Hvar erum við stödd?
14.3.2011 | 11:34
Eftir viku, mánudaginn 21. mars er alþjóðadagur gegn kynþáttafordómum. Af því tilefni boðar Þjóðmálanefnd Þjóðkirkjunnar til málþings undir yfirskriftinni: Hvar erum við stödd? Þar munu Toshiki Toma og Baldur Kristjánsson reyna að greina í hve miklum mæli kynþáttafordómar dafna hér á landi og svara því hvað við erum að gera til þess að berjast gegn þeim og hvað við gætum gert. Toshiki er prestur innflytjenda hér á landi og sá Íslendingur sem hefur látið einna mest til sín taka á þessu sviði. Baldur er sérfræðingur í ECRI (European Commision against Racism and Intolerance) og mun m.a .fjalla um hvað íslenskum stjórnvöldum hrefur verið ráðlagt á þessu sviði og hvað þau gætu gert til þess að berjast gegn kynþáttafordómum og misrétti sem af þeim leiðir. Þá mun Magnús Erlingsson sóknarprestur á Ísafirði segja frá því sem kirkjan er að gera á Vestfjörðum til þess að styrkja stöðu minnihlutahópa og einstaklinga innan þess hóps.
Málþingið hefst kl 12 og er í safnaðarheimili Neskirkju eða torginu eins og það er kallað, öllum opið og fólk borgar fyrir salinn með því að kaupa súpu eða kaffi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.