Held að það sé aldurinn...!!
28.5.2007 | 23:42
Ég hef horft mjög mikið á stubbana (með börnum mínum) og tel einnig eins og flestir að enginn geti gert mann að homma eða lesbíu nema þá helst Drottinn allsherjar og þá i upphafi (and so what?)? Stubbarnir eru úrvals sjónvarpsefni og þegar það var nýtt var vandséð hvort skemmti sér meira barnið eða pabbinn. Að vísu finn ég fyrir hnignandi kennd til kvenna en ég held að það sé aldurinn en ekki stubbarnir............
Pólsk yfirvöld rannsaka hvort Stubbarnir séu samkynhneigðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ertu frá þér Emil. Ætlar þú ekkert að láta karlinn vinna?
Sveinn Hjörtur , 29.5.2007 kl. 09:38
Já, Baldur, þetta sjónvarpsefni er mjög skemmtilegt, lifandi og litríkt. Ég skil ekki hvernig hægt er að finna þetta út úr barnaefni. Ég hef alltaf á tilfinningunni að þeir sem sjá alltaf eitthvað illt og miklu meira efni en tilefni er til eigi hreinlega bara eitthvað bágt í sálinni sinni og hugsi ekki alltaf eins og annað fólk. Mikil registefna var um Tomma og Jenna á sínum tíma út af ofbeldi í teikningmyndunum. Enginn hafði hugsað um það og ekki veit ég til þess að sú teikninmynd hafi orðið til þess að börn kveldu mýs eða ketti meira eftir að hafa horft á þættina. Börn sjá ævintýri í öllu og skipta litir, tónlist og hreyfing öllu máli. Var Hrói Höttur kannski hommi af því hann var alltaf í "sokkabuxum"? Ég spyr bara?
Sigurlaug B. Gröndal, 29.5.2007 kl. 13:21
Ég held að þetta sé nú bara einhver væll í kallinum varðandi hann og kvenfólkið. Hinsvegar vil ég taka undir þetta með ágæti stubbana, er búinn að þekkja til þeirra frá því barnabörnin fluttu til Englands, en samkynhneigð kom aldrei í hugann..???
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.5.2007 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.