Upp rís réttlátara samfélag!
3.3.2011 | 18:16
Ekki verður annað sagt en að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sé að standa sig ákaflega vel. Með yfirbjóðendur allt um kring er henni að takast að leiða þjóðina uppávið til þeirrar hagsældar sem þjóðin var búin að venja sig á og engin ástæða er til að ætla annað en hér rísi upp réttlátara samfélag en áður var orðið. Hér er jú að uppistöðu til stjórn jafnaðarmanna studd af fólki sem talar máli þeirra sem minna mega sín. Samfylkingin og Vinstri Grænir eru, að skilgreiningu, ekki flokkar þeirra sem hreiðrað hafa best um sig heldur flokkar alþýðu. Þetta eru ekki flokkar sérhagsmuna heldur almannahagsmuna. Þess vegna mun þessi ríkisstjórn berjast gegn hvers konar misrétti og jafna aðgengi fólks að hvers konar gæðum.
Ríkisstjórnin og þingmeirihluti sá sem stendur að baki henni hefur hins vegar þurft að skera grimmt niður og hefur það bitnað á nánast öllum í samfélaginu. Allir kveinka sér. Allir bregðast við eins og hér hafi ekkert hrun orðið. Sjálfstæðisflokkurinn fordæmir skattahækkanir og niðurskurð. Systurflokkur hans í Bretlandi, Íhaldsflokkurinn beitir sér fyrir miklu róttækari niðurskurði og miklu meiri skattahækkunum. Að mín viti fer ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur eins skynsamlega í málin og hægt er við erfiðustu aðstæður sem nokkur ríkisstjórn hefur glímt við.
En stuðningsmenn hennar eru ekki nógu brattir. Þeir haga sér eins og lúbarin alþýða allra alda, eru að drepast úr minnimáttarkennd og sjálfsefa, jafnvel sjálfseyðileggingarhvöt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Baldur! Svona pistill hér á Moggabloggi er jafn vel séður og upplestur úr Biblíunni í helvíti! Góður pistill og raunsannur. Takk.
Björn Birgisson, 3.3.2011 kl. 18:42
Það geysar orrusta um Ísland - gömlu valdaklíkurnar reyna að hlaða grjóti í götu stjórnarinnar og tyllta liðið úr Frjálslyndaflokknum allrahanda lemur tunnurnar. Seiglan hjá ríkisstjórninni mun skila árangri.
Hjálmtýr V Heiðdal, 3.3.2011 kl. 18:58
Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms, ICESAVE-STJÓRNIN, er það alversta sem komið hefur fyrir lýðveldið. Og ég ætla að taka það fram að ég kaus Steingrím (VG) síðast.
Hvað ef við, alþýða, kjósendur, landsmenn, hefðum ekki KOLFELLT ICESAVE kúgun no. 1 + 2? Hefði landið verið að rísa nú?? Svarið er NEI.
Og við verðum væntanlega gjaldþrota með ICESAVE 3 fyrir nú utan niðurlæginguna yfir ótrúlegum roluskap stjórnvalda, ríkisstjórnarflokkanna og forystu Sjálfstæðisflokksins í málinu og ekki síst missinn á lögsögu landsins í málinu = missi sjálfstæðis okkar í einu versta, ef ekki versta, kúgunarmáli gegn einni þjóð í hinum vestræna heimi.
Kallarðu það að alþýða landsins sé kúguð af Evrópuveldum og eigin ríkisstjórn í alvöru að upp rísi réttlátara samfélag?? Get bara ekki skilið að nokkur maður skuli vilja þetta.
Kannski virðist það í lagi fyrir þau ykkar sem viljið endilega inn í Evrópuríkið og haldið af miklum misskilningi að þeir muni bjarga okkur?
"Ég var eftirlitsaðili, svokallaður „shadow reporter“ fyrir þingflokk Græningja á Evrópuþinginu, í bæði skiptin sem breytingar voru gerðar á tilskipun 94/19/EC. Í þeirri vinnu kom aldrei til greina að endurskoða það grundvallaratriði að opinberir aðilar skuli ekki gangast í ábyrgð fyrir skuldir einkaaðila. - - - - - Í Suður-Ameríku er talað um „peonaje“: smábóndann sem skuldar auðugum landeiganda fé allt sitt líf og er í rauninni haldið í ánauð, svipað og tíðkaðist á miðöldum."
ÍSLENDINGAR SKULDA EKKERT: Alain_Lipietz.Elle_, 3.3.2011 kl. 21:02
Nei! Íslendingar skulda ekkert!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 3.3.2011 kl. 21:45
Nægjusamur ertu Baldur minn. En þegar ríkisstjórn hefur náð að búa hér í haginn fyrir þær 250.000 hræður sem hér er ætlað að búa til frambúðar og búið að sníða skólakerfi og heilbrigðiskerið að því þjónustustigi sem þessi kvarmilljón þarfnast, nú þá kemur að því að það þarf líka að skera niður í prestastétt. Það verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum kirkjuþings við því.....!
Ómar Bjarki Smárason, 4.3.2011 kl. 00:26
Ekki var thetta nu menntad innlegg (farid i manninn...).En fyrst farid er i kirkjuna tha er thad nu aldeilis byrjad ad skera nidut. Thad vard hrun manstu.......kv. b
Baldur Kristjánsson, 4.3.2011 kl. 07:46
Þessi tilefnislausa lofgrein um verstu ríkisstjórn Íslandssögunar minnir mig á söguna um bjartsýnismanninn sem stóð fyrir framan aftökusveitina. Hann var spurðu hvort hann hefði einhverja hinstu ósk svaraði hann: ég ætla að biðja ykkur um að sjá til þess að ég fái vínarbrauð með kaffinu á morgun.
Sveinn Egill Úlfarsson, 4.3.2011 kl. 12:47
Séra Baldur Kristjánsson fórst þú öfugu megin framúr í morgun og raks hausinn í vegginn eða hvað?
Birna Jensdóttir, 4.3.2011 kl. 15:25
Baldur ég veit ekki á hvaða plánetu þú býrð, nema þetta eigi að vera háð um stjórnina þá er það gott og rétt. Önnur eins hörmunga ríkisstjór hefur ekki verið á Íslandi áður, með eitt mesta atvinnuleysi sem hér hefur verið
Haukur Gunnarsson, 4.3.2011 kl. 15:36
Ekki verður annað sagt en að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sé að standa sig ákaflega vel.
Því miður þá verður margt annað sagt en að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir sé að standa sig vel, þetta er ein alversta ríksstjórn sem hefur komist til valda á þessu blessaða landi.
Manstu eftir kosningaloforðunum hjá þeim, allt upp á borðinu, bjarga heimilunum, norræn velferð og þess háttar, og VG megin ekkert ESB, ekkert Icesave ásamt engu AGS.
Allt saman lygar..
Með yfirbjóðendur allt um kring er henni að takast að leiða þjóðina uppávið til þeirrar hagsældar sem þjóðin var búin að venja sig á og engin ástæða er til að ætla annað en hér rísi upp réttlátara samfélag en áður var orðið.
Það eru 2 ástæður fyrir því að þjóðin er á leiðinni upp á við 1) út af því að þjóðin tók sér sjálf til og hætti að bíða eftir þeim aðgerðum sem var lofað, 2) Flest öll mál sem þessi ríkisstjórn hefur reynta að setja í gegn (aðalega Icesave) hefur verið stoppað af, sem betur fer þar sem þetta hefði kolfellt þjóðina.
Þessi ríkisstjórn er að gera allt rangt sem hægt er að gera rangt við að vinna þjóðina upp úr þeim hörmungum sem urðu við fall bankanna.
Jóhanna Sigurðardóttir er sá alversti leiðtogi sem landið hefur fengið, hún stjórnar með frekju og kúgun/hótunum.
Ríkisstjórnin og þingmeirihluti sá sem stendur að baki henni hefur hins vegar þurft að skera grimmt niður og hefur það bitnað á nánast öllum í samfélaginu.
Þú talar um niðurskurð, það hefur enginn niðurskurður orðið þannig séð hjá þessari ríkisstjórn, það er bara búið að færa til þessa peninga sem er búið að taka úr helstu grunnþjónustum í endalaust magn af nefndum og ESB umsókn.
Að mín viti fer ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur eins skynsamlega í málin og hægt er við erfiðustu aðstæður sem nokkur ríkisstjórn hefur glímt við.
Þessi ríkisstjórn hefur ekki gert neinn skapaðan hlut skynsamlega, hún hefur bara brotið lög, vina ráðningar hafa aldrei verið jafn miklar, aldrei hafa auðmenn komist upp með jafn mikið, aldrei hefur jafn mikil valdagræðgi verið við stjórn, aldrei hefur jafn mikið verið falið fyrir almenningi og aldrei hefur jafn mikill hræsn verið við stjórn.
Gott dæmi um það er t.d. lýðræðið (leyfa þjóðinni að kjósa um mál) sem þetta fólk hrópaði svo hástöfum yfir áður en þau komust í stjórn og nú vilja þau ekki sjá þetta.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 4.3.2011 kl. 17:32
Thakka hressilegar athugasemdir. Tvaer fyrstu eru audvitad gafulegastar.bkv. B
Baldur Kristjánsson, 4.3.2011 kl. 18:38
Sama hvaðan gott kemur og þessi ríkisstjórn hefur gert margt gott. Ekki er beinlínis hægt að segja að hún hafi komið að góðu búi eða hvað?
Hefði einhver önnur samsetning af ríkisstjórn gert það betur í þessum sömu aðstæðum??
Verum raunsæ
Kolbrún Baldursdóttir, 4.3.2011 kl. 19:45
Verum raunsæ segir sama manneskjan og talaði fyrir stórhættulegu ICESAVE 2. Verum það já og viðurkennum að núverandi ríkisstjórn átti að hafna ICESAVE kúguninni alfarið og það strax.
Það var ekkert gáfulegt við 2 fyrstu svörin. Þeir hljóma eins og Samfylkingin.
Elle_, 5.3.2011 kl. 00:52
Verð þó að segja að það er óþarfi af sumum að ráðast á Baldur persónulega þó við séum ósammála.
Elle_, 5.3.2011 kl. 01:00
Thetta sidasta er nu thad skynsamlegasta sem komid hefur ur smidjun Elle lengi. bkv.b
Baldur Kristjánsson, 5.3.2011 kl. 09:29
Einhver myndi segja að þér væruð idjót séra minn eftir þennan lestur. Ég myndi hinsvegar ekki þora að segja það opinberlega, þótt ég meinti það af öllu hjarta.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2011 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.