Minnihlutastjórn Framsóknar!

Ófrumleg var hún hugmyndin um minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna með hlutleysi Framsóknarflokksins. Mér finnst málflutningur sumra Vinstri grænna haldinn þeirri meinloku að þeir eigi einhvern rétt á því að vera í ríkisstjórn af því að þeir hafi aukið fylgi sitt -það sé krafa kjósenda o.s.fr. Þegar grannt er skoðað er VG bara smáflokkur eins og Framsókn, lítið eitt stærri, og endurspegla þess vegna aðeins lítið hlutfall kjósenda.

Ég hef reyndar sett fram miklu betri hugmynd, hún komst bara ekki á flot. Það er minnihlutastjórn Framsóknarflokksins sem aðrir flokkar myndu verja falli. Framsókn er vön að stjórna, veit hvar lyklana að stjórnarráðinu er að finna, er hófsamur miðjuflokkur með kröfumikla kjósendur.  þessi hugmynd er miklu betri en hugmynd félaga Ögmundar. 


mbl.is Framsóknarmenn taka afstöðu til stjórnarsamstarfs í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Svo þú sérð virkilega ekki muninn á minnihlutastjórn sem hefur 7 þingmenn bak við sig og þeirri sem hefur 27 þingmenn bak við sig?

Annars er hugmyndin um minnihlutastjórn vinstriflokkanna mjög athyglisverð. Í nágrannalöndum okkar á norðurlöndum eru minnihlutastjórnir regla frekar en undantekning. Og oft njóta slíkar minnihlutastjórnir miklu minna fylgi en V og S samanlagt. Það dettur engum í hug að kalla þetta ólýðræðislegt. Með slíkri stjórn myndu kjósendur (sérstaklega Framsóknarflokksins) fá breytingu sem þeir beinlínis öskra á. Og Framsóknarflokkurinn gæti bæði sýnt ábyrgð með að verja stjórn falli og jafnframt nota tíma utan stjórnar til að reyna að byggja upp flokkinn á ný. Mér virðist þetta einfaldlega vera það skársta í stöðunni fyrir Framsóknarflokkinn.

Guðmundur Auðunsson, 16.5.2007 kl. 19:54

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Jú, enda hugmyndin um minnihlutastjórn Framsóknar ekki sett fram í fullri alvöru.  Hugmyndin Ögmundar var tímaskekkja þegar enn var eftir að ganga úr skugga um myndun a.m.k. þriggja meirihlutastjórna í ríki þar sem lítil/engin hefð er fyrir myndun minnihlutastjórna. (Ég man ekki hvort að millibilsstjórn Alþýðuflokksins á áttunda áratugnum hlaut það formlega heiti.) Allt er þetta fróðlegt og skemmtilegt...og spennandi. Takk fyrir kommentið. Kv.

Baldur Kristjánsson, 16.5.2007 kl. 20:14

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Annars er hugmyndin um að lítill flokkur myndi minnihlutastjórn til að brúa eitthvað bil ekki svo afleit og ef ég man rétt var það upp á teningnum 1958 (Emil Jónsson) og 1979 (Bendikt Gröndal).  En alvöru minnihlutastjórnir sem ætla sér að útfæra einhverja stefnu til langs tíma hafa ekki verið á Íslandi. Mín tillaga var því alveg innan hefðarinnar. kv. B

Baldur Kristjánsson, 16.5.2007 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband