér. Sé svo þá bið ég þig vinsamlega að vísa í svör þín.
Hólímólí (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 20:59
Já ég spyr mig þess sama, skýringin er líklega falin í því að viðkomandi maður gat leikið algerlega tveimur skjöldum og blekkt alla !!
Ragnheiður , 21.8.2010 kl. 21:38
Ég er ekki innanbúðarmaður og veit ekki hvernig stendur á þessum ,,biðtíma" hjá Guðrúnu Ebbu. Ég held að biskup hafi verið/sé að fást við þetta mál í einlægni og ég veit það að hann er vammlaus maður og heiðarlegur.
Aðskilnaður. Ekki beinlínis hlynntur, en kemur fyllilega til greina og þá eftir sænsku leiðinni sem ég hef minnst á (inn á Vantrú t.d.). Tvennt þarf að athuga. Félagslegu og menningarlegu tengslin annarsvegar og fjárhagslega uppgjörið hins vegar.
Flókið, Já. Bkv. Baldur
Baldur Kristjánsson, 21.8.2010 kl. 21:59
Ég spyr hins sama: Hvernig gat maður eins og Karl Sigurbjörnsson-og þá gengur maður út frá því að ásakanir gegn honum að þagga mál Ólafs niður séu í meginatriðum réttar- orðið biskup?
Kristján Sigurður Kristjánsson, 22.8.2010 kl. 00:43
Þú spyrð sterkra spurninga um hvernig þið gerðuð Ólaf að yfirmanni ykkar, en ert ekki einu sinni tilbúinn að hugleiða það að núverandi biskup hafi stungið málinu undir stól?
Ég held að þú sért nú eiginlega búinn að svara spurningum pistils þíns með þessari athugasemd þinni.
Billi bilaði, 22.8.2010 kl. 01:34
Þú ert nú ekkert svo bilaður Billi. En ég vil vita meira um þetta stólamál. Ég er ekki viss um að hann hafi verið að þagga neitt niður, en sjáum til.
Kristján: Ég held að Karl hafi verið kosinn biskup m.a. af því að hann var gjörólíkur Ólafi á allan hátt eins konar ,,save heaven".
Svo bið ég um kurteisi strákar þegar ég er að varpa fram ,,gáfulegum! spurningum.
BKv. baldur
Baldur Kristjánsson, 22.8.2010 kl. 11:08
Bara svo það sé á hreinu - þá styð ég aðskilnað ríkis og kirkju.
Varðandi "biðtíma" - ef ég hef lesið fréttirnar rétt þá var ekki um neinn biðtíma að ræða. Ásakanir á hendur Ólafi komu fyrst fram fyrir talsvert mörgum árum síðan. En ég hef einnig eina spurningu.
Hvað græðir Ebba á því að koma fram með þessar ásakanir? Getur einhver bent mér á það?
Heimir Tómasson, 22.8.2010 kl. 11:19
Ólafur Skúlason lét af embætti um áramót 1997-1998 undir þrýstingi presta og samfélags. Hér eru menn að tala um bréf dóttur hans. Ég hef ekki séð það og get því ekki dæmt um viðbrögð biskups og kirkjuráðs.
Bkv. Baldur
Baldur Kristjánsson, 22.8.2010 kl. 11:36
Baldur, mér sýnist þú hafa meint "safe haven" hér að ofan í færslu 6 ("örugg höfn" á íslensku) en ekki "save heaven" ("björgum himnum" á íslensku).
En að þessu máli öllu: Varst þú ekki biskupsritari Ólafs á meðan ásakanirnar dundu yfir hann? Innsti koppur í búri ef svo má að orði komast? Sá sem varði Ólaf í fjölmiðlum? Sá sem ætti að vita mest um þetta mál af öllum núlifandi Íslendingum?
Árið 1995, 1. ágúst nánar tiltekið, tók sóknarprestur Hornfirðinga, séra Baldur Kristjánsson, við embætti biskupsritara. Það er varla um aðra en þig að ræða? Ári síðar kom fyrsta nauðgunarákæran á hendur Ólafi, þótt dóttir hans hafi reyndar reynt að vara við honum árið 1993.
Brynjólfur Þorvarðsson, 22.8.2010 kl. 15:24
Sæll Sr. Baldur. Þú spyrð: "Hvernig gat annað eins gerst?"
Gæti svarið ekki verið að finna í viðbrögðum þeirra sem stóðu Ólafi næst á sínum tíma og hefðu átt að taka í taumana - en gerðu það ekki?
Í framhaldi af þessari spurningu vil ég, í fullri einlægni, spyrja þig hvort eftirfarandi lýsing sé í meginatriðum rétt:
"Nú er ekki vitað hvort að Þorbjörn varð sálusorgari Ólafs líkt og organistinn. En sama ár og ásakanir á Ólafi komu upp tók annar prestur við hlutverki biskupsritara Ólafs Skúlasonar, en það var Baldur Kristjánsson.
Baldur var því hægri hönd Ólafs biskups þegar stormurinn geysaði hvað harðast vegna kynferðisbrotamálanna og árið 1997 þegar Ólafur reyndi líka að fá Spaugstofuna ákærða fyrir guðlast.
Fyrir þá sem muna lítið eftir máli Ólafs má minna á að það kom beint í kjölfar organistamálsins í Langholtskirkju og margir litu á það sem ofsóknir á hendur Ólafi fyrir það hvernig hann tók á því. Einu prestanir sem voguðu sér örlitla gagnrýni á biskup í fjölmiðlum tilheyrðu annarri prestaklíku en hann. En jafnvel þeir sögðu ekkert almennilegt. Og þegar Ólafur hafði tilkynnt um afsögn þá var meirihluti landsmanna mótfallinn henni, studdi sumsé biskup. Tímarnir hafa sem betur fer breyst.
Gríðarleg ófrægingarherferð hafði verið sett í gang, sérstaklega gegn Sigrúnu Pálínu. Hótanir biskups um meiðyrðamál var hluti af því en síðan fór bara hið góða kristna fólk landsins sjálft í varnargír fyrir biskup. (http://www.vantru.is/2010/08/20/12.00/)
Í Mbl., föstudaginn 12. maí, 1995, stendur:
"Nýr biskupsritari 1. ágúst
SÉRA Baldur Kristjánsson, sóknarprestur á Höfn í Hornafirði, tekur við starfi biskupsritara 1. ágúst næstkomandi.
Hann tekur við starfinu af séra Þorbirni Hlyni Árnasyni, sem gegnt hefur því síðastliðin fimm ár, en hann tekur aftur við starfi sóknarprests á Borg á Mýrum."
Já, Sr. Baldur, í fullri einlægni, hvernig gat þetta gerst?
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 16:25
Já ég spyr líka: Hvernig gat annað eins gerst?
Kristján Sigurður Kristjánsson, 22.8.2010 kl. 16:58
JÁ og ég spyr líka: Hvernig gat annað eins gert?
Benedikta E, 22.8.2010 kl. 18:32
JÁ og ég spyr líka: Hvernig gat annað eins gerts?
Benedikta E, 22.8.2010 kl. 18:33
Þakka ykkur fyrir hvað þið eruð yndisleg í minn garð. Þegar ég varð biskupsritari var Ólafur kominn í allar þessar stöður sem ég nefndi. Biskupsritari er staðgengill biskups hvað varðar stjórnsýslu. Þetta var hörmulegur tími þar sem Biskupsstofa reyndi að halda sjó. Þar vinna u.þ.b. 30 manns flestir konur sem tóku allt þetta gífurlega nærri sér. Ég var tengill við fjölmiðla og hvað sem segja má um þennan tíma þá var það viðurkennt af flestum og mjög auðvelt væri að ná í undirritaðan og ég gaf allar þær upplýsingar sem ég hafði. Stundum var ég eins illa upplýstur og aðrir. Og ég var aldrei meðal náinna ráðgjafa Ólafs. Meira um þetta örugglega síðar. En mér finnst þú ósmekklegur Brynjólfur að færa umræðuna inn á það plan að ég sé einhver sökudólgur. Þegar biskupaskipti urðu varð ég atvinnulaus enda var ég ekki á biskupsstofu sem prestur. B
Baldur Kristjánsson, 22.8.2010 kl. 20:51
Hilmar Þór! Ég varð biskupsritari frá 1. ágúst 1995 til 31.des. 1997. Biskupsritari er staðgengill biskups í stjórnunarlegum athöfnun. Þessi tími var eitt crash frá upphafi til enda og fór gífurlega illa með mig. Ég tel mig þó hafa hreinan skjöld bæði þá og síðar hvað snerir varðstöðu fyrir réttlæti og jafnrétti. Ég reyndi aldrei að bregða fæti fyrir þessar konur eða fá þær til þess að draga ásakanir sínar til baka. Hins vegar átti ég fundi með Ólafi þar sem ég hvatti hann til að segja af sér. Mér finnst ósmekklegur að reyna að gera mig ómerkan með þessum hætti þegar ég er að byrja að opna betur á þetta mál og velta fyrir mér hvað hvernig annað eins gat gerst.
Að sjálfu leiðir að ég er úr leik fyrst mér er tekið svona af ykkur Brynjólfi. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 22.8.2010 kl. 21:05
Baldur, fyrir alla muni ekki láta slá þig út af laginu. Það er nauðsynlegt að opna þessi mál, heiðarlega og af yfirvegun, eins og þú hefur verið að gera.
Þessi dagur hefur verið stormasamur í fjölmiðlum ekki síður en úti í náttúrunni.
Ég hef á tilfinningunni að þú og þau hin sem skrifað hafa á ýmsa bloggmiðla, og komið fram á annan hátt, hafi haft þau áhrif að það hafi lygnt aðeins og því sé lag að halda varlega áfram að opna og hreinsa svo djúp og erfið sár hafi möguleika að gróa.
Þær fjölskyldur og einstaklingar sem hljóta að finna til á meðan eiga alla mína samúð.
Bestu kveðjur.
Hólmfríður Pétursdóttir, 22.8.2010 kl. 21:47
Þakka þér fyrir innleggið Hólmfríður!
Baldur Kristjánsson, 22.8.2010 kl. 22:03
Umræðan speglar ástandið í kirkjunni - þú hlýtur að átta þig á því.
Benedikta E, 23.8.2010 kl. 00:07
Heill og sæll Baldur. Hér eru upphrópunarmerki óþörf í mannlegum samskiptum. Ég frábið líka yfirlýsingar um ósmekklegheit.
Ef þú vekur á sögn þá þarftu að vera maður til að fylgja henni eftir Baldur minn. Þú sjálfur opnar þessa umræðu ('Hvernig gat annað eins gerst') og þá er ekki nema eðlilegt að menn tjái sig á kurteisan og upplýsandi hátt.
Hitt er svo satt og rétt að þær gjörðir sem hér eru ræddar eru ákaflega ósmekklegar. Kirkjunnar þjónar mega ekki sýna neina hálfvelgju í þessu skelfilega máli. Ef þeir leggja út á hin dökku mið í þessari orðræðu verða þeir að vera sjóaðir í afleiðingunum.
En fyrst að við erum farnir að ræða þetta af skynsemi og yfirvegun Baldur er ekki úr vegi að skoða nánar eftirfarandi yfirlýsingu þína: " Hins vegar átti ég fundi með Ólafi þar sem ég hvatti hann til að segja af sér." Hvaða vitneskja fékk þig til að ganga á fund biskups, yfirmanns íslensku þjóðkirkjunnar, og hvetja hann til að segja af sér? Fór sú vitneskja víðar?
Sannleikurinn getur verið beiskur, en hann er sagna bestur engu að síður. Ég vil leyfa mér að halda því fram, hér og nú, að kirkjunnar menn hafi sammælst um að halda hlífiskyldi yfir biskupi, þrátt fyrir vitneskju um svívirðilega glæpi. Það var beiskur kaleikur sem núverandi biskup tók við úr hendi síra Ólafs Skúlasonar.
Ég vænti þess að við getum verið sammála um það.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 17:47
Þú ert ennþá jafn ósmekklegur. Niðurlag pistils þíns er í besta falli heimskulegt. Haltu þér heima hjá þér með svona aðdróttanir góðurinn. Kveðjulaust Baldur
Baldur Kristjánsson, 23.8.2010 kl. 20:11
Skemmtilega ósmekklegt svar a tarna Baldur minn.
Ég fæ ekki betur séð en 'aðdróttanir' mínar séu í takt við skoðanir Síra Geirs Waage, er hann skrifar:
"Reiði biskups í minn garð var mest vegna þess, að eg gaf mig ekki með það, að þessar konur áttu rjett á áheyrn. Þær fengu hana hvergi. Biskup sá til þess. Eg áleit það sálusorgunarmál, sem yrði að ganga fyrir öllum hagsmunum manna. Sú krafa, sem hvílir á okkur prestunum um að víkja okkur ekki undan því, að hjálpa fólki, þó ekki sje í öðru en að hlusta, sýna meðlíðan, hver sem í hlut á. Það er nú ekki alltaf þægilegt, eins og síra Sigríður vitnaði um í gær." (http://www.dv.is/frettir/2010/8/24/geir-waage-njosnarar-biskups/).
Ef þú ert ekki maður til að svara fyrir þöggunarlið biskups Baldur minn þá er víst eins gott að þú sjálfur 'haldir þig heima'. - 'góðurinn'.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 17:59
Ég er þar Hilmar minn og skal sáusorga þig ef þú vilt. En hættu að dreifa reiði þinni aftan við mín skrif. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 24.8.2010 kl. 18:44
Sæll Baldur, 1997 treystu flestir að þið prestar hefðuð rétt fyrir ykkur varðandi biskup, ég ætla ekki að segja að þið getið ekki treyst núverandi biskupi í fræðilegum efnum , en væri ekki best fyrir okkar kirkju að leysa okkur sauðina við þann draug sem felst í þeim embættismönnum sem komu nálægt þessu máli og sýna okkur þá virðingu að hreinsa völlin.
með vinsemd Sigurður Guðjónsson
Sigurður Guðjónsson, 24.8.2010 kl. 19:48
Þú segir nokkuð? Kv. B
Baldur Kristjánsson, 24.8.2010 kl. 20:07
Nornaveiðar kallast það nú þegar á að krossfesta alla sem minna á nornir. Við þykjumst standa miðaldamönnum langtum fremur og við stundum náttúrlega ekki slík réttarhöld. Samt sé ég ekki betur en Baldur eigi að gjalda fyrir að hafa unnið á skrifstofu Ólafs, fremur en að við eigum að líta á gjörðir Baldurs sjálfs.
Þegar við erum uppfull af reiði - sem eru eðlileg viðbrögð í þessu máli - þá getum við um stund verið í þeim ham að vilja svipta alla kallinu. Er það einhver lausn að láta reiðina um völdin?
Ég ætla ekki að gera lítið úr því að stundum þurfum við reiðina og að geta veitt henni útrás. En við megum ekki láta málið enda í því að hengja alla bakarana, fyrst smiðurinn (Ólafur) er utan seilingar.
Einar Sigurbergur Arason, 30.8.2010 kl. 00:32
Baldur, þetta er afar einfalt. Bókin góða, Biblían er sett til hliðar og ef vísað er til hennar þá er talað um kærleika og umburðarlyndið. En hún boðar fleirra, t.d. dóm, þangað sem öllum verður stefnt til og þurfa að mæta.
Svo er auðvitað ekki tekið tillit til þess að frá hjarta mannsins koma vondar hugsanir, morð, hórdómur frillulífi... þú veist - Jesús talar um þetta. Þess vegna verður kirkjan og boða iðrun, að menn snúi sér frá sínum vondu verkum og gangi inn á Guðs veg.
Nú hefur kirkjan tekið þá afstöðu að kynvilla er ekki lengur lífsmáti sem erfir ekki Guðs ríkið eins og postulinn talar um. Fyrst samkynhneigðir þurfa ekki að gjöra iðrun þá er kirkjan tekin í gegn og þið fáið að standa frammi fyrir orðnum hlut. Þú veist að sama versið sem hafnar samkynhneigðinni (kynvillunni) segir okkur einnig að hórdómur, frillulífi, ágirnd o.fl. er einnig óæskilegir lífsmátar.
Kirkjan lendir í þessu af því að hún talar ekki Guðs orð!
Það er tími til að kirkjunnar þjónar gjöri iðrun, játi syndir sínar, láti niðurdýfast, biðji Jesú um skírn heilags anda og tali síðan Orð Guðs af djörfung og krafti. Þá verða menn Jesú vottar. Það hefði frelsað Ólaf Skúla frá þessum hörmungu sem annars hann festist í.
Guð er ekki leikfélagi presta. Réttur hans er að ég sem þú, vígður maður hlýði HONUM.
Kær kveðja
Snorri í Betel
Snorri Óskarsson, 1.9.2010 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.