Nýbúaútvarp og Þjóðkirkjan í neikvæðu ljósi

Það ber að fagna nýbúaútvarpinu í Hafnarfirði sem brátt nær yfir allt höfuðborgarsvæðið (sjá t.d. heimasíðu Paul Nikolov). Óskandi að það næði fljótt yfir landið allt –ekki bara í gegnum tölvur sem eru leiðindaútvörp, heldur í alvöru. Það er nefnilega svo að það er nýjum Íslendingum mikils virði að fá upplýsingar um rétt sinn um land og þjóð um það sem er að gerast, fréttir, innlendar sem erlendar og ekki síst frá sínu heimalandi, á sínu móðurmáli.  Útvarp á erlendum málum eykur upplýsingaflæði til fólks, gerir aðstöðu fólks jafnari og gerir það að verkum að fólki líður hér betur – Þetta er ekki í neinni andstöðu við það að best er fyrir þá sem koma hingað til lands að læra sem mest í íslensku.  Það kemur smám saman ef ekki með fyrstu kynslóð þá með börnunum og því fyrr sem fólki líður betur og er sáttara við íslenskt samfélag og tilveru sína og að því stuðlar útvarp sem mætti að skaðlausau verða að sjónvarpi og ná um allt land.

 Það er ljóst að fréttir um Þjóðkirkjuna hneigjast til að verða neikvæðar. Þannig er óhjákvæmilega um fréttir af fyrirferðarmiklum stofnunum sem ekki  eru valdamiklar og geta ekki brutt fjölmiðilinn í sig. Auðvitað er vafasamt hjá prestunum í Kópavogi að taka stúlkuna úr Fríkirkjunni í Reykjavík ekki til fermingaruppfræðslu og fermingar. Þetta er að mínum dómi princípfesta af vitlausu tilefni því að auðvitað þjóna þjóðkirkjuprestar öllum sem til þeirra leita. Það skyldi fólk hafa í huga að atvikið í Kópavogi er undantekning en ekki regla og kom ekki til af illmennsku eins eða neins heldur því að menn sáu ekki heildarmyndina. Og prestarnir í Kópavogi verða seint sakaðir um græðgi en það einn af þeim eiginleikum sem alþýða manna um víða veröld reynir að eigna prestum sínum.  

Og í með og undir er sjálfsöruggt glottið á Hirti Magna þar sem hann kyndir eldana sem væri hann.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

........Skrattinn sjálfur ?????

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 13.4.2007 kl. 09:31

2 Smámynd: Katrín

Það eru nú ekki mörg ár síðan að Spaugstofan setti á svið atriði þar sem þjókirkjuprestar hentust um á milli fermingabarna til að fá þá í söfnuðinn, þannig að þetta atvik á dögunum er ekkert einstakt  svo öllu sé nú haldið til haga. 

Um skrif þín varðandi minn ágæta sóknarprest sr. Hjört Magna ætla ég ekki að ræða annað en það að þau segja meira um þitt innræti en hans.

Biskupstofa gaf það út um miðja vikuna að þjóðkirkjuprestar ættu einungis að þjóna þjóðkirkjufólki..  Daginn eftir kom svo önnur tilkynning þar sem sagt er að þjónusta þjóðkirkjunnar er öllum opin.  Er von á fleiri tilkynningum frá biskup??? Til dæmis um inngöngu þjóðkirkjunnar í kirkjudeild páfans í Róm????

Katrín, 14.4.2007 kl. 12:08

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Svona, svona Katrín mín hver sem þú ert.  Ég endaði í smá húmor og segi ekki neittljótt um Hjört Magna. Mér er vel til hans.  Og ég er alls ekki að bera blak af prestunum í Kópoavogi. Skelfingar reiði er þetta í fólki þegar það kommenterar í blogginu.....

Baldur Kristjánsson, 14.4.2007 kl. 15:01

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Gott því Hjörtur Magni talar í and Jesú Krists, sem engin stofnun getur gert!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.4.2007 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband