Ótti bænda, ótti við framtíðina!

Nokkur ár síðan ég reyndi að segja forystumanni íslenskum að ekki væri allt sem sýndist með að finnskur landbúnaður hefði farið illa út út úr ESB aðild.  Ekki var hlustað, menn eru fastir fyrir. Þetta var eftir samræður sem ég átti við finnskar mannvitsbrekkur. Nú hefur Þröstur Haraldsson leitt rök að því sama í ríkara mæli enda lengra um liðið. Breytingar á finnskum landbúnaði er breytingar tímans ekkert ósvipaðar því sem hafa orðið hér en margskonar evrópsk útfærsla hefur styrkt byggð í Finnlandi og æ fleiri forystumenn bænda þar telja að finnskum landbúnaði sé betur borgið innan ESB en utan.

Ótti forystu bænda við ESB er þegar öllu er á botninn hvollft ótti við breytingar, ótti við framtíðina. ESB eða ekki, dregið verður úr tollum og viðskiptahindrunum, en innan ESB er lögð áhersla á að styrkja byggð og búsetu á dreifbýlum svæðum.  Bændur eiga auðvitað að haska sér í það að nútímavæða framleiðslu sína og búa í haginn fyrir þann tíma þegar tollmúrar hrynja eins og múrar Jeríkó og þeir geta flutt framleiðslu sína óhindrað út, beint frá býli ef því er að skipta.  Bændur verið óhræddir, því sjá.......

Landbúnaði stafar ekki hætta af ESB.  Landbúnaði á Íslandi stafar fyrst og fremst hætta af lögum frá 2003 sem afléttu ábúendaskyldu á jörðum. Þá var Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll kæri vinur - gaman að sjá þig aftur á Moggablogginu.

Þú fjallar hér vel um skoðun þína og skýrir vel með dæmum úr helgri bók.

En þú vilt etv rifja upp fyrir okkur hvað það var sem gerðist eftir að múrar Jeríkó féllu?

Svona svo við vitum hvað okkar býður þegar múrarnir falla?

Þórhallur Heimisson (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 00:01

2 Smámynd: Snorri Hansson

Með fyllstu kurteisi vil ég benda á eitt atriði. Kratar hafa  svo lengi sem ég man verið að níða niður bændastéttina og ég man býsna langt aftur þar sem ég  fæddist inn í kratafjölskyldu.  Ég er ekki viss um að fullvissa þín á ágæti ESB fyrir bændur skili árangri. En hver  veit ef það er sérstaklega  kryddað með blessuðu guðsorðinu.  

Snorri Hansson, 8.3.2011 kl. 01:19

3 identicon

Lög um afléttu ábúendaskyldu. Af hverju eru þau hættuleg?

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 08:42

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sæll Þórhallur, þakka velkomstið, ég er svona að athuhga hvernig mér líður innanum ykkur íhaldsmennina. Það er nú einmitt það já. Ég man ekki betur en að vinir okkar úr eyðimörkinni hafi strádrepið Palestínumennina og mórallinn er sá að íslenskir bændur eiga ekki að láta taka sig í bólinu á búum sínum líkt og íbúar Jeríkó gerðu sem treystu á múrana.  Allir múrar falla að lokum og múrarnir um landbúnaðinn eru í svo hröðu niðurbroti að íslensk stjórnvöld hafa þegar skrifað upp á það hjá alþjóða matvælastofnuninni að aflétta hvers konar hömlum á inn og útflutningi landbúnaðarafurða. þetta er ekki spurning um ESB, sem er sjálfsagt og eðlilegt og óphjákvæmilegt skref fyrir Ísland eins og þú veist.

Hrafn: Það veltur á því hvernig maður horfir á málin.

Snorri: Jón Bjarnason staðhæfir að fjöldamargir bændur væru betur komnir á bótum. Það sýnir kolranga stefnu í málefnum landbúnaðarains undanfarna áratugi. Svo áttu ekki að tala svona um fjölskyldu þína að hún standi í níði.

Baldur Kristjánsson, 8.3.2011 kl. 11:33

5 identicon

Já það er gaman að þessum dæmisögum.

Eru þá íslenskir bændur í hlutverki Jeríkóbúa en ESB í klæðum Hebreanna sem slátruðu heimamönnum í Jeríkó þegar múrarnir féllu?

Þá skil ég nú eiginlega vel að íslenskir bændur þurfi að fara að búa sig undir múrfallið - og óttist það.

Og hvernig hefðu Jeríkóbúar getð sloppið undan eyðingunni? Með því að samlagast Hebreunum? Hvað segir það okkur um okkur hér uppi á klakanum - ef líkingin er látin lifa?

Þetta eru áhugaverðar pælingar.

Þórhallur Heimisson (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband