Við gerðum það í Reykjavík.....

Mér fannst þetta nokkuð góð ræða hjá Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur.  Hún lagði áherslu á Írak og eftirlaunamálið.
Gott.  Of mikið hrópað og of lítið hugsað í íslenskri pólitík,
einnig ágætt.  Jafnræði er okkar heimanmundur, líka
gott.   Við gerðum það í Reykjavík..var skemmtilegt
stef.  Hvar er hrifning Vinstri grænna og Framsóknar yfir R- lista
samstarfinu? Og auðvitað erum við sammála í Evrópumálum....
mbl.is Ingibjörg Sólrún: Verðum að standa vörð um jöfnuðinn í íslensku samfélagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Ingibjörg var mjög skelegg og stefnuföst í ræðunni. Hún er kona sem er alveg með markmiðin á hreinu...enda stefna góð hjá Samfylkingunni

Þær þrjár, Mona, Helle og Ingibjörg voru líka flottar saman þegar þær lýstu hver af annarri hvers vegna jafnaðarstefnan er þeirra stefna. Þegar maður hlustaði á þær skildi maður alls ekki af hverju fólk kemur ekki ,,út úr skápnum" með skoðanir sínar. Það bókstaflega hljóta fleiri en 20 % þjóðarinnar að vera sammála okkur

Svo er Samfylkingarfólk ótrúlega skemmtilegt. Þvílíkt lista- og hæfileikafólk í okkar röðum. Og frábærar stjórnmálakonur og menn.

Gaman, gaman!

Sigþrúður Harðardóttir, 15.4.2007 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband