Sigur meginlandsknattspyrnunnar

Jafntefi Lichtenstein var að mínum dómi sigur meginlandsknattspyrnunnar
yfir bresku knattspyrnunni. Þeir eiga fleirri leikna menn en við, en
þeirra menn spila í annarri og þriðju deild í Sviss og í Þýskalandi.
Okkar menn eru kraftmeiri en meiri groddar, þeir spila í efstu
deild  á Englandi eða í Noregi en Norðmenn spila samskonar
knattspyrnu og Englendingar.  Við íslendingar eigum enga sérstaka
sparkhefð og höfum aðeins átt fimm eða sex góða fótboltamenn Albert
Guðmundsson, Þórólf Beck, Hermann Gunnarsson, Ásgeir Sigurvinsson,
Arnór Guðjohnsen og Eið Smára sem spilar evrópskan meginlandsfótbolta
þrátt fyrir dvöl sína i Englandi. Allir okkar bestu menn (þessir sex)
hafa verið meginlandsknattspyrnumenn (að aðferð) og þess vegna eru þeir
svona góðir.  Flestir aðrir eru fræknir baráttumenn líkt og venja
er í Bretlandi.
mbl.is Sköpuðum okkur ekki nógu mörg færi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað segir organistinn þinn um þetta?

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 21:07

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

En nú eigum við Baldur von á gullmola í knattspyrnunni og verður spennandi að fylgjast með honum. Það er Theódór Elmar Bjarnason sem spilar með Celtic. Ég þekkti þennan unga pilt þegar hann var barn og er hann alinn upp  hjá KR í vesturbænum. Mamma hans Telma Theódórsdóttir er búin að hvetja hann og bræður hans á vellinum frá unga aldri. Hann á framtíðina fyrir sér í boltanum þessi drengur. Hann spilaði í dag með landsliðinu gegn Lichtenstein. Endilega að fylgjast með honum. 

Sigurlaug B. Gröndal, 2.6.2007 kl. 21:11

3 identicon

Um hvað eru mann að tala hér?

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 22:35

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hér er fólk að tala um fótbolta, af mikilli þekkingu og yfirvegun. Hvað vilt þú tala um....?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 3.6.2007 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband