Sofnar ofan í púltið...

Mikið eru ræðuhöldin daufleg og greinilegt að miklir oratorar komast ekki á þing, heldur fólk með allt skrifað og sofnar næstum því ofan í púltið. Ég stóð mig að því að bíða eftir hrotunum en hrökkva upp við mínar. Undantekningin var þó Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.  Hún er manneskja með erindi og ber það fram gullnum þokka og ljúfmennsku.  Mér fer alltaf að þykja vænt um landið mitt þegar hún talar.

mbl.is Meginmarkmið stjórnmála að skapa samfélag þar sem fólki líður vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Það er mikið satt. Guðfríður Lilja er einstakur ræðusnillingur í sinni hógværu og fíngerðu framsetningu. Ég er oft búin að upplifa það á stórum fundum að fundarmenn þagna hver á fætur öðrum, kliður hverfur og allir leggja við eyrun. Hún hefur einstaka framsetningu á máli sínu. Hún hefði sko sannarlega þurft að komast á þing. Sannur talsmaður náttúruverndar.

Sigurlaug B. Gröndal, 1.6.2007 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband